Gusto kemur frá Lyon í Frakklandi og leikur vanalega í stöðu hægri bakvarðar. Hann er sjöundi leikmaðurinn sem Chelsea sækir í janúarglugganum. Áður hafði félagið fest kaup á Mykhaylo Mudryk, Benoît Badiashile, Noni Madueke, Andrey Santos, David Datro Fofana og João Félix á láni.
Þar sem Lyon var ekki tilbúið að sleppa Gusto fyrr en í sumar mun hann vera áfram í röðum franska liðsins sem gerir sér enn vonir um að ná Evrópusæti þrátt fyrir að vera í 9. sæti deildarinnar um þessar mundir.
I m a fast player, a crosser and box-to-box.
— Chelsea FC (@ChelseaFC) January 29, 2023
Getting to know Malo Gusto! pic.twitter.com/YE1p0LPahH
Gusto hefur leikið 47 leiki fyrir Lyon sem og hann hefur spilað fyrir öll yngri landslið Frakklands. Hann kostar Chelsea 30 milljónir evra plús mögulegra bónusgreiðslna þegar fram líða stundir. Samningur hans gildir til sumarsins 2030.