RÚV greinir frá þessu en læknirinn, Skúli Tómas Gunnlaugsson, var sendur í leyfi frá spítalanum í maí á síðasta ári. Skúli óskaði sjálfur eftir því að fara í leyfi. Hann starfar nú á bráðadagdeild spítalans í verkefnum og teymisskipulagi.
Þegar Skúli fór í leyfi í fyrra hafði hann endurheimt starfsréttindi sín að hluta eftir að hafa verið sviptur þeim við rannsókn málsins. Fyrr í þessum mánuði fékk hann útgefið rýmra starfsleyfi.
Skúli sætir enn lögreglurannsókn vegna gruns um að hafa valdið ótímabærum dauðsföllum. Grunur leikur á að hann sé ábyrgur fyrir rangri greiningu og meðferð sömu sjúklinga.