Dæmdur fyrir þjófnaði á Selfossi og svik á Facebook-síðunni Reiðhjól til sölu Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2023 11:01 Öll brot mannsins sem hann var ákærður fyrir voru framin í október 2020. Maðurinn á langan sakaferil að baki. Vísir/Magnús Hlynur Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í níutíu daga fangelsi, meðal annars fyrir að hafa látið konu millifæra upphæð inn á reikning vegna kaupa á reiðhjóli. Maðurinn hafði auglýst hjólið – fulldempað TREK-fjallahjól – á Facebook-síðunni Reiðhjól til sölu, en afhenti hjólið aldrei. Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi svikið konuna með því að láta hana leggja 15 þúsund krónur inn á reikning hans í tveimur færslum í október 2020. Hann hafi hins vegar aldrei afhent hjólið eða átt það til. Maðurinn var sömuleiðis dæmdur fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn um glugga á gistiheimilinu Gesthúsi á Selfossi og stolið þar meðal annars farsíma, fartölvu, lesbretti, Rolex-úrum, bakpokum, skóm, peysu, inniskóm, sólgleraugum, leðurveski og sígarettum. Áætlað verðmæti þýfisins var að lágmarki tvær milljónir króna, en auk þess stal maðurinn átta þúsund krónum í reiðufé. Hann var einnig ákærður fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn um glugga á hesthúsi á Selfossi og stolið þaðan tveimur úlpum og hátalara og stolið veltisög af sólpalli annars húss á Selfossi. Öll brotin voru framin í október 2020 og játaði maðurinn skýlaust að hafa gerst sekur um þau brot sem rakin voru í ákæru. Í dómi kemur fram að maðurinn hafi átján sinnum áður verið fundinn sekur um refsivert athæfi, þar af níu sinnum vegna auðgunarbrota. Hann hefur margoft verið dæmdur til fangelsisvistar vegna brota hér á landi, en einnig í Austurríki, Danmörku og Svíþjóð. Dómari taldi hæfileg refsing nú vera níutíu daga fangelsi en ekki þótti ástæða til að skilorðsbinda refsinguna. Manninum var jafnframt gert að greiða um 600 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Árborg Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Maðurinn sem féll í ána er látinn Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Sjá meira
Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi svikið konuna með því að láta hana leggja 15 þúsund krónur inn á reikning hans í tveimur færslum í október 2020. Hann hafi hins vegar aldrei afhent hjólið eða átt það til. Maðurinn var sömuleiðis dæmdur fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn um glugga á gistiheimilinu Gesthúsi á Selfossi og stolið þar meðal annars farsíma, fartölvu, lesbretti, Rolex-úrum, bakpokum, skóm, peysu, inniskóm, sólgleraugum, leðurveski og sígarettum. Áætlað verðmæti þýfisins var að lágmarki tvær milljónir króna, en auk þess stal maðurinn átta þúsund krónum í reiðufé. Hann var einnig ákærður fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn um glugga á hesthúsi á Selfossi og stolið þaðan tveimur úlpum og hátalara og stolið veltisög af sólpalli annars húss á Selfossi. Öll brotin voru framin í október 2020 og játaði maðurinn skýlaust að hafa gerst sekur um þau brot sem rakin voru í ákæru. Í dómi kemur fram að maðurinn hafi átján sinnum áður verið fundinn sekur um refsivert athæfi, þar af níu sinnum vegna auðgunarbrota. Hann hefur margoft verið dæmdur til fangelsisvistar vegna brota hér á landi, en einnig í Austurríki, Danmörku og Svíþjóð. Dómari taldi hæfileg refsing nú vera níutíu daga fangelsi en ekki þótti ástæða til að skilorðsbinda refsinguna. Manninum var jafnframt gert að greiða um 600 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Árborg Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Maðurinn sem féll í ána er látinn Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Sjá meira