Jóhann Þór: „Það verða breytingar ef við náum þeim í gegn fyrir lok gluggans“ Sæbjörn Steinke skrifar 27. janúar 2023 00:34 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm „Ég er fyrst og fremst stoltur af mínu liði, við gáfum þeim bara hörkuleik. Það er svolítið að tala svona, auðvitað er ég svekktur eftir tap. En við vorum ákveðnir að labba stoltir héðan út og ég held að við getum borið höfuðið hátt, sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld. „Þetta er jákvætt framhald eftir frekar slaka frammistöðu síðast, fullt af ljósum punktum og ég er þokkalega sáttur við þetta,“ sagði Jóhann Þór ennfremur. Jóhann sagði að það væri mjög augljóst hvað hefði fellt Grindvíkinga í seinni hálfleik. „Við sprungum, þeir tóku einhver sex sóknarfráköst á stuttum kafla og tvö þeirra hefði Ólafur alltaf náð ef hann hefði haft lappir í það. Hann var bara orðinn þreyttur.“ Keflavík var fljótt að komast í skotrétt í seinni hálfleik. Spilaði þreyta heimamanna þar inn í? „Nei, það var bara lína dómaranna.“ Ertu svekktur með línuna? „No comment.“ Jóhann sagði að Grindavík ætlaði sér að gera breytingar á leikmannahópi sínum fyrir gluggalok. „Það verða breytingar ef við náum þeim í gegn fyrir lok gluggans. Ég er ekki að fara að skipta um Kana. Sérðu Stjörnuna maður, þeir eru einhverjar tíu vikur að bíða eftir sakavottorði frá Þýskalandi fyrir sinn nýja leikmann út af þessum fáránlegu reglum.“ Er Jóhann ánægður með hvar liðið er statt í dag? Sigrarnir eru sjö, töpin eru sjö og liðið er í sjöunda sæti eftir fjórtán umferðir. „Já og nei. Það eru einhver ef og hefði, við hefðum getað verið búnir að vinna fleiri leiki. Við höfum tapað held ég þremur leikjum nokkuð sannfærandi. Miðað við allt og allt, róteringar á liðinu, breytingar og alls konar meiðsli og vesen er ég þokkalega sáttur þó maður vilji alltaf meira.“ Ef það kemur inn evrópskur leikmaður verða þá þeir Gaios Skordilis og Valdas Vasylius áfram hjá félaginu? „Það verður bara að koma í ljós. Við erum að skoða alla möguleika. Ég vil helst bara hafa þrjá erlenda leikmenn. Ég nenni ekki að vera pæla í því þegar ég er að skipta inn á hvort þessi þurfi að fara út af eða hinn. Við eigum eftir að setjast niður og taka ákvörðun um það.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Grindavík - Keflavík 93-104 | Góður endasprettur skóp sigur Keflavíkur í grannaslagnum Keflvíkingar keyrðu yfir granna sína á fimm mínútna kafla Keflvíkingar unnu sigur á grönnum sínum í Grindavík á útivelli í 14. umferð Subway-deildar karla í kvöld. Keflavík vann með ellefu stigum, lokatölur 104-93 eftir að Grindavík leiddi með fjórum stigum í hálfleik. 26. janúar 2023 22:00 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira
„Þetta er jákvætt framhald eftir frekar slaka frammistöðu síðast, fullt af ljósum punktum og ég er þokkalega sáttur við þetta,“ sagði Jóhann Þór ennfremur. Jóhann sagði að það væri mjög augljóst hvað hefði fellt Grindvíkinga í seinni hálfleik. „Við sprungum, þeir tóku einhver sex sóknarfráköst á stuttum kafla og tvö þeirra hefði Ólafur alltaf náð ef hann hefði haft lappir í það. Hann var bara orðinn þreyttur.“ Keflavík var fljótt að komast í skotrétt í seinni hálfleik. Spilaði þreyta heimamanna þar inn í? „Nei, það var bara lína dómaranna.“ Ertu svekktur með línuna? „No comment.“ Jóhann sagði að Grindavík ætlaði sér að gera breytingar á leikmannahópi sínum fyrir gluggalok. „Það verða breytingar ef við náum þeim í gegn fyrir lok gluggans. Ég er ekki að fara að skipta um Kana. Sérðu Stjörnuna maður, þeir eru einhverjar tíu vikur að bíða eftir sakavottorði frá Þýskalandi fyrir sinn nýja leikmann út af þessum fáránlegu reglum.“ Er Jóhann ánægður með hvar liðið er statt í dag? Sigrarnir eru sjö, töpin eru sjö og liðið er í sjöunda sæti eftir fjórtán umferðir. „Já og nei. Það eru einhver ef og hefði, við hefðum getað verið búnir að vinna fleiri leiki. Við höfum tapað held ég þremur leikjum nokkuð sannfærandi. Miðað við allt og allt, róteringar á liðinu, breytingar og alls konar meiðsli og vesen er ég þokkalega sáttur þó maður vilji alltaf meira.“ Ef það kemur inn evrópskur leikmaður verða þá þeir Gaios Skordilis og Valdas Vasylius áfram hjá félaginu? „Það verður bara að koma í ljós. Við erum að skoða alla möguleika. Ég vil helst bara hafa þrjá erlenda leikmenn. Ég nenni ekki að vera pæla í því þegar ég er að skipta inn á hvort þessi þurfi að fara út af eða hinn. Við eigum eftir að setjast niður og taka ákvörðun um það.“
Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Grindavík - Keflavík 93-104 | Góður endasprettur skóp sigur Keflavíkur í grannaslagnum Keflvíkingar keyrðu yfir granna sína á fimm mínútna kafla Keflvíkingar unnu sigur á grönnum sínum í Grindavík á útivelli í 14. umferð Subway-deildar karla í kvöld. Keflavík vann með ellefu stigum, lokatölur 104-93 eftir að Grindavík leiddi með fjórum stigum í hálfleik. 26. janúar 2023 22:00 Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Handbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Grindavík - Keflavík 93-104 | Góður endasprettur skóp sigur Keflavíkur í grannaslagnum Keflvíkingar keyrðu yfir granna sína á fimm mínútna kafla Keflvíkingar unnu sigur á grönnum sínum í Grindavík á útivelli í 14. umferð Subway-deildar karla í kvöld. Keflavík vann með ellefu stigum, lokatölur 104-93 eftir að Grindavík leiddi með fjórum stigum í hálfleik. 26. janúar 2023 22:00