„Merkilegt ef við ætlum að skjóta skjólshúsi yfir skattaflóttafólk frá Noregi“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. janúar 2023 13:00 Jón Kaldal talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins segir hugmyndir SFS um möguleika til framleiðsluaukningar á eldisfiski í sjó fjarstæðukenndar. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri samtakanna segir mögulegt að margfalda framleiðslu á eldisfiski í sjó. Vísir Talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins telur hugmyndir SFS um að margfalda sjókvíaeldi villandi, umhverfisáhrifin af því séu ekki verjanleg. Norsk fiskeldisfyrirtæki flýi hingað því skattaumhverfið sé hagstæðara en í Noregi og taki svo hagnaðinn aftur heim. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sagði í fréttum okkar í gær raunhæft að áætla að á næstu áratugum verði hægt að framleiða níu sinnum meira af eldisfiski í sjó hér á landi en nú er. Með landeldi væri hægt að tólffalda framleiðsluna. Þetta væri niðurstaða samtakanna eftir skýrslu frá ráðgjafafyrirtækinu McKinsey. Þá fagnaði hún fjárfestingu Norðmanna í fiskeldi hér á landi. Jón Kaldal talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins sem talar fyrir verndun íslenska laxastofnsins segir þessar hugmyndir fjarstæðukenndar. „Ég tel engar líkur á að þetta raungerist. Þetta er frekar eitthvað sem verið er að villa um fyrir almenningi og mögulega stjórnvöldum. Innanbúðarmenn í sjókvíaeldisfyrirtækjunum hafa sjálfir margir hverjir lagt fram það raunhæfa mat að sjókvíaeldi í núverandi mynd í netpokum muni heyra sögunni til kringum árið 2030. Einfaldlega vegna þess að umhverfisáhrifin eru ekki verjanleg,“ segir Jón. Hann segir þessar tölur líka fjarri mati Hafrannsóknarstofnunar. „Það liggur fyrir af hálfu Hafrannsóknarstofnunar áhættumat um erfðablöndun sem á að vera til varnar villtum laxi. Þar kemur fram að hámarks framleiðsla hér geti verið 106 þúsund tonn á ári,“ segir hann. Jón segir að endurskoða eigi áhættumatið á þessu ári og telur að þar verði einnig tekið tillit til sleppingarslysa úr sjókvíaeldi. „Til að setja þetta í samhengi þá sluppu úr einni sjókví í Arnarfirði 88 þúsund eldislaxar. Allur villti stofninn er í kringum 60 þúsund fiskar. Þetta er þegar farið að skaða íslenskt lífríki verulega,“ segir hann. Skattaparadísin Ísland SFS telur að verði framleiðsluaukning að veruleika muni mögulegt útflutningsverðmæti hljóða upp á 450 milljarða íslenskra króna. Jón efast um þessar tölur. Norðmenn eigi langstærstan hluta íslenskra sjókvíaeldisfyrirtækja. „Norðmenn eiga held ég tæplega níutíu prósent af íslensku sjókvíeldisfyrirtækjunum. Peningarnir í þessari starfsemi hér koma frá erlendu móðurfélögunum og arðurinn fer þangað líka. Norðmenn eru núna að flýja Noreg því auðlindaskatturinn þar fer í 40 prósent. Fulltrúar stærstu sjókvíaeldisfyrirtækja heims frá Noregi eins og Mowis og Salmar hafa talað um að skattumhverfi í Noregi sé að verða þeim óhagstætt og þeir líti hýru auga til vaxtar á Íslandi og Skotlandi. Það er merkilegt ef við ætlum að skjóta skjólshúsi yfir skattaflóttafólk frá Noregi vegna þess að Íslendingar hafa ekki haft vit á því að rukka nóg fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar,“ segir Jón að lokum. Fiskeldi Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Sjókvíaeldi Landeldi Tengdar fréttir Norska skattaflóttafólkið og fyrirheitna landið Ísland Ísland er nú orðið fyrirheitna landið í augum ríkasta fólks Noregs sem hefur á undanförnum mánuðum flúið land í stórum stíl. Eða réttara sagt fyrirtækjarekstur á Íslandi er það sem heillar því þetta fólk ætlar ekki að borga skatt hér, frekar en í heimalandi sínu. 19. janúar 2023 11:30 SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur raunhæft að á næstu áratugum verði hægt að framleiða tólf sinnum meira af eldisfiski hér á landi en nú er. Hún fagnar aukinni fjárfestingu Norðmanna í fiskeldi hér á landi. 18. janúar 2023 15:10 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sagði í fréttum okkar í gær raunhæft að áætla að á næstu áratugum verði hægt að framleiða níu sinnum meira af eldisfiski í sjó hér á landi en nú er. Með landeldi væri hægt að tólffalda framleiðsluna. Þetta væri niðurstaða samtakanna eftir skýrslu frá ráðgjafafyrirtækinu McKinsey. Þá fagnaði hún fjárfestingu Norðmanna í fiskeldi hér á landi. Jón Kaldal talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins sem talar fyrir verndun íslenska laxastofnsins segir þessar hugmyndir fjarstæðukenndar. „Ég tel engar líkur á að þetta raungerist. Þetta er frekar eitthvað sem verið er að villa um fyrir almenningi og mögulega stjórnvöldum. Innanbúðarmenn í sjókvíaeldisfyrirtækjunum hafa sjálfir margir hverjir lagt fram það raunhæfa mat að sjókvíaeldi í núverandi mynd í netpokum muni heyra sögunni til kringum árið 2030. Einfaldlega vegna þess að umhverfisáhrifin eru ekki verjanleg,“ segir Jón. Hann segir þessar tölur líka fjarri mati Hafrannsóknarstofnunar. „Það liggur fyrir af hálfu Hafrannsóknarstofnunar áhættumat um erfðablöndun sem á að vera til varnar villtum laxi. Þar kemur fram að hámarks framleiðsla hér geti verið 106 þúsund tonn á ári,“ segir hann. Jón segir að endurskoða eigi áhættumatið á þessu ári og telur að þar verði einnig tekið tillit til sleppingarslysa úr sjókvíaeldi. „Til að setja þetta í samhengi þá sluppu úr einni sjókví í Arnarfirði 88 þúsund eldislaxar. Allur villti stofninn er í kringum 60 þúsund fiskar. Þetta er þegar farið að skaða íslenskt lífríki verulega,“ segir hann. Skattaparadísin Ísland SFS telur að verði framleiðsluaukning að veruleika muni mögulegt útflutningsverðmæti hljóða upp á 450 milljarða íslenskra króna. Jón efast um þessar tölur. Norðmenn eigi langstærstan hluta íslenskra sjókvíaeldisfyrirtækja. „Norðmenn eiga held ég tæplega níutíu prósent af íslensku sjókvíeldisfyrirtækjunum. Peningarnir í þessari starfsemi hér koma frá erlendu móðurfélögunum og arðurinn fer þangað líka. Norðmenn eru núna að flýja Noreg því auðlindaskatturinn þar fer í 40 prósent. Fulltrúar stærstu sjókvíaeldisfyrirtækja heims frá Noregi eins og Mowis og Salmar hafa talað um að skattumhverfi í Noregi sé að verða þeim óhagstætt og þeir líti hýru auga til vaxtar á Íslandi og Skotlandi. Það er merkilegt ef við ætlum að skjóta skjólshúsi yfir skattaflóttafólk frá Noregi vegna þess að Íslendingar hafa ekki haft vit á því að rukka nóg fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar,“ segir Jón að lokum.
Fiskeldi Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Sjókvíaeldi Landeldi Tengdar fréttir Norska skattaflóttafólkið og fyrirheitna landið Ísland Ísland er nú orðið fyrirheitna landið í augum ríkasta fólks Noregs sem hefur á undanförnum mánuðum flúið land í stórum stíl. Eða réttara sagt fyrirtækjarekstur á Íslandi er það sem heillar því þetta fólk ætlar ekki að borga skatt hér, frekar en í heimalandi sínu. 19. janúar 2023 11:30 SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur raunhæft að á næstu áratugum verði hægt að framleiða tólf sinnum meira af eldisfiski hér á landi en nú er. Hún fagnar aukinni fjárfestingu Norðmanna í fiskeldi hér á landi. 18. janúar 2023 15:10 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Norska skattaflóttafólkið og fyrirheitna landið Ísland Ísland er nú orðið fyrirheitna landið í augum ríkasta fólks Noregs sem hefur á undanförnum mánuðum flúið land í stórum stíl. Eða réttara sagt fyrirtækjarekstur á Íslandi er það sem heillar því þetta fólk ætlar ekki að borga skatt hér, frekar en í heimalandi sínu. 19. janúar 2023 11:30
SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi telur raunhæft að á næstu áratugum verði hægt að framleiða tólf sinnum meira af eldisfiski hér á landi en nú er. Hún fagnar aukinni fjárfestingu Norðmanna í fiskeldi hér á landi. 18. janúar 2023 15:10