Hámarkinu náð með tilliti til flóttamanna: „Við ætlum að setja punktinn þarna“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. janúar 2023 11:32 Kjartan Már Kjartansson, bæjarsstjóri Reykjanesbæjar. Vísir/Egill Reykjanesbær mun ekki taka á móti fleiri flóttamönnum en samið hefur verið um. Bæjarstjóri segir hámarkinu náð og kallar eftir því að fleiri sveitarfélög axli ábyrgð. Stór hluti flóttamanna sem Reykjanesbær hafi samið um að taka á móti séu nú þegar komnir og ætti húsnæði ekki að vera vandamál. Sveitarfélagið sé tilbúið til að miðla sinni reynslu. Sex sveitarfélög hafa nú samið við ríkið um samræmda móttöku flóttamanna en Hafnarfjörður bættist í hópinn í gær og hefur samið um móttöku 450 flóttamanna. Reykjavík tekur á móti 1500, Akureyri 350, Árborg 100, og Hornafjörður átta. Í síðustu viku samdi Reykjanesbær þá um móttöku 350 flóttamanna. „Við erum í raun með þennan hóp, eða þennan fjölda, svo gott sem í sveitarfélaginu nú þegar og erum svo bara að aðstoða hann. Þetta er fólk sem er komið með alþjóðlega vernd og er komin í gegnum matið hjá Útlendingastofnun og komið í hendur Vinnumálastofnunar,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Munu ekki taka við fleirum þó vel hafi gengið Húsnæðisvandi hefur flækt málin víða en sami vandi virðist ekki vera jafn mikill í Reykjanesbæ. Fólk geti verið í átta vikur í húsnæði á vegum Vinnumálastofnunar og segir Kjartan þau geta aðstoðað með húsnæði eftir þann tíma. „Ef að það gengur ekki þá höfum við úrræði þar sem þau geta verið í tólf vikur í viðbót, samtals 20 vikur eða fimm mánuði, og við treystum okkur alveg til þess að finna og hjálpa fólki að finna húsnæði á þeim tíma,“ segir Kjartan. Þrátt fyrir að vel hafi gengið þá muni þau ekki taka á móti fleirum en samið hefur verið um. „Nei, við ætlum ekki að gera það. Við ætlum að setja punktinn þarna og bara kalla eftir því að fleiri sveitarfélög komi að þessu verkefni og þessari samfélagslegu ábyrgð sem að við og þau sveitarfélög sem hafa þegar skrifað undir eru að axla. Það eru fullt af sveitarfélögum um landið sem að mér finnst að ættu að koma í þetta með okkur,“ segir Kjartan. Reykjanesbær búi yfir umfangsmikilli reynslu, enda sinnt þessum málum frá árinu 2004, sem þau séu tilbúin til að miðla. Það muni nýtast vel í ljósi þess að áfram er spáð stöðugum straumi flóttamanna til landsins í ár. „Við getum kennt fleiri sveitarfélögum á Íslandi en svo erum við líka sem land og þjóð að læra af öðrum þjóðum,“ segir Kjartan. En eins og staðan er núna þá er kannski hámarkinu náð í Reykjanesbæ með flóttamenn? „Já.“ Reykjanesbær Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Níu af ríflega fjögur þúsund umsóknum metnar tilhæfulausar Einungis níu af um fjögur þúsund og fimm hundruð umsóknum um alþjóðlega vernd á síðasta ári voru metnar tilhæfulausar. Þingmaður Samfylkingar telur að staðhæfingar um stjórnlaust ástand í útlendingamálum eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. 17. janúar 2023 12:03 Segir að samráð hefði mátt vera meira en flóttamennirnir verði áfram í Grindavík Flóttafólk, sem Vinnumálastofnun hefur komið fyrir á hótelinu Festi í Grindavík, verður þar áfram. Bæjarstjórn Grindavíkur gagnrýndi stofnunina fyrir að koma fólkinu þar fyrir í gær og deildi á um hvort stofnunin hafi haft heimild til að koma fólkinu þar fyrir. Forstjóri Vinnumálastofnunar fundaði með Bæjarráði í morgun og segir hann hafa verið farsælan. 13. janúar 2023 14:07 Íbúar á Laugarvatni uggandi að setja eigi hælisleitendur í heilsuspillandi húsnæði Vinnumálastofnun hyggst hýsa tugi hælisleitenda á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, þrátt fyrir að heilbrigðiseftirlitið hafi varað við að húsnæðið geti verið heilsuspillandi og brunavarnir ekki í lagi. Sveitarstjóri segir það stóran bita fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti. 13. janúar 2023 12:00 Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum. 10. janúar 2023 16:03 Met slegið í komu flóttafólks í desember Flóttafólkið sem nú streymir til landsins sem aldrei fyrr kemur einkum frá frá Venesúela og Úkraínu. 28. desember 2022 14:27 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Sex sveitarfélög hafa nú samið við ríkið um samræmda móttöku flóttamanna en Hafnarfjörður bættist í hópinn í gær og hefur samið um móttöku 450 flóttamanna. Reykjavík tekur á móti 1500, Akureyri 350, Árborg 100, og Hornafjörður átta. Í síðustu viku samdi Reykjanesbær þá um móttöku 350 flóttamanna. „Við erum í raun með þennan hóp, eða þennan fjölda, svo gott sem í sveitarfélaginu nú þegar og erum svo bara að aðstoða hann. Þetta er fólk sem er komið með alþjóðlega vernd og er komin í gegnum matið hjá Útlendingastofnun og komið í hendur Vinnumálastofnunar,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Munu ekki taka við fleirum þó vel hafi gengið Húsnæðisvandi hefur flækt málin víða en sami vandi virðist ekki vera jafn mikill í Reykjanesbæ. Fólk geti verið í átta vikur í húsnæði á vegum Vinnumálastofnunar og segir Kjartan þau geta aðstoðað með húsnæði eftir þann tíma. „Ef að það gengur ekki þá höfum við úrræði þar sem þau geta verið í tólf vikur í viðbót, samtals 20 vikur eða fimm mánuði, og við treystum okkur alveg til þess að finna og hjálpa fólki að finna húsnæði á þeim tíma,“ segir Kjartan. Þrátt fyrir að vel hafi gengið þá muni þau ekki taka á móti fleirum en samið hefur verið um. „Nei, við ætlum ekki að gera það. Við ætlum að setja punktinn þarna og bara kalla eftir því að fleiri sveitarfélög komi að þessu verkefni og þessari samfélagslegu ábyrgð sem að við og þau sveitarfélög sem hafa þegar skrifað undir eru að axla. Það eru fullt af sveitarfélögum um landið sem að mér finnst að ættu að koma í þetta með okkur,“ segir Kjartan. Reykjanesbær búi yfir umfangsmikilli reynslu, enda sinnt þessum málum frá árinu 2004, sem þau séu tilbúin til að miðla. Það muni nýtast vel í ljósi þess að áfram er spáð stöðugum straumi flóttamanna til landsins í ár. „Við getum kennt fleiri sveitarfélögum á Íslandi en svo erum við líka sem land og þjóð að læra af öðrum þjóðum,“ segir Kjartan. En eins og staðan er núna þá er kannski hámarkinu náð í Reykjanesbæ með flóttamenn? „Já.“
Reykjanesbær Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Níu af ríflega fjögur þúsund umsóknum metnar tilhæfulausar Einungis níu af um fjögur þúsund og fimm hundruð umsóknum um alþjóðlega vernd á síðasta ári voru metnar tilhæfulausar. Þingmaður Samfylkingar telur að staðhæfingar um stjórnlaust ástand í útlendingamálum eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. 17. janúar 2023 12:03 Segir að samráð hefði mátt vera meira en flóttamennirnir verði áfram í Grindavík Flóttafólk, sem Vinnumálastofnun hefur komið fyrir á hótelinu Festi í Grindavík, verður þar áfram. Bæjarstjórn Grindavíkur gagnrýndi stofnunina fyrir að koma fólkinu þar fyrir í gær og deildi á um hvort stofnunin hafi haft heimild til að koma fólkinu þar fyrir. Forstjóri Vinnumálastofnunar fundaði með Bæjarráði í morgun og segir hann hafa verið farsælan. 13. janúar 2023 14:07 Íbúar á Laugarvatni uggandi að setja eigi hælisleitendur í heilsuspillandi húsnæði Vinnumálastofnun hyggst hýsa tugi hælisleitenda á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, þrátt fyrir að heilbrigðiseftirlitið hafi varað við að húsnæðið geti verið heilsuspillandi og brunavarnir ekki í lagi. Sveitarstjóri segir það stóran bita fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti. 13. janúar 2023 12:00 Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum. 10. janúar 2023 16:03 Met slegið í komu flóttafólks í desember Flóttafólkið sem nú streymir til landsins sem aldrei fyrr kemur einkum frá frá Venesúela og Úkraínu. 28. desember 2022 14:27 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Níu af ríflega fjögur þúsund umsóknum metnar tilhæfulausar Einungis níu af um fjögur þúsund og fimm hundruð umsóknum um alþjóðlega vernd á síðasta ári voru metnar tilhæfulausar. Þingmaður Samfylkingar telur að staðhæfingar um stjórnlaust ástand í útlendingamálum eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. 17. janúar 2023 12:03
Segir að samráð hefði mátt vera meira en flóttamennirnir verði áfram í Grindavík Flóttafólk, sem Vinnumálastofnun hefur komið fyrir á hótelinu Festi í Grindavík, verður þar áfram. Bæjarstjórn Grindavíkur gagnrýndi stofnunina fyrir að koma fólkinu þar fyrir í gær og deildi á um hvort stofnunin hafi haft heimild til að koma fólkinu þar fyrir. Forstjóri Vinnumálastofnunar fundaði með Bæjarráði í morgun og segir hann hafa verið farsælan. 13. janúar 2023 14:07
Íbúar á Laugarvatni uggandi að setja eigi hælisleitendur í heilsuspillandi húsnæði Vinnumálastofnun hyggst hýsa tugi hælisleitenda á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, þrátt fyrir að heilbrigðiseftirlitið hafi varað við að húsnæðið geti verið heilsuspillandi og brunavarnir ekki í lagi. Sveitarstjóri segir það stóran bita fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti. 13. janúar 2023 12:00
Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum. 10. janúar 2023 16:03
Met slegið í komu flóttafólks í desember Flóttafólkið sem nú streymir til landsins sem aldrei fyrr kemur einkum frá frá Venesúela og Úkraínu. 28. desember 2022 14:27