Haltrandi tengdasonur leiddi Höfðingjana í Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2023 09:01 Kansas City Chiefs maðurinn Patrick Mahomes fagnar sigri með dóttur sinni Sterling Skye Mahomes eftir sigurinn á Cincinnati Bengals í nótt. Getty/Kevin C. Cox Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles spila í Super Bowl í NFL deildinni í ár en það var ljóst eftir að liðin unnu úrslitaleiki deildanna í gær og nótt. Chiefs tryggði sér sæti sæti í Super Bowl í þriðja sinn á fjórum árum eftir 23-20 sigur á Cincinnati Bengals í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar. Tengdasonur Mosfellsbæjar, Patrick Mahomes, sýndi mikinn andlega styrk og vilja með því að leiða lið sitt í gegnum þennan leik því hann var illa tognaður á ökkla eftir leikinn um síðustu helgi. .@PatrickMahomes reacts to winning his 3rd AFC Championship! (via @NFLonCBS)@Chiefs pic.twitter.com/tvGvxiv2ed— NFL (@NFL) January 30, 2023 Mahomes náði að kasta fyrir tveimur snertimörkum á meðan fullfrískur kollegi hans hinum megin, Joe Burrow, kastaði boltanum tvisvar frá sér í leiknum. Bengals vann þennan leik á sama tíma í fyrra en nú var komið að Chiefs að fagna sigri. Sparkarinn Harrison Butker tryggði Chiefs sigurinn með 45 jarda vallarmarki en áður hafði Mahomes sýndi mikinn styrk með því að hlaupa haltrandi með boltann og fiska fimmtán jarda víti að auki. Það munaði öllu í að skapa Butker betra vallarmarksfæri. Mótherji Höfðingjanna verður Philadelphia Eagles sem vann 31-7 sigur á San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Eagles-liðið hefur verið á miklu flugi í allan vetur og hlaupaleikurinn afar öflugur með leikstjórnandann Jalen Hurts í fararbroddi. Hurts skoraði eitt af fjórum snertimörkunum sem Ernirnir hlupu með í gegnum 49ers vörnina. Stærsta saga leiksins verður þó örugglega ótrúleg meiðslavandræði leikstjórnenda San Francisco 49ers liðsins. NEW NEWS! We ve got a Kelce Bowl. #SBLVII pic.twitter.com/5hGw65WQ2W— NFL (@NFL) January 30, 2023 Leikstjórnenda ólukka 49ers hélt nefnilega áfram en nú í öðru veldi. 49ers höfðu þegar missti tvo leikstjórnenda í meiðsli á leiktíðinni og þeir misstu tvo til viðbótar meidda af velli í gær. Á endanum varð annar þeirra að spila án þess að geta kastað og útkoman var ekki glæsileg. Þessi úrslit þýða jafnframt að bræðurnir Travis Kelce og Jason Kelce mætast í Super Bowl en það hefur ekki gerst áður. Travis er innherji Chiefs liðsins en Jason er senter Eagles-liðsins. Þeir spila því báðir sókn og mætast því ekki bókstaflega inn á vellinum. Super Bowl leikur Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles fer fram eftir tæpar tvær vikur eða sunnudaginn 12. febrúar. The stage is set. #SBLVII@Chiefs | @Eagles pic.twitter.com/FoKA914sxS— NFL (@NFL) January 30, 2023 NFL Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Sjá meira
Chiefs tryggði sér sæti sæti í Super Bowl í þriðja sinn á fjórum árum eftir 23-20 sigur á Cincinnati Bengals í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar. Tengdasonur Mosfellsbæjar, Patrick Mahomes, sýndi mikinn andlega styrk og vilja með því að leiða lið sitt í gegnum þennan leik því hann var illa tognaður á ökkla eftir leikinn um síðustu helgi. .@PatrickMahomes reacts to winning his 3rd AFC Championship! (via @NFLonCBS)@Chiefs pic.twitter.com/tvGvxiv2ed— NFL (@NFL) January 30, 2023 Mahomes náði að kasta fyrir tveimur snertimörkum á meðan fullfrískur kollegi hans hinum megin, Joe Burrow, kastaði boltanum tvisvar frá sér í leiknum. Bengals vann þennan leik á sama tíma í fyrra en nú var komið að Chiefs að fagna sigri. Sparkarinn Harrison Butker tryggði Chiefs sigurinn með 45 jarda vallarmarki en áður hafði Mahomes sýndi mikinn styrk með því að hlaupa haltrandi með boltann og fiska fimmtán jarda víti að auki. Það munaði öllu í að skapa Butker betra vallarmarksfæri. Mótherji Höfðingjanna verður Philadelphia Eagles sem vann 31-7 sigur á San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Eagles-liðið hefur verið á miklu flugi í allan vetur og hlaupaleikurinn afar öflugur með leikstjórnandann Jalen Hurts í fararbroddi. Hurts skoraði eitt af fjórum snertimörkunum sem Ernirnir hlupu með í gegnum 49ers vörnina. Stærsta saga leiksins verður þó örugglega ótrúleg meiðslavandræði leikstjórnenda San Francisco 49ers liðsins. NEW NEWS! We ve got a Kelce Bowl. #SBLVII pic.twitter.com/5hGw65WQ2W— NFL (@NFL) January 30, 2023 Leikstjórnenda ólukka 49ers hélt nefnilega áfram en nú í öðru veldi. 49ers höfðu þegar missti tvo leikstjórnenda í meiðsli á leiktíðinni og þeir misstu tvo til viðbótar meidda af velli í gær. Á endanum varð annar þeirra að spila án þess að geta kastað og útkoman var ekki glæsileg. Þessi úrslit þýða jafnframt að bræðurnir Travis Kelce og Jason Kelce mætast í Super Bowl en það hefur ekki gerst áður. Travis er innherji Chiefs liðsins en Jason er senter Eagles-liðsins. Þeir spila því báðir sókn og mætast því ekki bókstaflega inn á vellinum. Super Bowl leikur Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles fer fram eftir tæpar tvær vikur eða sunnudaginn 12. febrúar. The stage is set. #SBLVII@Chiefs | @Eagles pic.twitter.com/FoKA914sxS— NFL (@NFL) January 30, 2023
NFL Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Sjá meira