Dómari tekur til skoðunar hvort vísa eigi hryðjuverkalið frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2023 13:44 Sveinn Andri og Sindri Snær að lokinni þingfestingu í dag. Vísir/Hulda Margrét Tveir karlmenn sem sæta ákæru fyrir skipulagningu hryðjuverka neituðu sök við þingfestingu málsins í dag. Þeir játuðu hluta ákærunnar sem sneri að vopnalagabrotum auk þess sem annar játaði fíkniefnabrot. Dómari ætlar að skoða hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að hryðjuverkabrotum. Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Í dag komu karlmennirnir tveir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur og tóku afstöðu til ákærunnar sem gefin var út fyrir um mánuði. Þeir Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson komu í dómsal með verjendum sínum í dag. Þeir huldu höfuð sín við komuna í héraðsdóm en hættu því þegar í dómsal var komið. Aðspurðir neituðu þeir báðir sök hvað varðaði skipulagningu hryðjuverka. Ákæruliðirnir sem snúa að vopnaframleiðslu, -sölu, -kaup og vörslu var nokkuð óljósari hvað varðaði afstöðu þeirra til meintra brota. Játuðu þeir suma liði en neituðu öðrum. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, sagði í samtali við fréttastofu að Daði Kristjánsson héraðsdómari hefði haft frumkvæði að því að frávísun hryðjuverkahluta málsins yrði tekin til umfjöllunar í dómsal. Málið verður tekið til umfjöllunar í dómsal fimmtudaginn 26. janúar. Aðspurður sagðist Sveinn Andri telja helmingslíkur að hryðjuverkahluta málsins yrði vísað frá. „Dómari velti vöngum yfir framgangi málsins og það barst í tal að eftir vill kynnu verjendur að gera kröfu um frávísun,“ segir Sveinn Andri. Ekki algengt en mun praktískara að fá á hreint „Dómari ákvað sjálfur að það yrði flutningur um formhlið málsins. Það sem hann á við með því er hvort það sé eitthvað í framsetningu ákærunnar sem leiðir til þess að ákærunni geti að einhverju leyti verið vísað frá. Þar er verið að horfa til fyrsta og annars kafla ákærunnar sem lýtur að tilraun eða undirbúningi hryðjuverkaathafna og hlutdeild í þeim.“ Vísaði dómari til 159. greinar sakamálalaga sem hljóðar svo: Við þingfestingu athugar dómari hvort gallar séu á máli sem geta varðað frávísun þess án kröfu. Þá þegar eða hvenær sem er eftir það getur dómari vísað máli frá dómi með úrskurði þótt engin krafa hafi komið fram um það ef hann telur svo bersýnilega annmarka á því sem ekki verði bætt úr undir rekstri þess að dómur verði ekki kveðinn upp um efni þess. Ef því er að skipta getur dómari kveðið á um frávísun máls að hluta og leyst úr efni þess að öðru leyti í dómi. Áður en máli verður vísað frá dómi skal ákæranda þó gefinn kostur á að tjá sig um málefnið munnlega, svo og ákærða hafi hann sótt þing í málinu. Sveinn Andri segir ekki algengt að dómari hafi slíkt frumkvæði. „Nei, þetta er ekki algengt. En þessi ágæti dómari er mjög nákvæmur. Hefur gert þetta í öðrum málum sem við erum með. Það er frekar sjaldgæft að dómari eigi frumkvæði að því að setja málið í slíkan formflutning fyrst. Það er auðvitað mun praktískara að fá botn í það hvort það sé eitthvað að ákærunni, sem gæti leitt til þess að hún sé ekki dómtæk, frekar en að vera með margra daga málflutning og henni síðan hent út.“ Aðspurður hvers vegna dómari stígi þetta skref segir hann það ekki hafa komið fram með beinum hætti. „Ég geri ráð fyrir að það sé það sem hefur verið dálítið í umræðunni hjá okkur verjendum við fjölmiðlamenn. Að þetta sé allt dálítið óljóst og loðið, til hvers er verið að vísa í ákærunni. Hryðjuverk sem beinist að ótilteknum hópi fólks á ótilteknum tíma. Eftir til vill er það það sem hann staðnæmist við.“ Athygli vekur að karlmenn sem eru grunaðir um tilraun til hryðjuverka ganga lausir. Munur á grúski á netinu og að fara í athafnir „Þetta er auðvitað þannig að til að fá menn í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna þarf rökstuddan grun. Síðan til að halda mönnum inni eins og var krafist á grundvelli almannahagsmuna þarf sterkan grun. Síðan þegar komið er í sakamál þarf sannanir svo yfir allan skynsamlegan vafa sé hafið. Við náðum ekki skrefi tvö sem var sterkur grunur, svo það er búið að úrskurða um það í Landsrétti. Það hvort aðalmeðferð ef til hennar kemur leiði það í ljós, það verður að koma í ljós,“ segir Sveinn Andri. Fram hefur komið að mennirnir ræddu að afla sér lögreglufatnaði í tengslum við að framkvæma ljótan verknað. Mennirnir hafa síðar sagt að um grín hafi verið að ræða þó Ísidór hafi sagst óttast hve alvarlega Sindra Snæ virtist vera. „Þeir voru ekki að afla sér lögregluskilríkja eða -fatnaðar. Menn verða að gera greinarmun á því að grúska um eitthvað á netinu eða beinlínis að fara í einhverjar athafnir til að afla sér hluta.“ Sindri Snær vildi ekki ræða við fréttamenn að lokinni þingfestingunni. „Honum líður illa og hefur liðið illa mjög lengi. Þetta er slæmur kafli í hans lífi,“ segir Sveinn Andri. Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Sindra Snæs, gaf ekki kost á viðtali við fréttastofu. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttastofa fylgdist með þingfestingu málsins í héraðsdómi í dag eins og sjá má í vaktinni að neðan.
Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Í dag komu karlmennirnir tveir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur og tóku afstöðu til ákærunnar sem gefin var út fyrir um mánuði. Þeir Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson komu í dómsal með verjendum sínum í dag. Þeir huldu höfuð sín við komuna í héraðsdóm en hættu því þegar í dómsal var komið. Aðspurðir neituðu þeir báðir sök hvað varðaði skipulagningu hryðjuverka. Ákæruliðirnir sem snúa að vopnaframleiðslu, -sölu, -kaup og vörslu var nokkuð óljósari hvað varðaði afstöðu þeirra til meintra brota. Játuðu þeir suma liði en neituðu öðrum. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, sagði í samtali við fréttastofu að Daði Kristjánsson héraðsdómari hefði haft frumkvæði að því að frávísun hryðjuverkahluta málsins yrði tekin til umfjöllunar í dómsal. Málið verður tekið til umfjöllunar í dómsal fimmtudaginn 26. janúar. Aðspurður sagðist Sveinn Andri telja helmingslíkur að hryðjuverkahluta málsins yrði vísað frá. „Dómari velti vöngum yfir framgangi málsins og það barst í tal að eftir vill kynnu verjendur að gera kröfu um frávísun,“ segir Sveinn Andri. Ekki algengt en mun praktískara að fá á hreint „Dómari ákvað sjálfur að það yrði flutningur um formhlið málsins. Það sem hann á við með því er hvort það sé eitthvað í framsetningu ákærunnar sem leiðir til þess að ákærunni geti að einhverju leyti verið vísað frá. Þar er verið að horfa til fyrsta og annars kafla ákærunnar sem lýtur að tilraun eða undirbúningi hryðjuverkaathafna og hlutdeild í þeim.“ Vísaði dómari til 159. greinar sakamálalaga sem hljóðar svo: Við þingfestingu athugar dómari hvort gallar séu á máli sem geta varðað frávísun þess án kröfu. Þá þegar eða hvenær sem er eftir það getur dómari vísað máli frá dómi með úrskurði þótt engin krafa hafi komið fram um það ef hann telur svo bersýnilega annmarka á því sem ekki verði bætt úr undir rekstri þess að dómur verði ekki kveðinn upp um efni þess. Ef því er að skipta getur dómari kveðið á um frávísun máls að hluta og leyst úr efni þess að öðru leyti í dómi. Áður en máli verður vísað frá dómi skal ákæranda þó gefinn kostur á að tjá sig um málefnið munnlega, svo og ákærða hafi hann sótt þing í málinu. Sveinn Andri segir ekki algengt að dómari hafi slíkt frumkvæði. „Nei, þetta er ekki algengt. En þessi ágæti dómari er mjög nákvæmur. Hefur gert þetta í öðrum málum sem við erum með. Það er frekar sjaldgæft að dómari eigi frumkvæði að því að setja málið í slíkan formflutning fyrst. Það er auðvitað mun praktískara að fá botn í það hvort það sé eitthvað að ákærunni, sem gæti leitt til þess að hún sé ekki dómtæk, frekar en að vera með margra daga málflutning og henni síðan hent út.“ Aðspurður hvers vegna dómari stígi þetta skref segir hann það ekki hafa komið fram með beinum hætti. „Ég geri ráð fyrir að það sé það sem hefur verið dálítið í umræðunni hjá okkur verjendum við fjölmiðlamenn. Að þetta sé allt dálítið óljóst og loðið, til hvers er verið að vísa í ákærunni. Hryðjuverk sem beinist að ótilteknum hópi fólks á ótilteknum tíma. Eftir til vill er það það sem hann staðnæmist við.“ Athygli vekur að karlmenn sem eru grunaðir um tilraun til hryðjuverka ganga lausir. Munur á grúski á netinu og að fara í athafnir „Þetta er auðvitað þannig að til að fá menn í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna þarf rökstuddan grun. Síðan til að halda mönnum inni eins og var krafist á grundvelli almannahagsmuna þarf sterkan grun. Síðan þegar komið er í sakamál þarf sannanir svo yfir allan skynsamlegan vafa sé hafið. Við náðum ekki skrefi tvö sem var sterkur grunur, svo það er búið að úrskurða um það í Landsrétti. Það hvort aðalmeðferð ef til hennar kemur leiði það í ljós, það verður að koma í ljós,“ segir Sveinn Andri. Fram hefur komið að mennirnir ræddu að afla sér lögreglufatnaði í tengslum við að framkvæma ljótan verknað. Mennirnir hafa síðar sagt að um grín hafi verið að ræða þó Ísidór hafi sagst óttast hve alvarlega Sindra Snæ virtist vera. „Þeir voru ekki að afla sér lögregluskilríkja eða -fatnaðar. Menn verða að gera greinarmun á því að grúska um eitthvað á netinu eða beinlínis að fara í einhverjar athafnir til að afla sér hluta.“ Sindri Snær vildi ekki ræða við fréttamenn að lokinni þingfestingunni. „Honum líður illa og hefur liðið illa mjög lengi. Þetta er slæmur kafli í hans lífi,“ segir Sveinn Andri. Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Sindra Snæs, gaf ekki kost á viðtali við fréttastofu. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttastofa fylgdist með þingfestingu málsins í héraðsdómi í dag eins og sjá má í vaktinni að neðan.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir Ganga lausir en grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Á blaðamannafundi var greint frá því að mennirnir hefðu verið grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mál gegn þeim verður þingfest klukkan 13 í dag en athygli vekur að dómstólar landsins telja mennina ekki hættulegri en svo að þeir ganga lausir. 18. janúar 2023 11:45 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira
Ganga lausir en grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Á blaðamannafundi var greint frá því að mennirnir hefðu verið grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mál gegn þeim verður þingfest klukkan 13 í dag en athygli vekur að dómstólar landsins telja mennina ekki hættulegri en svo að þeir ganga lausir. 18. janúar 2023 11:45