KR og Njarðvík spila bæði sinn þúsundasta leik í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2023 16:31 KR og Njarðvík hafa mæst oft enda einu liðin sem hafa verið með í úrvalsdeild frá því að hún var stofnuð. Vísir/Bára Dröfn Subway deild karla í körfubolta fer aftur af stað í kvöld eftir hlé vegna bikarúrslitavikunnar og þar ná tvö félög í deildinni sögulegum áfanga. Njarðvík og KR hafa bæði verið í úrvalsdeild karla allt síðan hún var stofnuð haustið 1978. Körfuboltáhugamaðurinn og tölfræðingurinn Rúnar Birgir Gíslason benti á það á Twitter að bæði félögin munu spila sinn þúsundasta leik í úrvalsdeild í kvöld. Var að reka augun í það að í þriðja sæti í deildarkeppninni er Keflavík. Keflavík mun spila sinn 900. leik á föstudag— Runar B Gislason (@rungis75) January 17, 2023 Njarðvíkingar mæta Hetti klukkan 18.15 og verða því aðeins á undan í þúsundasta leikinn en klukkan 19.15 bætast KR-ingar í hópinn þegar þeir taka á móti Breiðabliki. Njarðvíkingar hafa unnið 698 leiki af þessum 999 eða 69,9 prósent leikjanna en KR-ingar hafa unnið 626 af 999 eða 62,7 prósent sinna leikja. Njarðvíkingar gætu því fljótlega orðið fyrsta félagið til að vinna sjö hundruð leiki í úrvalsdeild en auk KR (626) þá hafa aðeins Keflvíkingar (630) náð að vinna yfir sex hundruð leiki síðan úrvalsdeildin var stofnuð. Keflvíkingar spila líka sögulegan leik í þessari umferð því leikur liðsins á móti Stjörnunni annað kvöld verður leikur númer níu hundruð hjá þeim í úrvalsdeild karla. Flestir leikir í úrvalsdeild karla (frá 1978/79) 1. Njarðvík 999 1. KR 999 3. Keflavík 899 4. ÍR 857 5. Grindavík 819 6. Haukar 789 7. Tindastóll 759 8. Valur 669 9. Skallagrímur 516 10. Þór Ak. 511 11. Snæfell 510 12. Stjarnan 363 13. Þór Þorl. 297 Tveir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Fyrst leikur Njarðvíkur og Hattar klukkan 18.15 og svo leikur Þór Þorlákshafnar og Hauka klukkan 20.15. Strax á eftir verða svo Subway tilþrifin á dagskrá þar sem farið verður yfir alla leiki kvöldsins. Á morgun eru síðan tvær beinar útsendingar og svo Subway Körfuboltakvöld í kjölfarið. Subway-deild karla KR UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Njarðvík og KR hafa bæði verið í úrvalsdeild karla allt síðan hún var stofnuð haustið 1978. Körfuboltáhugamaðurinn og tölfræðingurinn Rúnar Birgir Gíslason benti á það á Twitter að bæði félögin munu spila sinn þúsundasta leik í úrvalsdeild í kvöld. Var að reka augun í það að í þriðja sæti í deildarkeppninni er Keflavík. Keflavík mun spila sinn 900. leik á föstudag— Runar B Gislason (@rungis75) January 17, 2023 Njarðvíkingar mæta Hetti klukkan 18.15 og verða því aðeins á undan í þúsundasta leikinn en klukkan 19.15 bætast KR-ingar í hópinn þegar þeir taka á móti Breiðabliki. Njarðvíkingar hafa unnið 698 leiki af þessum 999 eða 69,9 prósent leikjanna en KR-ingar hafa unnið 626 af 999 eða 62,7 prósent sinna leikja. Njarðvíkingar gætu því fljótlega orðið fyrsta félagið til að vinna sjö hundruð leiki í úrvalsdeild en auk KR (626) þá hafa aðeins Keflvíkingar (630) náð að vinna yfir sex hundruð leiki síðan úrvalsdeildin var stofnuð. Keflvíkingar spila líka sögulegan leik í þessari umferð því leikur liðsins á móti Stjörnunni annað kvöld verður leikur númer níu hundruð hjá þeim í úrvalsdeild karla. Flestir leikir í úrvalsdeild karla (frá 1978/79) 1. Njarðvík 999 1. KR 999 3. Keflavík 899 4. ÍR 857 5. Grindavík 819 6. Haukar 789 7. Tindastóll 759 8. Valur 669 9. Skallagrímur 516 10. Þór Ak. 511 11. Snæfell 510 12. Stjarnan 363 13. Þór Þorl. 297 Tveir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Fyrst leikur Njarðvíkur og Hattar klukkan 18.15 og svo leikur Þór Þorlákshafnar og Hauka klukkan 20.15. Strax á eftir verða svo Subway tilþrifin á dagskrá þar sem farið verður yfir alla leiki kvöldsins. Á morgun eru síðan tvær beinar útsendingar og svo Subway Körfuboltakvöld í kjölfarið.
Flestir leikir í úrvalsdeild karla (frá 1978/79) 1. Njarðvík 999 1. KR 999 3. Keflavík 899 4. ÍR 857 5. Grindavík 819 6. Haukar 789 7. Tindastóll 759 8. Valur 669 9. Skallagrímur 516 10. Þór Ak. 511 11. Snæfell 510 12. Stjarnan 363 13. Þór Þorl. 297
Subway-deild karla KR UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum