Bara útlendingafrumvarp á dagskrá: „Alveg ljóst að margir hyggjast taka til máls“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. janúar 2023 12:01 Birgir Ármansson forseti Alþingis vísir/VIlhelm Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er eina málið á dagskrá á fyrsta þingfundi ársins í dag og forseti Alþingis gerir jafnvel ráð fyrir að þannig verði það áfram í vikunni. Það stefnir í mikil átök en þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa sagt að frumvarpið megi ekki samþykkja óbreytt. Þingfundum var frestað 16. desember fyrir jól og því er meira en mánuður síðan Alþingi kom síðast saman. Fyrsta og eina mál á dagskrá í dag, fyrir utan óundirbúinn fyrirspurnartíma, er útlendingafrumvarpið. Miðað við það sem á undan er gengið reiknar Birgir Ármansson, forseti Alþingis, með löngum umræðum. Hann segir þurfa að koma í ljós hvort þetta verði eina málið á dagskrá í fleiri daga. „Við verðum að sjá þetta frá degi til dags en það er alveg ljóst að það eru margir sem hyggjast taka til máls í þessu,“ segir Birgir. Þetta er líklega hárrétt metið hjá forseta Alþingis þar sem þingmenn Samfylkingar hafa meðal annars sagt að frumvarpinu megi ekki hleypa óbreyttu í gegn og til dæmis talið að ákvæði sem felur í sér að réttur hælisleitenda til ýmissar grunnþjónustu fellur niður þrjátíu dögum eftir synjun feli í sér mannréttindabrot. Þá fóru Píratar í málþóf fyrir jól til að koma frumvarpinu af dagskrá. Ekki er því óvarlegt að gera ráð fyrir löngum þingfundum á næstunni. En Birgir segir fleiri stór mál á dagskrá, sem ýmist er búið að afgreiða úr nefndum eða á lokametrunum þar. „Eins og tillaga forsætisráðherra um breytingar á þjóðaröyggisstefnu. Og þegar líður á vorið geri ég ráð fyrir að efnahagsumræðan verði stærri hluti af þessu. Það kemur alltaf hér á vorin inn tillaga um breytingar ár fjármálaáætlun og þá er tekist á um meginlínur í sambandi við ríkisfjármálin og efnahagsstjórn.“ Fyrir jól hafi málin þróast þannig að töluvert af stjórnarfrumvörpum hafi enn beðið fyrstu umræðu fyrir þinghlé. Nú sé unnið að því að koma öllu á dagskrá á góðum tíma. „Eins og jafnan reynum við að dreifa álaginu þannig að það safnist ekki allt saman á síðustu vikum vorsins. Þannig að við sem erum að skipuleggja störf þingsins erum að reyna passa upp á að mál komi nægilega snemma fram til að þau fái viðhlítandi umfjöllun,“ segir Birgir. Alþingi Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Þingfundum var frestað 16. desember fyrir jól og því er meira en mánuður síðan Alþingi kom síðast saman. Fyrsta og eina mál á dagskrá í dag, fyrir utan óundirbúinn fyrirspurnartíma, er útlendingafrumvarpið. Miðað við það sem á undan er gengið reiknar Birgir Ármansson, forseti Alþingis, með löngum umræðum. Hann segir þurfa að koma í ljós hvort þetta verði eina málið á dagskrá í fleiri daga. „Við verðum að sjá þetta frá degi til dags en það er alveg ljóst að það eru margir sem hyggjast taka til máls í þessu,“ segir Birgir. Þetta er líklega hárrétt metið hjá forseta Alþingis þar sem þingmenn Samfylkingar hafa meðal annars sagt að frumvarpinu megi ekki hleypa óbreyttu í gegn og til dæmis talið að ákvæði sem felur í sér að réttur hælisleitenda til ýmissar grunnþjónustu fellur niður þrjátíu dögum eftir synjun feli í sér mannréttindabrot. Þá fóru Píratar í málþóf fyrir jól til að koma frumvarpinu af dagskrá. Ekki er því óvarlegt að gera ráð fyrir löngum þingfundum á næstunni. En Birgir segir fleiri stór mál á dagskrá, sem ýmist er búið að afgreiða úr nefndum eða á lokametrunum þar. „Eins og tillaga forsætisráðherra um breytingar á þjóðaröyggisstefnu. Og þegar líður á vorið geri ég ráð fyrir að efnahagsumræðan verði stærri hluti af þessu. Það kemur alltaf hér á vorin inn tillaga um breytingar ár fjármálaáætlun og þá er tekist á um meginlínur í sambandi við ríkisfjármálin og efnahagsstjórn.“ Fyrir jól hafi málin þróast þannig að töluvert af stjórnarfrumvörpum hafi enn beðið fyrstu umræðu fyrir þinghlé. Nú sé unnið að því að koma öllu á dagskrá á góðum tíma. „Eins og jafnan reynum við að dreifa álaginu þannig að það safnist ekki allt saman á síðustu vikum vorsins. Þannig að við sem erum að skipuleggja störf þingsins erum að reyna passa upp á að mál komi nægilega snemma fram til að þau fái viðhlítandi umfjöllun,“ segir Birgir.
Alþingi Hælisleitendur Flóttamenn Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira