Breska ríkisútvarpið spyr íslenskt stjórnmálafólk spjörunum úr Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 25. janúar 2023 15:39 Útvarpsþáttur BBC, World Questions verður tekinn upp í Tjarnarbíói þann 7. febrúar næstkomandi. Myndin er samsett. Getty/Peter Macdiarmid, Vísir/Vilhelm Breska ríkisútvarpið mun taka upp útvarpsþáttinn World Questions í Tjarnarbíói þann 7. febrúar næstkomandi. Um er að ræða einskonar málfund þar sem stjórnmálafólk er spurt að hinum ýmsu spurningum sem varpa ljósi á land og þjóð. Spurningarnar geta komið alls staðar að og er það Jonny Dymond, sérfræðingur BBC í bresku konungsfjölskyldunni, sem fer með þáttarstjórn. Breska ríkisútvarpið hefur framkvæmt eins viðburði um allan heim. Hver sem er getur mætt og fylgst með en leikhússtjóri Tjarnarbíós, Sara Marti Guðmundsdóttir segir að búist sé við heljarinnar viðburði. Hann sé haldinn til þess að veita innsýn í pólitíska landslag landsins sem á við hverju sinni. Boðið verði í fordrykk og veitingar fyrir þá sem mæta á svæðið. „Það þarf svolítið að passa upp á allt, það verða verðir úti um allt hús. Það verður leitað á fólki áður en það kemur inn bara svona af því að þau hafa lent í allskonar uppátækjum þegar þau hafa gert þetta erlendis. Þetta verður svolítið stórt og við búumst alveg við fullu húsi,“ segir Sara. Samkvæmt vef BBC þar sem upptökurnar eru aðgengilegar og heimasíðu British Council verða Íslendingar einfaldlega spurðir út í framtíð landsins. Þórhildur Ólafsdóttir, fjölmiðlakona og íslenskur aðstandandi þáttarins segir enn verið að negla niður hvaða íslenska stjórnmálafólk verði fyrir valinu. Búast megi við því að tekið verði á stærri málaflokkum eins og ferðamannaiðnaðinum, loftslagsbreytingum og stríðinu í Úkraínu ásamt öðru innlendu. Ætlunin sé að kynna landið og stöðu þess fyrir þeim sem það ekki þekkja. Hægt er að skrá sig á viðburðinn í gegnum eyðublað frá British Council hér. Samkvæmt vef BBC verður upptakan af málfundinum aðgengileg hér þann 11. febrúar næstkomandi stuttu eftir að þátturinn kemur út. Þátturinn fer í loftið klukkan 19:06 á íslenskum tíma. Aðra World Questions útvarpsþætti má hlusta á með því að smella hér. Bretland Menning Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Spurningarnar geta komið alls staðar að og er það Jonny Dymond, sérfræðingur BBC í bresku konungsfjölskyldunni, sem fer með þáttarstjórn. Breska ríkisútvarpið hefur framkvæmt eins viðburði um allan heim. Hver sem er getur mætt og fylgst með en leikhússtjóri Tjarnarbíós, Sara Marti Guðmundsdóttir segir að búist sé við heljarinnar viðburði. Hann sé haldinn til þess að veita innsýn í pólitíska landslag landsins sem á við hverju sinni. Boðið verði í fordrykk og veitingar fyrir þá sem mæta á svæðið. „Það þarf svolítið að passa upp á allt, það verða verðir úti um allt hús. Það verður leitað á fólki áður en það kemur inn bara svona af því að þau hafa lent í allskonar uppátækjum þegar þau hafa gert þetta erlendis. Þetta verður svolítið stórt og við búumst alveg við fullu húsi,“ segir Sara. Samkvæmt vef BBC þar sem upptökurnar eru aðgengilegar og heimasíðu British Council verða Íslendingar einfaldlega spurðir út í framtíð landsins. Þórhildur Ólafsdóttir, fjölmiðlakona og íslenskur aðstandandi þáttarins segir enn verið að negla niður hvaða íslenska stjórnmálafólk verði fyrir valinu. Búast megi við því að tekið verði á stærri málaflokkum eins og ferðamannaiðnaðinum, loftslagsbreytingum og stríðinu í Úkraínu ásamt öðru innlendu. Ætlunin sé að kynna landið og stöðu þess fyrir þeim sem það ekki þekkja. Hægt er að skrá sig á viðburðinn í gegnum eyðublað frá British Council hér. Samkvæmt vef BBC verður upptakan af málfundinum aðgengileg hér þann 11. febrúar næstkomandi stuttu eftir að þátturinn kemur út. Þátturinn fer í loftið klukkan 19:06 á íslenskum tíma. Aðra World Questions útvarpsþætti má hlusta á með því að smella hér.
Bretland Menning Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira