Tók dæmi af bankaráni til að útskýra ákæruna í hryðjuverkamálinu Fanndís Birna Logadóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 26. janúar 2023 11:01 Þeir Ísidór og Sindri Snær við þingfestinguna á dögunum. Vísir Saksóknari og verjendur í hryðjuverkamálinu svokallaða takast nú um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í brotinu. Saksóknari segir ekki unnt að lýsa ætluðum brotum ákærðu með nákvæmari hætti en gert sé í ákærunni. Hann tók sem dæmi ímyndað bankarán til að styðja þá skoðun sína að ákæran ætti að fá efnislega meðferð fyrir dómi. Sindri Snær Birgisson er ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka og Ísidór Nathansson fyrir hlutdeild í tilrauninni. Málið var þingfest á dögunum en Daði Kristjánsson héraðsdómari ákvað að tekist yrði á um það fyrir dómi hvort vísa ætti frá dómi fyrstu tveimur liðum ákærunnar, þeim sem snúa að tilraun til hryðjuverka. Ástæðan væri óskýrleiki í ákærunni en þar kemur fram að tilraunin hafi beinst gegn ótilgreindum hópi fólks á ótilgreindum stað. Svona lítur hryðjuverkaliðurinn í ákærunni gegn Sindra Snæ út. Hann er auk þess ákærður fyrir vopnalagabrot sem hann hefur játað að hluta. Karl Ingi Vilbergsson, sem sækir málið fyrir hönd héraðssaksóknara, tók fyrstur til máls í dómsal í morgun. Hann vísaði til þess að dómstólar hefðu alloft fjallað um óskýrleika verknaðarlýsingu í ákærum. Af þeim dómafordæmum mætti ráða að lýsing á háttsemi yrði að vera svo greinargóð og skýr að dómari geti gert sér grein fyrir því um hvaða háttsemi ræði. Um leið að sakborningar geti tekið afstöðu og haldið uppi vörnum, það fari þó eftir eðli máls. Sá liður ákærunnar sem fjallar um hlutdeild í tilraun til hryðjuverka í tilfelli Ísidórs. Karl Ingi sagði í sumum málum unnt að greina ítarlega frá stað og stund brots en í öðrum ekki. Því sé óhjákvæmilegt að sakarefnum sé lýst með almennari hætti. Saksóknari telji ekki vafa á að ákærði Sindri Snær geti tekið afstöðu til ákærunnar. Hann hefði ákveðið að fremja hryðjuverk og sýnt þann ásetning ótvírætt í verki. „Verknaðarlýsingar eru eins skýrar og mögulegt er,“ sagði Karl Ingi. Um væri að ræða tilraunabrot, tilraun sem komin hafi verið mjög skammt á veg. Brotið hafi ekki verið fullframið og því liggi heildarmyndin ekki fyrir. „Það fór fram mjög ítarleg rannsókn,“ sagði Karl Ingi og ákæran væri grundvölluð af rannsóknargögnum. „Ákærðu voru búnir að ákveða að fremja hryðjuverk,“ sagði Karl Ingi. Ásetningur hafi verið ótvíræður. „Rannsóknargögnin segja okkur ekki hvert skotmarkið átti að vera eða hvar eða hvenær árásin átti að vera,“ sagði Karl Ingi. Möguleiki væri á að Sindri og Ísidór hefðu ekki verið búnir að ákveða hvenær eða gagnvart hverjum árásin yrði. Ekki væri hægt að lýsa brotum með nákvæmari hætti. Hvenær stendur til að fremja bankarán? Þá lagði Karl áherslu á að skotmark árásarinnar væri aukaatriði. Nefndi hann sem dæmi ef menn hefðu ákveðið að fremja bankarán, rætt það sín á milli í marga mánuði og orðið sér út um muni. Skotvopn, grímu og flóttabifreið. „Þegar lögregla handsamar þá er allt klárt til að fremja brotið en rannsóknargögnin segja ekkert um hvaða bankaútibú eða hvenær. Er það þá svo að ekki sé hægt að ákæra?“ Þar væri um að ræða tilraun til að ræða ótilgreindan banka, eins og í málinu sem væri til umfjöllunar. Sakarefnið væri í raun einfalt. „Ákærði Sindri er ákærður fyrir að reyna að fremja hryðjuverk. Hann sýnir þennan ásetning í verk. Ísidór er gefið að sök hlutdeild með því að hafa liðsinnt Sindra í orði og verki,“ sagði Karl Ingi. Karl Ingi sagðist ekki geta séð að ákærðan væri þannig úr garði gerð að ekki væri hægt að taka afstöðu til hennar. Ólíkt orðalag í gæsluvarðhaldskröfu og ákæru Dómari í málinu benti saksóknara á að við kröfu um gæsluvarðhald á meðan málið var á rannsóknarstigi hefðu stofnanir landsins verið nefndar. Þeirra á meðal voru Alþingi og lögregla. Það sé hins vegar ekki gert í ákæru. Karl Ingi svaraði því til að í samskiptum þeirra hefði verið rætt að sprengja ákveðin húsnæði mikilvægra stofnana. Sömuleiðis hefðu ákveðnir einstaklingar og hópar verið nefndir sem hafa átt að koma fyrir kattarnef. Þegar ákæran hafi verið smíðuð hafi það verið mat héraðssaksóknara að ekki væri unnt að skilgreina þessa hópa sérstaklega eða sanna málið gagnvart ákveðnum hópum eða byggingum. Það væri mat ákæruvaldsins að sýna að ásetningurinn hafi verið kominn fram. „Ég tel engin efni til að vísa þessari ákæru frá dómi,“ sagði Karl Ingi. Hún væri vissulega óvenjuleg en það gilti líka um málið. Það yrði að segjast eins og er að svona mál kæmu ekki oft fyrir dómstóla, þar sem verknaðurinn væri kominn svo skammt á veg. Þess vegna væri ákæran óvenjuleg. Danir í sömu vandræðum Athafnir Sindra í aðdraganda handtöku mætti líta á sem undirbúning fyrir hryðjuverk. Þá lægju fyrir upplýsingar um athafnir og samskipti Ísidórs sem hlutlægt mætti virða sem hlutdeild. Þar skorti huglæg skilyrði sem ekki væri hægt að leiða í ljós nema fyrir dómi. „Þegar við metum skýrleika verknaðarlýsingar, að þá verður að horfa til eðli brotsins og þeirra gagna og upplýsinga sem liggja fyrir í málinu,“ sagði Karl Ingi. „Það er ekki hægt að orða hlutina nema með almennum hætti ef við höfum ekki ítarlegar upplýsingar.“ Þá vísaði Karl Ingi til þess að Danir væru í sömu vandræðum og Íslendingar varðandi ákæru í málum er tengjast hryðjuverkum. Sjá megi á dómum að það liggi ekkert fyrir um hvenær átti að fremja hryðjuverk sem þar er lýst. Fólk sé gripið með efni til sprengjugerðar heima hjá sér. Fyrirtökunni lauk nú um klukkan ellefu og boðaði dómari úrskurð innan fjögurra vikna. Gerð verður grein fyrir Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir Dómari tekur til skoðunar hvort vísa eigi hryðjuverkalið frá Tveir karlmenn sem sæta ákæru fyrir skipulagningu hryðjuverka neituðu sök við þingfestingu málsins í dag. Þeir játuðu hluta ákærunnar sem sneri að vopnalagabrotum auk þess sem annar játaði fíkniefnabrot. Dómari ætlar að skoða hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að hryðjuverkabrotum. 18. janúar 2023 13:44 Ganga lausir en grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Á blaðamannafundi var greint frá því að mennirnir hefðu verið grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mál gegn þeim verður þingfest klukkan 13 í dag en athygli vekur að dómstólar landsins telja mennina ekki hættulegri en svo að þeir ganga lausir. 18. janúar 2023 11:45 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Sjá meira
Sindri Snær Birgisson er ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka og Ísidór Nathansson fyrir hlutdeild í tilrauninni. Málið var þingfest á dögunum en Daði Kristjánsson héraðsdómari ákvað að tekist yrði á um það fyrir dómi hvort vísa ætti frá dómi fyrstu tveimur liðum ákærunnar, þeim sem snúa að tilraun til hryðjuverka. Ástæðan væri óskýrleiki í ákærunni en þar kemur fram að tilraunin hafi beinst gegn ótilgreindum hópi fólks á ótilgreindum stað. Svona lítur hryðjuverkaliðurinn í ákærunni gegn Sindra Snæ út. Hann er auk þess ákærður fyrir vopnalagabrot sem hann hefur játað að hluta. Karl Ingi Vilbergsson, sem sækir málið fyrir hönd héraðssaksóknara, tók fyrstur til máls í dómsal í morgun. Hann vísaði til þess að dómstólar hefðu alloft fjallað um óskýrleika verknaðarlýsingu í ákærum. Af þeim dómafordæmum mætti ráða að lýsing á háttsemi yrði að vera svo greinargóð og skýr að dómari geti gert sér grein fyrir því um hvaða háttsemi ræði. Um leið að sakborningar geti tekið afstöðu og haldið uppi vörnum, það fari þó eftir eðli máls. Sá liður ákærunnar sem fjallar um hlutdeild í tilraun til hryðjuverka í tilfelli Ísidórs. Karl Ingi sagði í sumum málum unnt að greina ítarlega frá stað og stund brots en í öðrum ekki. Því sé óhjákvæmilegt að sakarefnum sé lýst með almennari hætti. Saksóknari telji ekki vafa á að ákærði Sindri Snær geti tekið afstöðu til ákærunnar. Hann hefði ákveðið að fremja hryðjuverk og sýnt þann ásetning ótvírætt í verki. „Verknaðarlýsingar eru eins skýrar og mögulegt er,“ sagði Karl Ingi. Um væri að ræða tilraunabrot, tilraun sem komin hafi verið mjög skammt á veg. Brotið hafi ekki verið fullframið og því liggi heildarmyndin ekki fyrir. „Það fór fram mjög ítarleg rannsókn,“ sagði Karl Ingi og ákæran væri grundvölluð af rannsóknargögnum. „Ákærðu voru búnir að ákveða að fremja hryðjuverk,“ sagði Karl Ingi. Ásetningur hafi verið ótvíræður. „Rannsóknargögnin segja okkur ekki hvert skotmarkið átti að vera eða hvar eða hvenær árásin átti að vera,“ sagði Karl Ingi. Möguleiki væri á að Sindri og Ísidór hefðu ekki verið búnir að ákveða hvenær eða gagnvart hverjum árásin yrði. Ekki væri hægt að lýsa brotum með nákvæmari hætti. Hvenær stendur til að fremja bankarán? Þá lagði Karl áherslu á að skotmark árásarinnar væri aukaatriði. Nefndi hann sem dæmi ef menn hefðu ákveðið að fremja bankarán, rætt það sín á milli í marga mánuði og orðið sér út um muni. Skotvopn, grímu og flóttabifreið. „Þegar lögregla handsamar þá er allt klárt til að fremja brotið en rannsóknargögnin segja ekkert um hvaða bankaútibú eða hvenær. Er það þá svo að ekki sé hægt að ákæra?“ Þar væri um að ræða tilraun til að ræða ótilgreindan banka, eins og í málinu sem væri til umfjöllunar. Sakarefnið væri í raun einfalt. „Ákærði Sindri er ákærður fyrir að reyna að fremja hryðjuverk. Hann sýnir þennan ásetning í verk. Ísidór er gefið að sök hlutdeild með því að hafa liðsinnt Sindra í orði og verki,“ sagði Karl Ingi. Karl Ingi sagðist ekki geta séð að ákærðan væri þannig úr garði gerð að ekki væri hægt að taka afstöðu til hennar. Ólíkt orðalag í gæsluvarðhaldskröfu og ákæru Dómari í málinu benti saksóknara á að við kröfu um gæsluvarðhald á meðan málið var á rannsóknarstigi hefðu stofnanir landsins verið nefndar. Þeirra á meðal voru Alþingi og lögregla. Það sé hins vegar ekki gert í ákæru. Karl Ingi svaraði því til að í samskiptum þeirra hefði verið rætt að sprengja ákveðin húsnæði mikilvægra stofnana. Sömuleiðis hefðu ákveðnir einstaklingar og hópar verið nefndir sem hafa átt að koma fyrir kattarnef. Þegar ákæran hafi verið smíðuð hafi það verið mat héraðssaksóknara að ekki væri unnt að skilgreina þessa hópa sérstaklega eða sanna málið gagnvart ákveðnum hópum eða byggingum. Það væri mat ákæruvaldsins að sýna að ásetningurinn hafi verið kominn fram. „Ég tel engin efni til að vísa þessari ákæru frá dómi,“ sagði Karl Ingi. Hún væri vissulega óvenjuleg en það gilti líka um málið. Það yrði að segjast eins og er að svona mál kæmu ekki oft fyrir dómstóla, þar sem verknaðurinn væri kominn svo skammt á veg. Þess vegna væri ákæran óvenjuleg. Danir í sömu vandræðum Athafnir Sindra í aðdraganda handtöku mætti líta á sem undirbúning fyrir hryðjuverk. Þá lægju fyrir upplýsingar um athafnir og samskipti Ísidórs sem hlutlægt mætti virða sem hlutdeild. Þar skorti huglæg skilyrði sem ekki væri hægt að leiða í ljós nema fyrir dómi. „Þegar við metum skýrleika verknaðarlýsingar, að þá verður að horfa til eðli brotsins og þeirra gagna og upplýsinga sem liggja fyrir í málinu,“ sagði Karl Ingi. „Það er ekki hægt að orða hlutina nema með almennum hætti ef við höfum ekki ítarlegar upplýsingar.“ Þá vísaði Karl Ingi til þess að Danir væru í sömu vandræðum og Íslendingar varðandi ákæru í málum er tengjast hryðjuverkum. Sjá megi á dómum að það liggi ekkert fyrir um hvenær átti að fremja hryðjuverk sem þar er lýst. Fólk sé gripið með efni til sprengjugerðar heima hjá sér. Fyrirtökunni lauk nú um klukkan ellefu og boðaði dómari úrskurð innan fjögurra vikna. Gerð verður grein fyrir
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir Dómari tekur til skoðunar hvort vísa eigi hryðjuverkalið frá Tveir karlmenn sem sæta ákæru fyrir skipulagningu hryðjuverka neituðu sök við þingfestingu málsins í dag. Þeir játuðu hluta ákærunnar sem sneri að vopnalagabrotum auk þess sem annar játaði fíkniefnabrot. Dómari ætlar að skoða hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að hryðjuverkabrotum. 18. janúar 2023 13:44 Ganga lausir en grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Á blaðamannafundi var greint frá því að mennirnir hefðu verið grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mál gegn þeim verður þingfest klukkan 13 í dag en athygli vekur að dómstólar landsins telja mennina ekki hættulegri en svo að þeir ganga lausir. 18. janúar 2023 11:45 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Sjá meira
Dómari tekur til skoðunar hvort vísa eigi hryðjuverkalið frá Tveir karlmenn sem sæta ákæru fyrir skipulagningu hryðjuverka neituðu sök við þingfestingu málsins í dag. Þeir játuðu hluta ákærunnar sem sneri að vopnalagabrotum auk þess sem annar játaði fíkniefnabrot. Dómari ætlar að skoða hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að hryðjuverkabrotum. 18. janúar 2023 13:44
Ganga lausir en grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Á blaðamannafundi var greint frá því að mennirnir hefðu verið grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mál gegn þeim verður þingfest klukkan 13 í dag en athygli vekur að dómstólar landsins telja mennina ekki hættulegri en svo að þeir ganga lausir. 18. janúar 2023 11:45
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels