Enski boltinn

„Við hefðum getað fengið miklu meira út úr leiknum“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mikel Arteta, þjálfari Arsenal.
Mikel Arteta, þjálfari Arsenal. Vincent Mignott/Getty Images

„Mjög vonsvikinn,“ sagði Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, eftir 1-0 tap sinna manna gegn Manchester City í ensku bikarkeppninni í fótbolta. 

„Ég tel að við getðum getað fengið miklu meira út úr leiknum. Aðgerðirnar ákváðu leikinn en þetta var mjög jafn leikur og eitt atvik breytti öllu. Ég held að við hefðum getað höndlað það betur þegar kom að því að boltinn var inn í teignum,“ sagði Arteta um markið sem skildi liðin að.

„Við fengum góð færi sem við nýttum ekki. Við getum tekið margt jákvæt með okkur úr leiknum, að mínu mati hvernig við nálguðumst leikinn og spiluðum hann. Það er mjög erfitt að vinna gegn þessu liði en við mættum þeim af krafti.“

„Á stóru augnablikunum, í stóru leikjunum þá verður þú að skipta máli. Þú verður að gera gæfumuninn. Þannig vinnur þú svona leiki,“ sagði Arteta að endingu.

Arsenal getur enn unnið tvo bikara en liðið er fimm stiga forystu og leik til góða á Manchester City í deildinni ásamt því að vera komið í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Arsenal og Man City eiga þó eftir að mætast tvisvar í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×