Goðsögn pönksins vill taka þátt í Eurovision Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 21. janúar 2023 16:00 Það kemur í ljós þ. 3. febrúar nk. hvort John Lydon og hljómsveit hans, Public Image Ltd. verða fulltrúar Írlands í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður í Liverpool laugardaginn 13. maí. Jonathan Brady/Getty Images Þjóðirnar 37 sem taka þátt í Eurovision söngvakeppninni í vor eru smám saman farnar að velja framlag sitt. Írland, sem hefur unnið keppnina 7 sinnum, eða oftar en nokkur önnur þjóð, velur framlag sitt í byrjun næsta mánaðar. Þar hefur einn keppandi algerlega stolið senunni og í raun reitt marga til reiði. Síðasti naglinn í líkkistu pönksins Gamlir pönkarar reyta síðustu hárin úr hausnum á sér og rífa öryggisnælurnar úr kinnunum á sér þessi dægrin yfir því sem þeir kalla síðasta naglann í líkkistu breska pönksins. Ástæðan er einföld. Lifandi goðsögn og ein af fyrstu stjörnum pönksins frá því um miðjan 8. áratuginn hefur gefið frá sér angurværa ballöðu sem hann vill að verði framlag Írlands í Eurovision söngvakeppninni í vor. „Hversdagsleg leiðindi“ Við erum að tala um ekki minni mann, en sjálfan Johnny Rotten, aðalforsprakka Sex Pistols, eða John Lydon, eins og hann heitir í dag. Lydon og hljómsveit hans Public Image Limited, sendi frá sér lagið Hawaii á dögunum. Dómur pönkkynslóðarinnar er vægðarlaus; „hryllingur“, „algjör skítur“, „hversdagsleg leiðindi“ og þaðan af verra. Hlustið og dæmið sjálf. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=UXwB0HqZDXg">watch on YouTube</a> Vill feta í fótspor ABBA og Friðriks Ómars Það er óhætt að segja að eitilharðir pönkarar og aðdáendur Sex Pistols hefðu ekki í sínum svörtustu martröðum getað ímyndað sér að söngvari hljómsveitarinnar, Johnny Rotten, myndi á sínum efri árum vilja feta í fótspor Abba, Céline Dion, Cliff Richards og Friðriks Ómars. En hvað veldur því að maður sem lengst af hefur boðað stjórnleysi og verið í stríði við kerfið, ákveður að taka þátt í Eurovision? Jú, fyrir því er ákveðin ástæða. Johnny Rotten segist vilja keppa fyrir hönd Írlands til þess að vekja fólk til meðvitundar og umhugsunar um Alzheimer. Lagið sé ástaróður hans til eiginkonu hans Noru Forster, en þau hafa verið gift í 44 ár, síðan 1979. Hún greindist með Alzheimer fyrir 5 árum og síðan þá hefur Lydon gert lítið annað en að sinna konu sinni. Er ekki spáð sigri Það kemur í ljós þann 3. febrúar hvort írska þjóðin velur holdgerving ræflarokksins til þess að freista þess að landa 8. sigri Írlands í Eurovision í Liverpool þann 13 maí í vor, en engin þjóð hefur unnið keppnina oftar. Það er þó ennþá langt í mark fyrir John Lydon og Public Image Ltd., lagið hefur fengið afleita dóma og er spáð lélegu gengi. Eurovision Írland Tengdar fréttir Johnny Rotten berst um þátttökuseðilinn í Eurovision Svo gæti farið að Johnny Rotten, söngvari bresku pönksveitarinnar Sex Pistols á árum áður, verði á stóra sviðinu í Liverpool í maí þegar Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram. 9. janúar 2023 15:08 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Sjá meira
Síðasti naglinn í líkkistu pönksins Gamlir pönkarar reyta síðustu hárin úr hausnum á sér og rífa öryggisnælurnar úr kinnunum á sér þessi dægrin yfir því sem þeir kalla síðasta naglann í líkkistu breska pönksins. Ástæðan er einföld. Lifandi goðsögn og ein af fyrstu stjörnum pönksins frá því um miðjan 8. áratuginn hefur gefið frá sér angurværa ballöðu sem hann vill að verði framlag Írlands í Eurovision söngvakeppninni í vor. „Hversdagsleg leiðindi“ Við erum að tala um ekki minni mann, en sjálfan Johnny Rotten, aðalforsprakka Sex Pistols, eða John Lydon, eins og hann heitir í dag. Lydon og hljómsveit hans Public Image Limited, sendi frá sér lagið Hawaii á dögunum. Dómur pönkkynslóðarinnar er vægðarlaus; „hryllingur“, „algjör skítur“, „hversdagsleg leiðindi“ og þaðan af verra. Hlustið og dæmið sjálf. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=UXwB0HqZDXg">watch on YouTube</a> Vill feta í fótspor ABBA og Friðriks Ómars Það er óhætt að segja að eitilharðir pönkarar og aðdáendur Sex Pistols hefðu ekki í sínum svörtustu martröðum getað ímyndað sér að söngvari hljómsveitarinnar, Johnny Rotten, myndi á sínum efri árum vilja feta í fótspor Abba, Céline Dion, Cliff Richards og Friðriks Ómars. En hvað veldur því að maður sem lengst af hefur boðað stjórnleysi og verið í stríði við kerfið, ákveður að taka þátt í Eurovision? Jú, fyrir því er ákveðin ástæða. Johnny Rotten segist vilja keppa fyrir hönd Írlands til þess að vekja fólk til meðvitundar og umhugsunar um Alzheimer. Lagið sé ástaróður hans til eiginkonu hans Noru Forster, en þau hafa verið gift í 44 ár, síðan 1979. Hún greindist með Alzheimer fyrir 5 árum og síðan þá hefur Lydon gert lítið annað en að sinna konu sinni. Er ekki spáð sigri Það kemur í ljós þann 3. febrúar hvort írska þjóðin velur holdgerving ræflarokksins til þess að freista þess að landa 8. sigri Írlands í Eurovision í Liverpool þann 13 maí í vor, en engin þjóð hefur unnið keppnina oftar. Það er þó ennþá langt í mark fyrir John Lydon og Public Image Ltd., lagið hefur fengið afleita dóma og er spáð lélegu gengi.
Eurovision Írland Tengdar fréttir Johnny Rotten berst um þátttökuseðilinn í Eurovision Svo gæti farið að Johnny Rotten, söngvari bresku pönksveitarinnar Sex Pistols á árum áður, verði á stóra sviðinu í Liverpool í maí þegar Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram. 9. janúar 2023 15:08 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Sjá meira
Johnny Rotten berst um þátttökuseðilinn í Eurovision Svo gæti farið að Johnny Rotten, söngvari bresku pönksveitarinnar Sex Pistols á árum áður, verði á stóra sviðinu í Liverpool í maí þegar Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram. 9. janúar 2023 15:08
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“