Koma verði í ljós hvort holræsakerfi ráði við morgundaginn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. janúar 2023 21:00 Hjalti Jóhannes Guðmundsson er skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson Koma verður í ljós hvort holræsakerfi borgarinnar ráði við asahlákuna sem spáð er á morgun. Þetta segir skrifstofustjóri hjá borginni sem hvetur fólk til að hreinsa frá niðurföllum í kvöld en sitja inni og spila lúdó á morgun. Eftir það sem margir kalla allt of langan frostkafla má gera ráð fyrir allt að tíu stiga hita á morgun og mikilli rigningu. Asahláku er spáð um allt land og hefur Veðurstofa Íslands gefið út gular viðvaranir sem taka gildi í fyrramálið og vara fram á laugardag. Töluverðri hálku er spáð um land allt og reikna má með hviðum allt að fjörutíu metrum á sekúndu á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli í fyrramálið. Grafa þyrfti betur frá þessu niðurfalli.Vísir/Egill Asahláka, sem verður að teljast orð dagsins, eru snöggleg hlýindi og geta skapað flóðaástand og er fólk því minnt á að huga að niðurföllum svo vatn komist leiðar sinnar og valdi ekki tjóni. Einmitt eins og sést í fréttinni. Undanfarna daga hafa fulltrúar borgarinnar unnið að því að moka snjó frá niðurföllum í láglendi og hefur hann verið fluttur á Skarfabakka. Fulltrúar hjá Reykjavíkurborg hafa staðið í ströngu undanfarna daga við að hreinsa snjó af götum.Vísir/Egill „Það sem við erum að gera núna er að við munum manna stöðvarnar okkar. Útstöðvarnar, þannig að við getum brugðist við ef eitthvað ástand kemur upp seinnipartinn á morgun fram á föstudagskvöld og svo aftur á laugardagsmorgun,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins. Snjónum er varpað út á sjó.Vísir/Egill Hjalti bendir fólki á að hafa samband í gegnum ábendingavef Reykjavíkurborgar ef flóðaástand skapast. Eiga kerfin okkar að ráða við þetta? „Já og nei það er bara hannað fyrir eitthvað svona meðaltalsástand þannig ef það koma svona skyndileg flóð, mikil úrkoma á stuttum tíma. Bæði geta verið stífluð niðurföll og svo úrkoma það mikil að kerfin ráða ekki við það og þá er það bara okkar að leysa úr því með handaflinu í raun og veru.“ Bílar þurfa sumir að bíða eftir því að fá að afferma snjó.Vísir/Egill Hann hvetur fólk til að hafa nærumhverfið í huga, hreinsa frá niðurföllum og láta vita ef flóðaástand skapast. „Og svo líka bara að fara varlega. Í svona ástandi þá er kannski stundum best að sitja heima og spila lúdó.“ Hér sést nokkuð vel að snjóklumpar fljóta um í sjónum.Vísir/Egill Veður Reykjavík Tengdar fréttir Hvetur fólk til að hafa samband skapist flóðaástand Asahláku er spáð um allt land á morgun og hefur Veðurstofan gefið út gular viðvaranir vegna veðurs. Fólk er hvatt til að hreinsa frá niðurföllum til að tryggja að vatn eigi greiða leið þegar snjór og klaki bráðnar á morgun. 19. janúar 2023 13:46 Reikna með allt að 40 metrum á sekúndum á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli Reikna má með að mjög hvasst verði á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli í fyrramálið þegar suðaustanstormur gengur yfir suðvestanvert landið. 19. janúar 2023 10:21 Slökkviliðið varar við varhugaverðu ástandi á morgun Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem það vara við því að varhugavert ástand geti skapast á morgun, þegar Veðurstofa spáir asahláku í kjölfar hlýnandi veðurs. 19. janúar 2023 07:31 Seinnipartinn má sjá fyrstu merki breytinga í veðurkerfinu Veðurstofan spáir norðaustlægri eða breytilegri átt í dag, víðast fimm til þrettán metrum á sekúndu. Léttskýjað verður um sunnanvert landið en stöku él fyrir norðan fram eftir degi. 19. janúar 2023 07:09 Asahláka, flughálka og stormur frá föstudegi til laugardags Asahláku er spáð um allt land á föstudaginn næstkomandi. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna þessa sem gilda frá föstudagsmorgni og fram á laugardag. 18. janúar 2023 17:46 Óttast flóð í Ölfusá vegna mikillar hláku framundan Formaður Almannavarnaráðs Árborgar hvetur íbúa á Selfossi að vera ekki á óþarfa vappi í kringum Ölfusá á föstudaginn þegar spáð er asahláku á svæðinu. Elstu menn muna ekki jafn mikinn klaka í ánni eins og þessa dagana. 17. janúar 2023 21:30 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Sjá meira
Eftir það sem margir kalla allt of langan frostkafla má gera ráð fyrir allt að tíu stiga hita á morgun og mikilli rigningu. Asahláku er spáð um allt land og hefur Veðurstofa Íslands gefið út gular viðvaranir sem taka gildi í fyrramálið og vara fram á laugardag. Töluverðri hálku er spáð um land allt og reikna má með hviðum allt að fjörutíu metrum á sekúndu á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli í fyrramálið. Grafa þyrfti betur frá þessu niðurfalli.Vísir/Egill Asahláka, sem verður að teljast orð dagsins, eru snöggleg hlýindi og geta skapað flóðaástand og er fólk því minnt á að huga að niðurföllum svo vatn komist leiðar sinnar og valdi ekki tjóni. Einmitt eins og sést í fréttinni. Undanfarna daga hafa fulltrúar borgarinnar unnið að því að moka snjó frá niðurföllum í láglendi og hefur hann verið fluttur á Skarfabakka. Fulltrúar hjá Reykjavíkurborg hafa staðið í ströngu undanfarna daga við að hreinsa snjó af götum.Vísir/Egill „Það sem við erum að gera núna er að við munum manna stöðvarnar okkar. Útstöðvarnar, þannig að við getum brugðist við ef eitthvað ástand kemur upp seinnipartinn á morgun fram á föstudagskvöld og svo aftur á laugardagsmorgun,“ segir Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins. Snjónum er varpað út á sjó.Vísir/Egill Hjalti bendir fólki á að hafa samband í gegnum ábendingavef Reykjavíkurborgar ef flóðaástand skapast. Eiga kerfin okkar að ráða við þetta? „Já og nei það er bara hannað fyrir eitthvað svona meðaltalsástand þannig ef það koma svona skyndileg flóð, mikil úrkoma á stuttum tíma. Bæði geta verið stífluð niðurföll og svo úrkoma það mikil að kerfin ráða ekki við það og þá er það bara okkar að leysa úr því með handaflinu í raun og veru.“ Bílar þurfa sumir að bíða eftir því að fá að afferma snjó.Vísir/Egill Hann hvetur fólk til að hafa nærumhverfið í huga, hreinsa frá niðurföllum og láta vita ef flóðaástand skapast. „Og svo líka bara að fara varlega. Í svona ástandi þá er kannski stundum best að sitja heima og spila lúdó.“ Hér sést nokkuð vel að snjóklumpar fljóta um í sjónum.Vísir/Egill
Veður Reykjavík Tengdar fréttir Hvetur fólk til að hafa samband skapist flóðaástand Asahláku er spáð um allt land á morgun og hefur Veðurstofan gefið út gular viðvaranir vegna veðurs. Fólk er hvatt til að hreinsa frá niðurföllum til að tryggja að vatn eigi greiða leið þegar snjór og klaki bráðnar á morgun. 19. janúar 2023 13:46 Reikna með allt að 40 metrum á sekúndum á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli Reikna má með að mjög hvasst verði á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli í fyrramálið þegar suðaustanstormur gengur yfir suðvestanvert landið. 19. janúar 2023 10:21 Slökkviliðið varar við varhugaverðu ástandi á morgun Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem það vara við því að varhugavert ástand geti skapast á morgun, þegar Veðurstofa spáir asahláku í kjölfar hlýnandi veðurs. 19. janúar 2023 07:31 Seinnipartinn má sjá fyrstu merki breytinga í veðurkerfinu Veðurstofan spáir norðaustlægri eða breytilegri átt í dag, víðast fimm til þrettán metrum á sekúndu. Léttskýjað verður um sunnanvert landið en stöku él fyrir norðan fram eftir degi. 19. janúar 2023 07:09 Asahláka, flughálka og stormur frá föstudegi til laugardags Asahláku er spáð um allt land á föstudaginn næstkomandi. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna þessa sem gilda frá föstudagsmorgni og fram á laugardag. 18. janúar 2023 17:46 Óttast flóð í Ölfusá vegna mikillar hláku framundan Formaður Almannavarnaráðs Árborgar hvetur íbúa á Selfossi að vera ekki á óþarfa vappi í kringum Ölfusá á föstudaginn þegar spáð er asahláku á svæðinu. Elstu menn muna ekki jafn mikinn klaka í ánni eins og þessa dagana. 17. janúar 2023 21:30 Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Sjá meira
Hvetur fólk til að hafa samband skapist flóðaástand Asahláku er spáð um allt land á morgun og hefur Veðurstofan gefið út gular viðvaranir vegna veðurs. Fólk er hvatt til að hreinsa frá niðurföllum til að tryggja að vatn eigi greiða leið þegar snjór og klaki bráðnar á morgun. 19. janúar 2023 13:46
Reikna með allt að 40 metrum á sekúndum á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli Reikna má með að mjög hvasst verði á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli í fyrramálið þegar suðaustanstormur gengur yfir suðvestanvert landið. 19. janúar 2023 10:21
Slökkviliðið varar við varhugaverðu ástandi á morgun Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem það vara við því að varhugavert ástand geti skapast á morgun, þegar Veðurstofa spáir asahláku í kjölfar hlýnandi veðurs. 19. janúar 2023 07:31
Seinnipartinn má sjá fyrstu merki breytinga í veðurkerfinu Veðurstofan spáir norðaustlægri eða breytilegri átt í dag, víðast fimm til þrettán metrum á sekúndu. Léttskýjað verður um sunnanvert landið en stöku él fyrir norðan fram eftir degi. 19. janúar 2023 07:09
Asahláka, flughálka og stormur frá föstudegi til laugardags Asahláku er spáð um allt land á föstudaginn næstkomandi. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna þessa sem gilda frá föstudagsmorgni og fram á laugardag. 18. janúar 2023 17:46
Óttast flóð í Ölfusá vegna mikillar hláku framundan Formaður Almannavarnaráðs Árborgar hvetur íbúa á Selfossi að vera ekki á óþarfa vappi í kringum Ölfusá á föstudaginn þegar spáð er asahláku á svæðinu. Elstu menn muna ekki jafn mikinn klaka í ánni eins og þessa dagana. 17. janúar 2023 21:30