„Það er það sem maður óttast“ Sigurður Orri Kristjánsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 27. janúar 2023 23:31 Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins óttast að málið setji slæmt fordæmi. Vísir/Vilhelm/Reykjavíkurborg Borgarland Reykjavíkurborgar minnkar um meira en 200 fermetra ef borgarráð samþykir nýtt deiliskipulag fyrir umdeilt tún við Vesturbæjarlaug. Borgarfulltrúi minnihlutans segir slæmt ef málið verður fordæmisgefandi. Deilt hefur verið um stærð lóðanna við Einimel í Vesturbænum árum og áratugum saman en há girðing hefur staðið allt að 14 metra út fyrir lóðamörk húsanna. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við Kjartan Magnússon borgarfulltrúa í dag. Skiplagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti nýtt deiliskipulag á fundi sínum í vikunni en í gildandi skipulagi sést glögglega að lóðamörkin eru nokkuð skýr. Girðingin nær þó langt út inn, á svæðið sem er merkt L á myndinni, en L merkir leiksvæði. Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir því að þrjár lóðanna, við Einimel 18, 24 og 26, stækki og tapar borgin þar með 236 fermetrum af landi. Lóðahafarnir fá að kaupa landið af borginni en ekki er ljóst á hvaða verði. Hin nýja deiliskipulagstillaga. Brotna línan sýnir hvernig lóðirnar stækka út á Sundlaugartúnið. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins af afgreiðslu borgaryfirvalda. „Já, þetta mál hefur náttúrulega verið rætt mikið og lengi. Það kom okkur á óvart að þetta yrði niðurstaðan gagnvart þessum almenningsgarði; að samþykkja útfærslu inn í hann. Þetta hefur verið rætt lengi og bara þegar maður skoðar gögn málsins þá sér maður að það er með ótvíræðum hætti verið að færa einkalóðir út í þennan almenningsgarð sem sundlaugartúnið er.“ En þekkir Kjartan dæmi þess að girðingar nái út fyrir lóðamörk í borginni? „Já, ég hef heyrt um nokkur slík dæmi og auðvitað væri slæmt ef menn gætu vísað þar í þetta fordæmi og krafist þess að fá að halda slíkum lóðaútvíkkinum til streitu á þeim grundvelli. Það er það sem maður óttast,“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Reykjavík Skipulag Nágrannadeilur Stjórnsýsla Deilur um Sundlaugartún Tengdar fréttir Leggur til að rukka íbúana lóðagjöld áratugi aftur í tímann Teitur Atlason, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur borgaryfirvöld vera að reyna að skapa gott veður á meðal valdamikilla íbúa við Einimel, með því að færa lóðamörk þeirra fram um þrjá metra. Hann segir af sér í dag. 2. mars 2022 11:59 „Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39 Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. 2. mars 2022 22:41 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Deilt hefur verið um stærð lóðanna við Einimel í Vesturbænum árum og áratugum saman en há girðing hefur staðið allt að 14 metra út fyrir lóðamörk húsanna. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við Kjartan Magnússon borgarfulltrúa í dag. Skiplagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti nýtt deiliskipulag á fundi sínum í vikunni en í gildandi skipulagi sést glögglega að lóðamörkin eru nokkuð skýr. Girðingin nær þó langt út inn, á svæðið sem er merkt L á myndinni, en L merkir leiksvæði. Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir því að þrjár lóðanna, við Einimel 18, 24 og 26, stækki og tapar borgin þar með 236 fermetrum af landi. Lóðahafarnir fá að kaupa landið af borginni en ekki er ljóst á hvaða verði. Hin nýja deiliskipulagstillaga. Brotna línan sýnir hvernig lóðirnar stækka út á Sundlaugartúnið. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins af afgreiðslu borgaryfirvalda. „Já, þetta mál hefur náttúrulega verið rætt mikið og lengi. Það kom okkur á óvart að þetta yrði niðurstaðan gagnvart þessum almenningsgarði; að samþykkja útfærslu inn í hann. Þetta hefur verið rætt lengi og bara þegar maður skoðar gögn málsins þá sér maður að það er með ótvíræðum hætti verið að færa einkalóðir út í þennan almenningsgarð sem sundlaugartúnið er.“ En þekkir Kjartan dæmi þess að girðingar nái út fyrir lóðamörk í borginni? „Já, ég hef heyrt um nokkur slík dæmi og auðvitað væri slæmt ef menn gætu vísað þar í þetta fordæmi og krafist þess að fá að halda slíkum lóðaútvíkkinum til streitu á þeim grundvelli. Það er það sem maður óttast,“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Reykjavík Skipulag Nágrannadeilur Stjórnsýsla Deilur um Sundlaugartún Tengdar fréttir Leggur til að rukka íbúana lóðagjöld áratugi aftur í tímann Teitur Atlason, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur borgaryfirvöld vera að reyna að skapa gott veður á meðal valdamikilla íbúa við Einimel, með því að færa lóðamörk þeirra fram um þrjá metra. Hann segir af sér í dag. 2. mars 2022 11:59 „Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39 Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. 2. mars 2022 22:41 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Leggur til að rukka íbúana lóðagjöld áratugi aftur í tímann Teitur Atlason, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur borgaryfirvöld vera að reyna að skapa gott veður á meðal valdamikilla íbúa við Einimel, með því að færa lóðamörk þeirra fram um þrjá metra. Hann segir af sér í dag. 2. mars 2022 11:59
„Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39
Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. 2. mars 2022 22:41