„Ég hef aldrei talað við þessa konu eða sent önnur eins skilaboð“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2023 16:05 John Snorri og Lína Móey þegar hann kom til landsins árið 2017 eftir að hafa toppað K2 að sumarlagi. Hún var alltaf eins og klettur á bak við mann sinn sem tókst á við hvert verkefnið á fætur öðru á hæstu fjöllum heimsins. Lífsspor K2 Lína Móey Bjarnadóttir, ekkja Johns Snorra Sigurjónssonar, er vægast sagt ósátt við fullyrðingu norsku fjallgöngukonunnar Kristinu Harila um að hafa fengið beiðni frá íslenskri konu um að klippa á taug á fjallinu K2 sem lík íslenska fjallgöngugarpsins hangir á. Það var snemma árs 2021 sem John Snorri gerði atlögu að risafjallinu K2 sem þá hafði ekki verið klifið að vetri til. John Snorri fórst á fjallinu ásamt tveimur samferðamönnum sínum. Talið er líklegt að John Snorri hafi náð toppi fjallsins og slys hafi orðið á niðurleið. Það verður þó líklega seint sannað. Gerð var árangurslaus tilraun til að ná jarðneskum leifum Johns Snorra niður af K2 sumarið 2022. Þær liggja á einum erfiðasta staðnum á fjallinu og gekk illa að færa þær af gönguleiðinni að því er fram kom í yfirlýsingu frá fjölskyldu hans. Síðan hefur lítið heyrst þar til Kristin Harila veitti norska miðlinum KK.no viðtal. Hún stefnir á að klífa K2 og segir í samtali við KK að íslensk kona hafi sett sig í samband við hana með þá beiðni að losa taug Johns Snorra. Kristin segist hafa ætlað að reyna að verða við beiðninni en varað við að slíku verkefni fylgi mikil áhætta. Af viðtalinu má skilja að konan sem um ræðir sé ekkja Johns Snorra. Þetta þvertekur Lína Móey, ekkja Johns Snorra, fyrir í færslu á Facebook. „Mig langar að æla yfir því hvað fólk er sjúkt þegar kemur að athygli. Ég hef aldrei talað við þessa konu eða sent önnur eins skilaboð!“ segir Lína Móey. „Fjölskyldan tók þá ákvörðun frá byrjun að leggja ekki líf annarra í hættu. Það var Mingma G sem kom sjálfur til okkar og vildi sjá hvort hann gæti fært John á betri stað. Allar aðrar sögur eru uppspuni!“ Mingma Gyalje er nepalskur fjallagarpur sem var í hópnum sem fyrstur toppaði K2 að vetrarlagi. Þeir John Snorri toppuðu K2 að sumarlagi árið 2017. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Línu Móey í dag vegna málsins. John Snorri á K2 Fjallamennska Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Það var snemma árs 2021 sem John Snorri gerði atlögu að risafjallinu K2 sem þá hafði ekki verið klifið að vetri til. John Snorri fórst á fjallinu ásamt tveimur samferðamönnum sínum. Talið er líklegt að John Snorri hafi náð toppi fjallsins og slys hafi orðið á niðurleið. Það verður þó líklega seint sannað. Gerð var árangurslaus tilraun til að ná jarðneskum leifum Johns Snorra niður af K2 sumarið 2022. Þær liggja á einum erfiðasta staðnum á fjallinu og gekk illa að færa þær af gönguleiðinni að því er fram kom í yfirlýsingu frá fjölskyldu hans. Síðan hefur lítið heyrst þar til Kristin Harila veitti norska miðlinum KK.no viðtal. Hún stefnir á að klífa K2 og segir í samtali við KK að íslensk kona hafi sett sig í samband við hana með þá beiðni að losa taug Johns Snorra. Kristin segist hafa ætlað að reyna að verða við beiðninni en varað við að slíku verkefni fylgi mikil áhætta. Af viðtalinu má skilja að konan sem um ræðir sé ekkja Johns Snorra. Þetta þvertekur Lína Móey, ekkja Johns Snorra, fyrir í færslu á Facebook. „Mig langar að æla yfir því hvað fólk er sjúkt þegar kemur að athygli. Ég hef aldrei talað við þessa konu eða sent önnur eins skilaboð!“ segir Lína Móey. „Fjölskyldan tók þá ákvörðun frá byrjun að leggja ekki líf annarra í hættu. Það var Mingma G sem kom sjálfur til okkar og vildi sjá hvort hann gæti fært John á betri stað. Allar aðrar sögur eru uppspuni!“ Mingma Gyalje er nepalskur fjallagarpur sem var í hópnum sem fyrstur toppaði K2 að vetrarlagi. Þeir John Snorri toppuðu K2 að sumarlagi árið 2017. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Línu Móey í dag vegna málsins.
John Snorri á K2 Fjallamennska Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira