Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2023 15:56 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, heimsótti Mont-de-Marsan herstöðina í suðvesturhluta Frakklands í dag. Þar hélt hann ræðu þar sem hann opinberaði áætlun sína um mikla aukningu í fjárútlátum til varnarmála. AP/Bob Edme Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. Lauslega reiknað samsvara 413 milljarðar evra um 64 billjónum króna. Forsetinn segir að með aukningunni vilji hann tryggja frelsi, öryggi og velmegun Frakka og í senn tryggja sess Frakklands á heimssviðinu. Fara á í nútímavæðingu og hernaðaruppbyggingu til að tryggja að Frakkar gætu staðið í hefðbundnu stríði og sagði Macron að undanfarna áratugi hefði ekki verið fjárfest nóg í herafla Frakklands. „Frakkland hefur og mun eiga heri tilbúna til að takast á við áskoranir aldarinnar,“ hefur France24 eftir Macron úr ræðu sem hann hélt í dag. "This is the price of our children's security, of a long history of glory and freedom, the next chapters of which we must write," says #Macron about the increased budget for the armed forces pic.twitter.com/WZgkShcsfu— FRANCE 24 English (@France24_en) January 20, 2023 Macron vísaði meðal annars í innrás Rússa í Úkraínu og sagði Frakkland þurfa að vera tilbúið fyrir margskonar ógnanir. Þar nefndi hann meðal annars óhefðbundinn stríðsrekstur, tölvuárásir á mikilvæga innviði og áframhaldandi ógn frá hryðjuverkahópum. Vill nútímavæða kjarnorkuvopn Forsetinn kallaði einnig eftir nútímavæðingu á kjarnorkuvopnum Frakklands og sagði að hernaðarstefna Frakklands ætti að styrkja stöðu ríkisins sem sjálfstætt stórveldi. Frakkland er eina kjarnorkuveldi Evrópusambandsins, eftir úrgöngu Bretlands úr sambandinu. AP fréttaveitan segir að meðal annars eigi einnig að auka fjárútlát til leyniþjónusta Frakklands um 60 prósent, tvöfalda fjölda hermanna í varaliði Frakklands, styrkja tölvuvarnir og þróa ný fjarstýrð vopn. Macron vill einnig betrumbæta kafbátaflota Frakklands og tryggja að hann dugi til að vernda neðansjávarkapla á miklu dýpi. Talaði ekki um skriðdreka til Úkraínu Forsetinn ræddi stríðið í Úkraínu ekki með beinum hætti og sagði ekkert um beiðni Úkraínumanna um Leclerc skriðdreka. Frakkar hafa samkvæmt yfirvöldum þar sent Úkraínumönnum 18 Ceasar stórskotaliðsvopn, sex TRF1 fallbyssur, tvo Crotale loftvarnarkerfi, eldflaugar, skotfæri, brynvarin farartæki til hermannaflutninga, matvæli, lyf og læknabúnað, og ýmislegt annað. Sjá einnig: Samþykkja ekki enn skriðdrekasendingar til Úkraínu Þá tilkynntu Frakkar nýverið að brynvarin farartæki sem kallast AMX-10 yrðu send til Úkraínumanna. Það eru farartæki á hjólum sem bera stórar byssur eins og skriðdrekar. Þau eru hönnuð til skyndiárása og eftirlits. Frakkar vinna einnig að því að þjálfa minnst tvö þúsund úkraínska hermenn. Frakkland Hernaður NATO Úkraína Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Lauslega reiknað samsvara 413 milljarðar evra um 64 billjónum króna. Forsetinn segir að með aukningunni vilji hann tryggja frelsi, öryggi og velmegun Frakka og í senn tryggja sess Frakklands á heimssviðinu. Fara á í nútímavæðingu og hernaðaruppbyggingu til að tryggja að Frakkar gætu staðið í hefðbundnu stríði og sagði Macron að undanfarna áratugi hefði ekki verið fjárfest nóg í herafla Frakklands. „Frakkland hefur og mun eiga heri tilbúna til að takast á við áskoranir aldarinnar,“ hefur France24 eftir Macron úr ræðu sem hann hélt í dag. "This is the price of our children's security, of a long history of glory and freedom, the next chapters of which we must write," says #Macron about the increased budget for the armed forces pic.twitter.com/WZgkShcsfu— FRANCE 24 English (@France24_en) January 20, 2023 Macron vísaði meðal annars í innrás Rússa í Úkraínu og sagði Frakkland þurfa að vera tilbúið fyrir margskonar ógnanir. Þar nefndi hann meðal annars óhefðbundinn stríðsrekstur, tölvuárásir á mikilvæga innviði og áframhaldandi ógn frá hryðjuverkahópum. Vill nútímavæða kjarnorkuvopn Forsetinn kallaði einnig eftir nútímavæðingu á kjarnorkuvopnum Frakklands og sagði að hernaðarstefna Frakklands ætti að styrkja stöðu ríkisins sem sjálfstætt stórveldi. Frakkland er eina kjarnorkuveldi Evrópusambandsins, eftir úrgöngu Bretlands úr sambandinu. AP fréttaveitan segir að meðal annars eigi einnig að auka fjárútlát til leyniþjónusta Frakklands um 60 prósent, tvöfalda fjölda hermanna í varaliði Frakklands, styrkja tölvuvarnir og þróa ný fjarstýrð vopn. Macron vill einnig betrumbæta kafbátaflota Frakklands og tryggja að hann dugi til að vernda neðansjávarkapla á miklu dýpi. Talaði ekki um skriðdreka til Úkraínu Forsetinn ræddi stríðið í Úkraínu ekki með beinum hætti og sagði ekkert um beiðni Úkraínumanna um Leclerc skriðdreka. Frakkar hafa samkvæmt yfirvöldum þar sent Úkraínumönnum 18 Ceasar stórskotaliðsvopn, sex TRF1 fallbyssur, tvo Crotale loftvarnarkerfi, eldflaugar, skotfæri, brynvarin farartæki til hermannaflutninga, matvæli, lyf og læknabúnað, og ýmislegt annað. Sjá einnig: Samþykkja ekki enn skriðdrekasendingar til Úkraínu Þá tilkynntu Frakkar nýverið að brynvarin farartæki sem kallast AMX-10 yrðu send til Úkraínumanna. Það eru farartæki á hjólum sem bera stórar byssur eins og skriðdrekar. Þau eru hönnuð til skyndiárása og eftirlits. Frakkar vinna einnig að því að þjálfa minnst tvö þúsund úkraínska hermenn.
Frakkland Hernaður NATO Úkraína Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira