Gott fólk: Hugsar um það daglega hversu heppinn hann er Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. janúar 2023 13:01 Gott fólk með Guðrúnu Högna eru nýir hlaðvarpsþættir þar sem Guðrún ræðir við reynslumikla stjórnendur úr ólíkum geirum. Gestur þáttarins að þessu sinni er Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri sem strangt til tekið getur rakið starfsframann í leikhúsinu aftur til þess þegar hann var ellefu ára gutti. Vísir/Vilhelm Gott fólk með Guðrúnu Högna eru nýir hlaðvarpsþættir í umsjón Guðrúnar Högnadóttur framkvæmdastjóra Franklin Covey. Í þættinum ræðir Guðrún við reynslumikla stjórnendur um starfsframa þeirra og feril. Í lýsingu á þættinum segir að þættirnir séu „Stutt spjall við leiðtoga víða að sem varpar ljósi á öfluga stjórnun, vaxandi vinnustaði, bestu ráð, góðar sögur, sæta sigra, súrar áskoranir, hagnýtar lexíur og lífsins speki.“ Í þessum þætti ræðir Guðrún við Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóra um starfið hans. Magnús segist ungur hafa byrjað að stússast í leikhúsi og meira að segja leikstjórn. Þann feril geti hann því strangt til tekið rakið aftur til þess að vera 11 ára gutti. Honum hafi fundist leikhúsið skemmtilegt þá og það hafi ekkert breyst. „Á hverjum morgni þegar ég geng upp að Þjóðleikhúsinu hugsa ég hvílíkur lukkunnar pamfíll ég sé,“ segir Magnús um starfið. Magnús ræðir meðal annars um þær kröfur sem gerðar eru til opinberra menningarstofnana, hvernig valið fer fram á þeim verkum sem tekin eru til sýningar, samkomulagið sem ríkir á milli gesta og leikhússins og óróleikann og stressið sem fylgi hverri frumsýningu. Magnús segist alltaf hafa vitað að hann myndi á einhverjum tímapunkti snúa aftur í leikhúsið. Hann hafi þó aldrei spáð neitt sérstaklega í starfsframann eða planlagt langt fram í tímann. Til dæmis hafi Útvarpsstjórastarfið hjá RÚV komið óvænt upp. Sem tækifæri sem hann sér ekki eftir að hafa slegið til með. „Ég elska RÚV,“ segir Magnús meðal annars í þættinum. Hlaðvarpsþáttinn má hlusta á hér. Stjórnun Menning Leikhús Starfsframi Gott fólk með Guðrúnu Högna Tengdar fréttir Gott fólk: Snjóboltinn fór að rúlla eftir verkefni með fyrsta kúnnanum Gott fólk með Guðrúnu Högna eru nýir hlaðvarpsþættir í umsjón Guðrúnar Högnadóttur framkvæmdastjóra Franklin Covey. 10. janúar 2023 12:21 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Í þættinum ræðir Guðrún við reynslumikla stjórnendur um starfsframa þeirra og feril. Í lýsingu á þættinum segir að þættirnir séu „Stutt spjall við leiðtoga víða að sem varpar ljósi á öfluga stjórnun, vaxandi vinnustaði, bestu ráð, góðar sögur, sæta sigra, súrar áskoranir, hagnýtar lexíur og lífsins speki.“ Í þessum þætti ræðir Guðrún við Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóra um starfið hans. Magnús segist ungur hafa byrjað að stússast í leikhúsi og meira að segja leikstjórn. Þann feril geti hann því strangt til tekið rakið aftur til þess að vera 11 ára gutti. Honum hafi fundist leikhúsið skemmtilegt þá og það hafi ekkert breyst. „Á hverjum morgni þegar ég geng upp að Þjóðleikhúsinu hugsa ég hvílíkur lukkunnar pamfíll ég sé,“ segir Magnús um starfið. Magnús ræðir meðal annars um þær kröfur sem gerðar eru til opinberra menningarstofnana, hvernig valið fer fram á þeim verkum sem tekin eru til sýningar, samkomulagið sem ríkir á milli gesta og leikhússins og óróleikann og stressið sem fylgi hverri frumsýningu. Magnús segist alltaf hafa vitað að hann myndi á einhverjum tímapunkti snúa aftur í leikhúsið. Hann hafi þó aldrei spáð neitt sérstaklega í starfsframann eða planlagt langt fram í tímann. Til dæmis hafi Útvarpsstjórastarfið hjá RÚV komið óvænt upp. Sem tækifæri sem hann sér ekki eftir að hafa slegið til með. „Ég elska RÚV,“ segir Magnús meðal annars í þættinum. Hlaðvarpsþáttinn má hlusta á hér.
Stjórnun Menning Leikhús Starfsframi Gott fólk með Guðrúnu Högna Tengdar fréttir Gott fólk: Snjóboltinn fór að rúlla eftir verkefni með fyrsta kúnnanum Gott fólk með Guðrúnu Högna eru nýir hlaðvarpsþættir í umsjón Guðrúnar Högnadóttur framkvæmdastjóra Franklin Covey. 10. janúar 2023 12:21 Mest lesið Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Örgleði (ekki öl-gleði) Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Sjá meira
Gott fólk: Snjóboltinn fór að rúlla eftir verkefni með fyrsta kúnnanum Gott fólk með Guðrúnu Högna eru nýir hlaðvarpsþættir í umsjón Guðrúnar Högnadóttur framkvæmdastjóra Franklin Covey. 10. janúar 2023 12:21