Bannaður frá þátttöku tímabilið 2023 eftir að hafa veðjað á eigið lið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. janúar 2023 17:45 Sigurður Gísli Bond Snorrason spilaði 21 leik með Aftureldingu í deild og bikar sumarið 2022. Vísir/Egill Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur dæmt í máli Sigurðar Gísla Bond Snorrasonar. Hann veðjaði á mörg hundruð leiki, þar á meðal sína eigin. „Hefur nefndin úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023.“ Fyrr í mánuðnum greindi Heimildin frá því að leikmaður Aftureldingar, sem leikur í Lengjudeildinni, hefði sumarið 2022 veðjaði á hundruð knattspyrnuleikja hér á landi á sama sumar. Meðal annars leiki sem hann spilaði. Ljóst er að um klárt brot á regluverki KSÍ er að ræða. Í lögum sambandsins segir að leikmönnum sé óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Bann þetta tekur einnig til miðlunar upplýsinga í þeim tilgangi að hafa áhrif á veðmál og fela í sér fjárhagslegan ávinning. Nú hefur aga- og úrskurðarnefnd KSÍ dæmt í máli Sigurðar Gísla. Á vef KSÍ segir: „Í greinargerð kæranda er sérstaklega vitnað til þátttöku varnaraðila í fimm veðmálum í tengslum við eigin leiki og eigið mót keppnistímabilið 2022. Hafi varnaraðili í fjögur þessara skipta sjálfur tekið þátt í umræddum leikjum með liði mfl. karla hjá Aftureldingu í Lengjudeild karla ... Varnaraðili hafi með beinni þátttöku sinni í veðmálastarfsemi í tengslum við eigin leiki og eigið mót gerst brotlegur gagnvart grein 6.2. laga KSÍ og grein 4.4. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót.“ „Við ákvörðun viðurlaga horfir nefndin til þess að varnaraðili hafi gerst brotlegur gagnvart ákvæði laga KSÍ sem er ætlað til að standa vörð um heilindi og háttvísi í knattspyrnuhreyfingunni. Þegar aðili, sem fellur undir lögin, gerist uppvís af þátttöku í veðmálastarfsemi í tengslum við eigin leiki og eigið mót gengur það gegn grundvallarreglu um heiðarlegan leik gagnvart öllum þátttakendum leiksins.“ Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023. https://t.co/sXCUsiy4Mu— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 27, 2023 „Varnaðili hafi auk þess gerst brotlegur í a.m.k. fimm skipti á sex vikna tímabili og þar af voru fjórir leikir sem hann tók þátt í sjálfur. Að mati nefndarinnar er því hér um að ræða brot á grundvallarreglu sem eru alvarlegs eðlis, sér í lagi með tilliti til þess að veðmálin lutu að leikjum sem varnaraðili tók sjálfur þátt í.“ Því hefur aga- og úrskurðarnefndar ákveðið með vísan til 40. greinar laga KSÍ að úrskurða Sigurð Gísla í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023, það er frá 1. febrúar til 15. nóvember. Sigurður Gísli tjáði sig um málið í hlaðvarpinu Dr. Football eftir að það komst upp um hann. Hann sagði það hafa verið heimskulegt af sér að veðja á eigin knattspyrnuleiki. Strangt til tekið vissi hann að þetta væri ólöglegt en hann segist aldrei hafa labbað inn á knattspyrnuvöll með neitt annað hugarfar en að vinna leikinn. Hér má lesa úrskurð aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í heild sinni. Íslenski boltinn Lengjudeild karla Afturelding KSÍ Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira
Fyrr í mánuðnum greindi Heimildin frá því að leikmaður Aftureldingar, sem leikur í Lengjudeildinni, hefði sumarið 2022 veðjaði á hundruð knattspyrnuleikja hér á landi á sama sumar. Meðal annars leiki sem hann spilaði. Ljóst er að um klárt brot á regluverki KSÍ er að ræða. Í lögum sambandsins segir að leikmönnum sé óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Bann þetta tekur einnig til miðlunar upplýsinga í þeim tilgangi að hafa áhrif á veðmál og fela í sér fjárhagslegan ávinning. Nú hefur aga- og úrskurðarnefnd KSÍ dæmt í máli Sigurðar Gísla. Á vef KSÍ segir: „Í greinargerð kæranda er sérstaklega vitnað til þátttöku varnaraðila í fimm veðmálum í tengslum við eigin leiki og eigið mót keppnistímabilið 2022. Hafi varnaraðili í fjögur þessara skipta sjálfur tekið þátt í umræddum leikjum með liði mfl. karla hjá Aftureldingu í Lengjudeild karla ... Varnaraðili hafi með beinni þátttöku sinni í veðmálastarfsemi í tengslum við eigin leiki og eigið mót gerst brotlegur gagnvart grein 6.2. laga KSÍ og grein 4.4. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót.“ „Við ákvörðun viðurlaga horfir nefndin til þess að varnaraðili hafi gerst brotlegur gagnvart ákvæði laga KSÍ sem er ætlað til að standa vörð um heilindi og háttvísi í knattspyrnuhreyfingunni. Þegar aðili, sem fellur undir lögin, gerist uppvís af þátttöku í veðmálastarfsemi í tengslum við eigin leiki og eigið mót gengur það gegn grundvallarreglu um heiðarlegan leik gagnvart öllum þátttakendum leiksins.“ Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur úrskurðað fyrrum samningsleikmann Aftureldingar í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023. https://t.co/sXCUsiy4Mu— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 27, 2023 „Varnaðili hafi auk þess gerst brotlegur í a.m.k. fimm skipti á sex vikna tímabili og þar af voru fjórir leikir sem hann tók þátt í sjálfur. Að mati nefndarinnar er því hér um að ræða brot á grundvallarreglu sem eru alvarlegs eðlis, sér í lagi með tilliti til þess að veðmálin lutu að leikjum sem varnaraðili tók sjálfur þátt í.“ Því hefur aga- og úrskurðarnefndar ákveðið með vísan til 40. greinar laga KSÍ að úrskurða Sigurð Gísla í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu keppnistímabilið 2023, það er frá 1. febrúar til 15. nóvember. Sigurður Gísli tjáði sig um málið í hlaðvarpinu Dr. Football eftir að það komst upp um hann. Hann sagði það hafa verið heimskulegt af sér að veðja á eigin knattspyrnuleiki. Strangt til tekið vissi hann að þetta væri ólöglegt en hann segist aldrei hafa labbað inn á knattspyrnuvöll með neitt annað hugarfar en að vinna leikinn. Hér má lesa úrskurð aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í heild sinni.
Íslenski boltinn Lengjudeild karla Afturelding KSÍ Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira