Ár flæddu hvergi yfir bakka sína á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. janúar 2023 21:30 Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að engin teljandi vandræði hafi komið upp á á Suðurland í dag vegna rigninga og hlýinda. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ekki flæddi yfir bakka neinna áa á Suðurlandi í dag og mikil rigning hafði hvergi teljanleg áhrif á svæðinu. Ölfusá við Selfoss hefur hagað sér vel en áfram verður þó fylgst grannt með rennsli árinnar en ekki hefur sést eins mikill ís í ánni í hálfa öld. Steinar Guðjónsson flugmaður á Selfossi flaug yfir Ölfusá í gær og tók þá þessar flottu myndir en á þeim sést að mjög mikill ís er í ánni og er það í raun mat heimamanna að hann hafi ekki verið jafn mikill í a.m.k. 50 ár. Það hafði þó ekki áhrif á rennslið í dag, áin var ekkert ólík sjálfri sér. „Eins og þú sérð þá rennur nokkuð ljúft um Ölfusá hérna fyrir ofan okkur og ekki mikill ís að koma fram. Ég hef ekki heyrt af því að það sé að flæða upp á bakka í Hvítá og er á meðan er. Það væri ánægjulegt ef þetta gengi svona út þennan hlýindakafla og að það myndi losna um ís í ánum bara í rólegheitum,” segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Oddur segir að ekkert markvert hafi komið inn á borð lögreglu í dag, sem tengist veðrinu og rigningunni. „Við vitum ekki um teljandi vandræði. Ég veit að Brunavarnir Árnessýslu hafa farið í þrjú verkefni núna eftir hádegið þar sem er minni háttar vatnstjón, þar sem ekki hefur verið hreinsað frá niðurföllum en að öðru leyti hefur þetta bara gengið vel,” bætir Oddur við. Starfsmenn Árborgar að setja salt í eitt af fjölmörgum niðurföllum í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En var ekki bara veðrið miklu betra en menn áttu von á og það rigndi miklu minna en reiknað var með eða hvað? „Þetta er nú þannig að þetta er náttúran, sem við erum að eiga við og við ráðum illa við hana ef hún fer í ham,” segir Oddur. Árborg Veður Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Steinar Guðjónsson flugmaður á Selfossi flaug yfir Ölfusá í gær og tók þá þessar flottu myndir en á þeim sést að mjög mikill ís er í ánni og er það í raun mat heimamanna að hann hafi ekki verið jafn mikill í a.m.k. 50 ár. Það hafði þó ekki áhrif á rennslið í dag, áin var ekkert ólík sjálfri sér. „Eins og þú sérð þá rennur nokkuð ljúft um Ölfusá hérna fyrir ofan okkur og ekki mikill ís að koma fram. Ég hef ekki heyrt af því að það sé að flæða upp á bakka í Hvítá og er á meðan er. Það væri ánægjulegt ef þetta gengi svona út þennan hlýindakafla og að það myndi losna um ís í ánum bara í rólegheitum,” segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Oddur segir að ekkert markvert hafi komið inn á borð lögreglu í dag, sem tengist veðrinu og rigningunni. „Við vitum ekki um teljandi vandræði. Ég veit að Brunavarnir Árnessýslu hafa farið í þrjú verkefni núna eftir hádegið þar sem er minni háttar vatnstjón, þar sem ekki hefur verið hreinsað frá niðurföllum en að öðru leyti hefur þetta bara gengið vel,” bætir Oddur við. Starfsmenn Árborgar að setja salt í eitt af fjölmörgum niðurföllum í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En var ekki bara veðrið miklu betra en menn áttu von á og það rigndi miklu minna en reiknað var með eða hvað? „Þetta er nú þannig að þetta er náttúran, sem við erum að eiga við og við ráðum illa við hana ef hún fer í ham,” segir Oddur.
Árborg Veður Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira