Móðir fíkils: „Við færum ekki svona illa með dýrin okkar“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2023 21:02 Signý Hjartardóttir hefur undanfarna daga annast son sinn í hræðilegum fíkniefnafráhvörfum. Vísir/Sigurjón Móðir manns sem berst við eiturlyfjafíkn hefur undanfarna daga keyrt út um allan bæ og fengið lyf hjá ókunnugu fólki við fráhvörfum sonar síns. Hún gagnrýnir heilbrigðiskerfið harkalega og segir engan grípa þá sem eru tilbúnir að þiggja hjálp. Sonur Signýar Hjartardóttur er 46 ára heróín-og morfínfíkill sem undanfarin ár hefur verið búsettur í Portúgal. Fyrir stuttu var hann loks tilbúinn að fara í meðferð og með fjárhagslegri aðstoð frá fjölskyldu og vinum tókst Signý að fara út til Portúgal, sækja son sinn og koma honum heim til Íslands. Klippa: Segir heilbrigðiskerfið ekki grípa þá sem vilja þiggja hjálp Hér á Íslandi komu mæðginin hinsvegar alls staðar að lokuðum dyrum og undanfarna daga hefur Signý þurft að annast son sinn í hræðilegum fráhvörfum. Hún hefur keyrt út um allan bæ og fengið róandi lyf frá ókunnugu fólki sem hefur boðið fram aðstoð sína eftir að Signý opnaði sig um ástandið í færslu á Facebook. „Ég er búin að vera með hann heima, fárveikan af fráhvörfum í tíu, tólf daga. Hann var lagður inn á bráðamóttökuna í tvo daga og útskrifaður þaðan án þess að vera með lyf. Mér finnst alveg ótrúlegt árið 2023 að ég sé búin að vera að snapa lyfjum af öðru fólki, en ekki læknum eða öðru slíku sem hafa vit á hvaða lyf þarf að nota. Hann er ekki búinn að nota dóp frá því að við komum heim og ég hef geta haldið honum heima. En hann er búinn að vera rosalega veikur og ég get varla sagt að ég hafi sofið í viku,“ segir Signý. Fékk aðstoð frá þingmanni Signý segist alls staðar koma að lokuðum dyrum. „Við erum búin að fara allan hringinn, alla vikuna, á alla þessa staði. Bráðamóttakan vísar á bráðageðdeildina. Bráðageðdeildin vísar á heilsugæsluna, þar færðu ekki tíma, þá ferðu á vaktina og situr þar í tvo tíma, en þar má ekki skrifa upp á róandi." Signý sendi fjórum þingmönnum póst og lýsti stöðu sinni. Hún fékk svar frá einum þeirra, Jakobi Frímanni Magnússyni og segir hún það honum að þakka að sonur hennar komist inn á Vog núna á fimmtudag. Áður hafði henni verið sagt að um fimm mánaða biðlisti væri eftir plássi. „Hann er búinn að vera bara yndislegur, er búinn að fylgja eftir öllu sem hann sagðist ætla gera. Hann er búinn að vera í góðu sambandi við mig og hefur í raun verið eini stuðningurinn sem við höfum fengið.“ Skinn og bein og fárveikur Signý segir ástandið á syni sínum mjög slæmt. „Hann heldur engu niðri og er bara skinn og bein. Það er ekkert búið að skoða hann, hann getur varla labbað. Fólk sem hefur gengið í gengum þetta veit hvernig þetta er, þetta er ekkert grín. Ég hef ekki getað vikið frá honum og þarf að vaka á nóttunni. Hann náttúrulega sefur bara augnablik í einu og svo er bara fárveikur.“ Signý gagnrýnir kerfið harðlega og þá staðreynd að sonur hennar fái ekki lyf við verstu fráhvörfunum á meðan hann bíður eftir að komast í meðferð. „Við færum ekki svona illa með dýrin okkar. Af hverju að láta fólk þjást þegar það eru til lyf við þessu? Það er líka einn punktur í þessu, kannski á að láta fólk þjást því þau geta sjálfu sér um kennt að hafa verið að nota dóp. Það er enn þá sú hugsun. Samt er búið að viðurkenna þetta sem sjúkdóm, þegar þetta er orðið fíkn, en það nær ekki lengra en þetta.“ „Þegar fólk er tilbúið þá þarf að grípa það“ Signý segir sérstaklega mikilvægt að grípa fíkla þegar þeir eru tilbúnir að hætta. „Eins og í hans tilfelli, hann er búinn að vera í heróíni, morfíni og kókaíni. Þetta er ekkert grín, þú hættir þessu ekkert, þetta er ekki eins að fara í megrun eða eitthvað svoleiðis. Þegar fólk er tilbúið þá þarf að grípa það. Ég ætlaði að sækja hann í nóvember en þá lokaðist sá gluggi af því að ég átti ekki efni á því að fara út. Svo ákvað ég að biðja fjölskylduna um hjálp núna og fór og já, hann var ekki glæsilegur þar sem ég fann hann. Þetta er búið að vera mikil örvænting og erfitt að horfa upp á, en hann vill hjálp." Signý segist vera tilbúin til að hafa son sinn heima í fráhvörfum en til að það sé hægt þurfi hann að fá lyf. „Svo hann sé ekki hljóðandi, ælandi og ósjálfbjarga. En það var ekki hægt. Eins og ég segi, við færum ekki svona illa með dýrin okkar. Það þarf að grípa þetta fólk þegar það er tilbúið, það getur ekkert beðið. Við erum að missa fullt af fólki og ég er ekkert viss um að hann lifi endilega þetta af.“ Fíkn Heilbrigðismál SÁÁ Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Sonur Signýar Hjartardóttur er 46 ára heróín-og morfínfíkill sem undanfarin ár hefur verið búsettur í Portúgal. Fyrir stuttu var hann loks tilbúinn að fara í meðferð og með fjárhagslegri aðstoð frá fjölskyldu og vinum tókst Signý að fara út til Portúgal, sækja son sinn og koma honum heim til Íslands. Klippa: Segir heilbrigðiskerfið ekki grípa þá sem vilja þiggja hjálp Hér á Íslandi komu mæðginin hinsvegar alls staðar að lokuðum dyrum og undanfarna daga hefur Signý þurft að annast son sinn í hræðilegum fráhvörfum. Hún hefur keyrt út um allan bæ og fengið róandi lyf frá ókunnugu fólki sem hefur boðið fram aðstoð sína eftir að Signý opnaði sig um ástandið í færslu á Facebook. „Ég er búin að vera með hann heima, fárveikan af fráhvörfum í tíu, tólf daga. Hann var lagður inn á bráðamóttökuna í tvo daga og útskrifaður þaðan án þess að vera með lyf. Mér finnst alveg ótrúlegt árið 2023 að ég sé búin að vera að snapa lyfjum af öðru fólki, en ekki læknum eða öðru slíku sem hafa vit á hvaða lyf þarf að nota. Hann er ekki búinn að nota dóp frá því að við komum heim og ég hef geta haldið honum heima. En hann er búinn að vera rosalega veikur og ég get varla sagt að ég hafi sofið í viku,“ segir Signý. Fékk aðstoð frá þingmanni Signý segist alls staðar koma að lokuðum dyrum. „Við erum búin að fara allan hringinn, alla vikuna, á alla þessa staði. Bráðamóttakan vísar á bráðageðdeildina. Bráðageðdeildin vísar á heilsugæsluna, þar færðu ekki tíma, þá ferðu á vaktina og situr þar í tvo tíma, en þar má ekki skrifa upp á róandi." Signý sendi fjórum þingmönnum póst og lýsti stöðu sinni. Hún fékk svar frá einum þeirra, Jakobi Frímanni Magnússyni og segir hún það honum að þakka að sonur hennar komist inn á Vog núna á fimmtudag. Áður hafði henni verið sagt að um fimm mánaða biðlisti væri eftir plássi. „Hann er búinn að vera bara yndislegur, er búinn að fylgja eftir öllu sem hann sagðist ætla gera. Hann er búinn að vera í góðu sambandi við mig og hefur í raun verið eini stuðningurinn sem við höfum fengið.“ Skinn og bein og fárveikur Signý segir ástandið á syni sínum mjög slæmt. „Hann heldur engu niðri og er bara skinn og bein. Það er ekkert búið að skoða hann, hann getur varla labbað. Fólk sem hefur gengið í gengum þetta veit hvernig þetta er, þetta er ekkert grín. Ég hef ekki getað vikið frá honum og þarf að vaka á nóttunni. Hann náttúrulega sefur bara augnablik í einu og svo er bara fárveikur.“ Signý gagnrýnir kerfið harðlega og þá staðreynd að sonur hennar fái ekki lyf við verstu fráhvörfunum á meðan hann bíður eftir að komast í meðferð. „Við færum ekki svona illa með dýrin okkar. Af hverju að láta fólk þjást þegar það eru til lyf við þessu? Það er líka einn punktur í þessu, kannski á að láta fólk þjást því þau geta sjálfu sér um kennt að hafa verið að nota dóp. Það er enn þá sú hugsun. Samt er búið að viðurkenna þetta sem sjúkdóm, þegar þetta er orðið fíkn, en það nær ekki lengra en þetta.“ „Þegar fólk er tilbúið þá þarf að grípa það“ Signý segir sérstaklega mikilvægt að grípa fíkla þegar þeir eru tilbúnir að hætta. „Eins og í hans tilfelli, hann er búinn að vera í heróíni, morfíni og kókaíni. Þetta er ekkert grín, þú hættir þessu ekkert, þetta er ekki eins að fara í megrun eða eitthvað svoleiðis. Þegar fólk er tilbúið þá þarf að grípa það. Ég ætlaði að sækja hann í nóvember en þá lokaðist sá gluggi af því að ég átti ekki efni á því að fara út. Svo ákvað ég að biðja fjölskylduna um hjálp núna og fór og já, hann var ekki glæsilegur þar sem ég fann hann. Þetta er búið að vera mikil örvænting og erfitt að horfa upp á, en hann vill hjálp." Signý segist vera tilbúin til að hafa son sinn heima í fráhvörfum en til að það sé hægt þurfi hann að fá lyf. „Svo hann sé ekki hljóðandi, ælandi og ósjálfbjarga. En það var ekki hægt. Eins og ég segi, við færum ekki svona illa með dýrin okkar. Það þarf að grípa þetta fólk þegar það er tilbúið, það getur ekkert beðið. Við erum að missa fullt af fólki og ég er ekkert viss um að hann lifi endilega þetta af.“
Fíkn Heilbrigðismál SÁÁ Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira