„Það er það sem maður óttast“ Sigurður Orri Kristjánsson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 27. janúar 2023 23:31 Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins óttast að málið setji slæmt fordæmi. Vísir/Vilhelm/Reykjavíkurborg Borgarland Reykjavíkurborgar minnkar um meira en 200 fermetra ef borgarráð samþykir nýtt deiliskipulag fyrir umdeilt tún við Vesturbæjarlaug. Borgarfulltrúi minnihlutans segir slæmt ef málið verður fordæmisgefandi. Deilt hefur verið um stærð lóðanna við Einimel í Vesturbænum árum og áratugum saman en há girðing hefur staðið allt að 14 metra út fyrir lóðamörk húsanna. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við Kjartan Magnússon borgarfulltrúa í dag. Skiplagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti nýtt deiliskipulag á fundi sínum í vikunni en í gildandi skipulagi sést glögglega að lóðamörkin eru nokkuð skýr. Girðingin nær þó langt út inn, á svæðið sem er merkt L á myndinni, en L merkir leiksvæði. Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir því að þrjár lóðanna, við Einimel 18, 24 og 26, stækki og tapar borgin þar með 236 fermetrum af landi. Lóðahafarnir fá að kaupa landið af borginni en ekki er ljóst á hvaða verði. Hin nýja deiliskipulagstillaga. Brotna línan sýnir hvernig lóðirnar stækka út á Sundlaugartúnið. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins af afgreiðslu borgaryfirvalda. „Já, þetta mál hefur náttúrulega verið rætt mikið og lengi. Það kom okkur á óvart að þetta yrði niðurstaðan gagnvart þessum almenningsgarði; að samþykkja útfærslu inn í hann. Þetta hefur verið rætt lengi og bara þegar maður skoðar gögn málsins þá sér maður að það er með ótvíræðum hætti verið að færa einkalóðir út í þennan almenningsgarð sem sundlaugartúnið er.“ En þekkir Kjartan dæmi þess að girðingar nái út fyrir lóðamörk í borginni? „Já, ég hef heyrt um nokkur slík dæmi og auðvitað væri slæmt ef menn gætu vísað þar í þetta fordæmi og krafist þess að fá að halda slíkum lóðaútvíkkinum til streitu á þeim grundvelli. Það er það sem maður óttast,“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Reykjavík Skipulag Nágrannadeilur Stjórnsýsla Deilur um Sundlaugartún Tengdar fréttir Leggur til að rukka íbúana lóðagjöld áratugi aftur í tímann Teitur Atlason, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur borgaryfirvöld vera að reyna að skapa gott veður á meðal valdamikilla íbúa við Einimel, með því að færa lóðamörk þeirra fram um þrjá metra. Hann segir af sér í dag. 2. mars 2022 11:59 „Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39 Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. 2. mars 2022 22:41 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Deilt hefur verið um stærð lóðanna við Einimel í Vesturbænum árum og áratugum saman en há girðing hefur staðið allt að 14 metra út fyrir lóðamörk húsanna. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við Kjartan Magnússon borgarfulltrúa í dag. Skiplagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti nýtt deiliskipulag á fundi sínum í vikunni en í gildandi skipulagi sést glögglega að lóðamörkin eru nokkuð skýr. Girðingin nær þó langt út inn, á svæðið sem er merkt L á myndinni, en L merkir leiksvæði. Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir því að þrjár lóðanna, við Einimel 18, 24 og 26, stækki og tapar borgin þar með 236 fermetrum af landi. Lóðahafarnir fá að kaupa landið af borginni en ekki er ljóst á hvaða verði. Hin nýja deiliskipulagstillaga. Brotna línan sýnir hvernig lóðirnar stækka út á Sundlaugartúnið. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins af afgreiðslu borgaryfirvalda. „Já, þetta mál hefur náttúrulega verið rætt mikið og lengi. Það kom okkur á óvart að þetta yrði niðurstaðan gagnvart þessum almenningsgarði; að samþykkja útfærslu inn í hann. Þetta hefur verið rætt lengi og bara þegar maður skoðar gögn málsins þá sér maður að það er með ótvíræðum hætti verið að færa einkalóðir út í þennan almenningsgarð sem sundlaugartúnið er.“ En þekkir Kjartan dæmi þess að girðingar nái út fyrir lóðamörk í borginni? „Já, ég hef heyrt um nokkur slík dæmi og auðvitað væri slæmt ef menn gætu vísað þar í þetta fordæmi og krafist þess að fá að halda slíkum lóðaútvíkkinum til streitu á þeim grundvelli. Það er það sem maður óttast,“ segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Reykjavík Skipulag Nágrannadeilur Stjórnsýsla Deilur um Sundlaugartún Tengdar fréttir Leggur til að rukka íbúana lóðagjöld áratugi aftur í tímann Teitur Atlason, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur borgaryfirvöld vera að reyna að skapa gott veður á meðal valdamikilla íbúa við Einimel, með því að færa lóðamörk þeirra fram um þrjá metra. Hann segir af sér í dag. 2. mars 2022 11:59 „Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39 Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. 2. mars 2022 22:41 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Sjá meira
Leggur til að rukka íbúana lóðagjöld áratugi aftur í tímann Teitur Atlason, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur borgaryfirvöld vera að reyna að skapa gott veður á meðal valdamikilla íbúa við Einimel, með því að færa lóðamörk þeirra fram um þrjá metra. Hann segir af sér í dag. 2. mars 2022 11:59
„Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39
Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu. 2. mars 2022 22:41