14. umferð CS:GO | Toppbaráttan herðist | Ofurlaugardagur í kvöld Snorri Rafn Hallsson skrifar 21. janúar 2023 12:52 Fjórar umferðir eru eftir af Ljósleiðaradeildinni í CS:GO og hart verður barist um fjögur efstu sætin í kvöld. Leikir vikunnar LAVA 15 – 19 FH Fyrsti leikur 14 umferðar var á milli FH og LAVA í Nuke. Lava hóf leikinn í vörn og náði snemma góðu forskoti, 7–2. WZRD og ADHD hittu hins vegar vel fyrir FH sem náði að minnka muninn undir lok fyrri hálfleiks í 9–6. LAVA hafði þó enn yfirhöndina og með fjórfaldri fellu kom Stalz LAVA í 15–8, einungis einni lotu frá sigri. Enn voru það WZRD og ADHD sem fóru á kostum fyrir FH í erfiðri stöðu og með aðstoð Skoon og ZerQ náðu þeir að tengja saman 7 lotur, jafna leikinn og senda hann í framlengingu. Þar átti LAVA erfitt uppdráttar og vann FH samtals 11 lotur í röð til að tryggja sér sigurinn. TEN5ION 12 – 16 Breiðablik Liðin mættust í Vertigo og var sókn TEN5ION virkilega beitt í upphafi leiks. Sveittur nældi sér í fjórfalda fellu og komst TEN5ION í 5–0. Breiðablik lét hins vegar byrjunarörðugleika ekki á sig fá og bætti um betur. Með því að hægja á leiknum í 6. lotu kom Breiðablik í veg fyrir að Sveittur gæti opnað fyrir TEN5ION og þá gátu Blikar pikkað TEN5ION-menn út einn af öðrum. Furious var í fantaformi og Breiðablik vann næstu 10 lotur, staðan í hálfleik því 10–5 fyrir Breiðabliki. TEN5ION komst nálægt því að jafna í upphafi síðari hálfleiks en frábært samspil WNKR og Furious skilaði Breiðabliki sigrinum. Dusty 16 – 2 Fylkir Það var fátt um fína drætti hjá Fylki þegar liðið mætti Dusty í Mirage. Dusty lék af miklu öryggi og tók enga sénsa til að koma sér í 5–0. Sprengjuregn og góð opnun frá Snæ skilaði fylki fyrsta stiginu í leiknum í 6. lotu og hröð sókn á A svæðið þeirri næstu bar einnig árangur. En fleiri urðu stigin ekki. Fylkismenn voru klaufalegir á köflum á meðan Dusty yfirspilaði þá algjörlega. Staðan var því 13–2 í hálfleik og gerði Dusty sér lítið fyrir og tók þær þrjár lotur sem upp á vantaði strax í upphafi síðari hálfleiks. Einfaldur og snöggur sigur. Þór 16 – 5 Viðstöðu Það var pressa á Þórsurum eftir að Dusty unnu Fylki fyrr um kvöldið en liðin höfðu verið jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti. Þór mætti Viðstöðu í Anubis og byrjaði í sókn eftir að hafa tapað hnífalotunni. Viðstöðu vann fyrstu tvær loturnar en Þórsarar voru fljótir að finna sér leið gegnum vörnina og ná stjórn á leiknum. Lið Þórs var mun agaðra og nýtti sér veikleika og mistök Viðstöðu og var í hinni ákjósanlegu stöðu 11–4 eftir fyrri hálfleikinn. Þór nýtti meðbyrinn inn í síðari hálfleikinn sem reyndist þeim auðveldur. Viðstöðu náði aðeins einni lotu en Peterrr innsiglaði sigurinn með tvöfaldri fellu í 21. lotu. Ármann 16 – 12 Atlantic Síðasti leikur umferðarinnar fór einnig fram í Anubis. Pressan var nú á Atlantic eftir að Þór og Dusty unnu bæði sína leiki. Atlantic byrjaði í sókn þrátt fyrir að hafa unnið hnífalotuna, en Ármann hélt aftur af þeim í fyrstu 2 lotum leiksins. Atlantic setti þó saman sterkan sóknarleik og náði forystu 5–2 áður en BRNR fór að hitta ótrúlega vel og Vargur og Ofvirkur munduðu báðir vappa til snúa vörn í sókn. Ármann var yfir 8–7 í hálfleik en Atlantic tók forystuna strax aftur í upphafi síðari hálfleiks. Með framarlegum stöðum héldu þeir aftur af tilraunum Ármanns og komust í 12–9. Ármann tók þá leikhlé og brá á það ráð að fara þéttar um kortið til að geta svarað af meiri hörku. Það skilaði sér svo sannarlega því með BRNR í fararbroddi vann Ármann síðustu 7 loturnar og lagði toppliðið með fjögurra stiga mun. Staðan: Eftir leiki vikunnar er staða Atlantic ekki eins sterk og hún var, Dusty og Þór eru einungis 2 stigum á eftir þeim og vinni Dusty Atlantic í kvöld verða liðin jöfn að stigum. Þór á að sama skapa auðveldan leik í vændum því liðið mætir TEN5ION sem hefur loðað við botn deildarinnar allt tímabilið. Slagurinn um fjórða sætið er einnig orðinn spennandi þar sem Ármann og Breiðablik eru aðeins einum sigri á undan LAVA. Viðstöðu og FH eru einnig skammt undan og þó ólíklegt megi teljast að þau blandi sér í slaginn er staðan sú að þau lið þurfa einungis á einum sigri að halda í viðbót til að tryggja sig frá falli. Brekkan er því orðin ansi brött fyrir TEN5ION og Fylki sem enn skrapa botninn. Ofurlaugardagur Í kvöld er svo sannkölluð veisla fyrir aðdáendur CS:GO því 15. umferðin verður leikin í heild sinni í beinni útsendingu á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands: Atlantic – Dusty, kl. 17:00 FH – Breiðablik, kl. 18:00 Ármann – LAVA, kl. 19:00 Þór – TEN5ION, kl. 20:00 Viðstöðu – Fylkir, kl. 21:00 Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Ármann Þór Akureyri FH Breiðablik Fylkir Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Leikir vikunnar LAVA 15 – 19 FH Fyrsti leikur 14 umferðar var á milli FH og LAVA í Nuke. Lava hóf leikinn í vörn og náði snemma góðu forskoti, 7–2. WZRD og ADHD hittu hins vegar vel fyrir FH sem náði að minnka muninn undir lok fyrri hálfleiks í 9–6. LAVA hafði þó enn yfirhöndina og með fjórfaldri fellu kom Stalz LAVA í 15–8, einungis einni lotu frá sigri. Enn voru það WZRD og ADHD sem fóru á kostum fyrir FH í erfiðri stöðu og með aðstoð Skoon og ZerQ náðu þeir að tengja saman 7 lotur, jafna leikinn og senda hann í framlengingu. Þar átti LAVA erfitt uppdráttar og vann FH samtals 11 lotur í röð til að tryggja sér sigurinn. TEN5ION 12 – 16 Breiðablik Liðin mættust í Vertigo og var sókn TEN5ION virkilega beitt í upphafi leiks. Sveittur nældi sér í fjórfalda fellu og komst TEN5ION í 5–0. Breiðablik lét hins vegar byrjunarörðugleika ekki á sig fá og bætti um betur. Með því að hægja á leiknum í 6. lotu kom Breiðablik í veg fyrir að Sveittur gæti opnað fyrir TEN5ION og þá gátu Blikar pikkað TEN5ION-menn út einn af öðrum. Furious var í fantaformi og Breiðablik vann næstu 10 lotur, staðan í hálfleik því 10–5 fyrir Breiðabliki. TEN5ION komst nálægt því að jafna í upphafi síðari hálfleiks en frábært samspil WNKR og Furious skilaði Breiðabliki sigrinum. Dusty 16 – 2 Fylkir Það var fátt um fína drætti hjá Fylki þegar liðið mætti Dusty í Mirage. Dusty lék af miklu öryggi og tók enga sénsa til að koma sér í 5–0. Sprengjuregn og góð opnun frá Snæ skilaði fylki fyrsta stiginu í leiknum í 6. lotu og hröð sókn á A svæðið þeirri næstu bar einnig árangur. En fleiri urðu stigin ekki. Fylkismenn voru klaufalegir á köflum á meðan Dusty yfirspilaði þá algjörlega. Staðan var því 13–2 í hálfleik og gerði Dusty sér lítið fyrir og tók þær þrjár lotur sem upp á vantaði strax í upphafi síðari hálfleiks. Einfaldur og snöggur sigur. Þór 16 – 5 Viðstöðu Það var pressa á Þórsurum eftir að Dusty unnu Fylki fyrr um kvöldið en liðin höfðu verið jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti. Þór mætti Viðstöðu í Anubis og byrjaði í sókn eftir að hafa tapað hnífalotunni. Viðstöðu vann fyrstu tvær loturnar en Þórsarar voru fljótir að finna sér leið gegnum vörnina og ná stjórn á leiknum. Lið Þórs var mun agaðra og nýtti sér veikleika og mistök Viðstöðu og var í hinni ákjósanlegu stöðu 11–4 eftir fyrri hálfleikinn. Þór nýtti meðbyrinn inn í síðari hálfleikinn sem reyndist þeim auðveldur. Viðstöðu náði aðeins einni lotu en Peterrr innsiglaði sigurinn með tvöfaldri fellu í 21. lotu. Ármann 16 – 12 Atlantic Síðasti leikur umferðarinnar fór einnig fram í Anubis. Pressan var nú á Atlantic eftir að Þór og Dusty unnu bæði sína leiki. Atlantic byrjaði í sókn þrátt fyrir að hafa unnið hnífalotuna, en Ármann hélt aftur af þeim í fyrstu 2 lotum leiksins. Atlantic setti þó saman sterkan sóknarleik og náði forystu 5–2 áður en BRNR fór að hitta ótrúlega vel og Vargur og Ofvirkur munduðu báðir vappa til snúa vörn í sókn. Ármann var yfir 8–7 í hálfleik en Atlantic tók forystuna strax aftur í upphafi síðari hálfleiks. Með framarlegum stöðum héldu þeir aftur af tilraunum Ármanns og komust í 12–9. Ármann tók þá leikhlé og brá á það ráð að fara þéttar um kortið til að geta svarað af meiri hörku. Það skilaði sér svo sannarlega því með BRNR í fararbroddi vann Ármann síðustu 7 loturnar og lagði toppliðið með fjögurra stiga mun. Staðan: Eftir leiki vikunnar er staða Atlantic ekki eins sterk og hún var, Dusty og Þór eru einungis 2 stigum á eftir þeim og vinni Dusty Atlantic í kvöld verða liðin jöfn að stigum. Þór á að sama skapa auðveldan leik í vændum því liðið mætir TEN5ION sem hefur loðað við botn deildarinnar allt tímabilið. Slagurinn um fjórða sætið er einnig orðinn spennandi þar sem Ármann og Breiðablik eru aðeins einum sigri á undan LAVA. Viðstöðu og FH eru einnig skammt undan og þó ólíklegt megi teljast að þau blandi sér í slaginn er staðan sú að þau lið þurfa einungis á einum sigri að halda í viðbót til að tryggja sig frá falli. Brekkan er því orðin ansi brött fyrir TEN5ION og Fylki sem enn skrapa botninn. Ofurlaugardagur Í kvöld er svo sannkölluð veisla fyrir aðdáendur CS:GO því 15. umferðin verður leikin í heild sinni í beinni útsendingu á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands: Atlantic – Dusty, kl. 17:00 FH – Breiðablik, kl. 18:00 Ármann – LAVA, kl. 19:00 Þór – TEN5ION, kl. 20:00 Viðstöðu – Fylkir, kl. 21:00
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Ármann Þór Akureyri FH Breiðablik Fylkir Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira