Landasali fyrir norðan talinn hafa hagnast um margar milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. febrúar 2023 08:25 Málið er til meðferðar hjá Hérðasdómi Norðurlands eystra á Akureyri. Jónas Páll Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur ákært tvo einstaklinga fyrir nokkuð umfangsmikla sölu á sígarettum og tóbaki. Annar einstaklinganna er einnig ákærður fyrir landasölu. Er viðkomandi talinn hafa hagnast um 5,6 milljónir vegna málsins. Aðalmeðferð í máli einstaklinganna fer fram fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra í næsta mánuði. Í ákæru yfir þeim kemur fram að öðrum einstaklingnum, konu, er gefið að sök að hafa yfir tæplega tveggja ára tímabil, á Akureyri frá sumrinu 2018 til sumarsins 2020 selt ótilgreindum fjölda einstaklinga ótiltekið magn af heimatilbúnu áfengu, svokölluðum landa. Tekið er fram að 21 þeirra sem hún seldi landa hafi verið undir tuttugu ára aldri. Þá er henni einnig gefið að sök að hafa haft á heimili sínu 33 lítra af landa, ætlað í söluskyni. Þá er henni einnig gefið að sök að hafa án heimildar selt ótiltekið magn af sígarettum og tóbaki á sama tímabili. Fram kemur í ákærunni að með þessari ólögmætu starfsemi hafi hún aflað sér ávinnings upp á 5,6 milljónir króna. Þá er hún einnig sökuð um að hafa millifært tæpa eina milljón króna á hinn einstaklinginn, sem útvegaði henni tóbak sem konan seldi. Er konan sökuð um brot gegn lögum um peningaþvætti, brot gegn áfengislögum og brot gegn tóbaksvörnum. Hinn einstaklingurinn, karlmaður, er ákærður fyrir að hafa frá sumrinu 2019 til sumarsins 2020, staðið saman með konunni að því að selja frá heimili hennar sígarettur og tóbaksvörur. Með þessu hafi hann hagnast um umrædda tæpu milljón, sem hann hafi nýtt til eigin framfærslu og reksturs. Lögreglustjórinn gerir kröfu um að þau verði bæði dæmd til refsingar, auk þess sem að gerð er krafa um að gerðar verði upptækar rúmlega 150 þúsund krónur, sem lögregla lagði hald á í peningum. Áfengi og tóbak Dómsmál Akureyri Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Aðalmeðferð í máli einstaklinganna fer fram fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra í næsta mánuði. Í ákæru yfir þeim kemur fram að öðrum einstaklingnum, konu, er gefið að sök að hafa yfir tæplega tveggja ára tímabil, á Akureyri frá sumrinu 2018 til sumarsins 2020 selt ótilgreindum fjölda einstaklinga ótiltekið magn af heimatilbúnu áfengu, svokölluðum landa. Tekið er fram að 21 þeirra sem hún seldi landa hafi verið undir tuttugu ára aldri. Þá er henni einnig gefið að sök að hafa haft á heimili sínu 33 lítra af landa, ætlað í söluskyni. Þá er henni einnig gefið að sök að hafa án heimildar selt ótiltekið magn af sígarettum og tóbaki á sama tímabili. Fram kemur í ákærunni að með þessari ólögmætu starfsemi hafi hún aflað sér ávinnings upp á 5,6 milljónir króna. Þá er hún einnig sökuð um að hafa millifært tæpa eina milljón króna á hinn einstaklinginn, sem útvegaði henni tóbak sem konan seldi. Er konan sökuð um brot gegn lögum um peningaþvætti, brot gegn áfengislögum og brot gegn tóbaksvörnum. Hinn einstaklingurinn, karlmaður, er ákærður fyrir að hafa frá sumrinu 2019 til sumarsins 2020, staðið saman með konunni að því að selja frá heimili hennar sígarettur og tóbaksvörur. Með þessu hafi hann hagnast um umrædda tæpu milljón, sem hann hafi nýtt til eigin framfærslu og reksturs. Lögreglustjórinn gerir kröfu um að þau verði bæði dæmd til refsingar, auk þess sem að gerð er krafa um að gerðar verði upptækar rúmlega 150 þúsund krónur, sem lögregla lagði hald á í peningum.
Áfengi og tóbak Dómsmál Akureyri Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira