„Ég hætti þegar ég er dauður” – Segir 86 ára prentari á Egilsstöðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. janúar 2023 21:00 Þráinn með konu sinni, Önnu Gunnhildi Ingvarsdóttur en þau eiga og reka Héraðsprent á Egilsstöðum af miklum myndarskap. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á sama tíma og prentsmiðjum landsins fækkar og fækkar þá hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið að gera eins og hjá Héraðsprenti á Egilsstöðum. Eigandinn og prentsmiðjustjórinn, sem stendur vaktina alla daga verður 86 ára á árinu og gefur ekki tommu eftir við að stýra fyrirtækinu. Héraðsprent var stofnað á Egilsstöðum í september 1972 af hjónunum Þráni Skarphéðinssyni og Önnu Gunnhildi Ingvarsdóttur. Með meistarabréf Þráins í prentun og eina litla trukkprentvél að vopni var fyrirtækið snúið í gang og fyrirtækið er enn í fullum rekstri og brjálað að gera. Þráinn, sem verður 86 ára á þessu ári stendur vaktina alla daga enda engan bilbug á honum að finna. „Við gefum út Dagskrá hérna, sem er gefin út einu sinni í viku, prentum Austurgluggann og það eru ný komnar út tvær bækur, sem við prentuðum. Svo er bara allskonar smáprent fyrir norður og austurland og Reykjavíkurmarkað líka, sem við erum að sinna”, segir Þráinn. Þráinn segist vera síðasti móhíkaninn þegar prentsmiðjur eru annar vegar. „Já, það liggur við, það er allt horfið á Norður- og Austurlandi, allt komið á Reykjavíkursvæðið.” Það er ekki að sjá á Þráni að hann verði 86 ára á þessu ári, hann lítur svo vel út. „Það er bara skemmtileg vinna, sem heldur manni gangandi,” segir hann og hlær. En hvernig gengur honum að tileinka sér tæknina og allar þær nýjungar, sem eiga sér stað þar? Héraðsprent var stofnað 1972 af hjónunum Þráni og Önnu Gunnhildi. Reksturinn gengur mjög vel og er alltaf meira en nóg að gera hjá fyrirtækinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég byrjaði bara í blýi og þetta erum við komin með, allt stafrænt og skemmtilegt. Þetta er léttara en þegar við vorum að prenta bækur í blýi, það voru nokkur tonn af blýi, sem fóru í eina bók,” segir hann. En hvað ætlar Þráinn að standa vaktina mikið lengur í Héraðsprenti? „Ég hætti þegar ég er dauður.” Heimasíða Héraðsprents Múlaþing Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Héraðsprent var stofnað á Egilsstöðum í september 1972 af hjónunum Þráni Skarphéðinssyni og Önnu Gunnhildi Ingvarsdóttur. Með meistarabréf Þráins í prentun og eina litla trukkprentvél að vopni var fyrirtækið snúið í gang og fyrirtækið er enn í fullum rekstri og brjálað að gera. Þráinn, sem verður 86 ára á þessu ári stendur vaktina alla daga enda engan bilbug á honum að finna. „Við gefum út Dagskrá hérna, sem er gefin út einu sinni í viku, prentum Austurgluggann og það eru ný komnar út tvær bækur, sem við prentuðum. Svo er bara allskonar smáprent fyrir norður og austurland og Reykjavíkurmarkað líka, sem við erum að sinna”, segir Þráinn. Þráinn segist vera síðasti móhíkaninn þegar prentsmiðjur eru annar vegar. „Já, það liggur við, það er allt horfið á Norður- og Austurlandi, allt komið á Reykjavíkursvæðið.” Það er ekki að sjá á Þráni að hann verði 86 ára á þessu ári, hann lítur svo vel út. „Það er bara skemmtileg vinna, sem heldur manni gangandi,” segir hann og hlær. En hvernig gengur honum að tileinka sér tæknina og allar þær nýjungar, sem eiga sér stað þar? Héraðsprent var stofnað 1972 af hjónunum Þráni og Önnu Gunnhildi. Reksturinn gengur mjög vel og er alltaf meira en nóg að gera hjá fyrirtækinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég byrjaði bara í blýi og þetta erum við komin með, allt stafrænt og skemmtilegt. Þetta er léttara en þegar við vorum að prenta bækur í blýi, það voru nokkur tonn af blýi, sem fóru í eina bók,” segir hann. En hvað ætlar Þráinn að standa vaktina mikið lengur í Héraðsprenti? „Ég hætti þegar ég er dauður.” Heimasíða Héraðsprents
Múlaþing Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent