Óskar Hrafn og Heimir bítast um fyrsta Þungavigtarbikarinn í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2023 13:31 Óskar Hrafn Þorvaldsson og lærisveinar hans enduðu síðasta tímabil á því að vinna Íslandsmeistaratitilinn og gætu byrjað nýtt tímabil á að vinna titil í kvöld. Hér er Óskar Hrafn með Íslandsmeistaraskjöldinn við hlið konu sinnar Laufeyjar Kristjánsdóttur. Vísir/Hulda Margrét Fyrsti fótboltatitilinn á árinu 2023 er í boði í kvöld og verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslandsmeistarar Breiðabliks og FH spila þá til úrslita í Þungavigtarbikarnum og fer leikurinn fram á Kópavogsvelli. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður sýndur á Stöð 2 Sport 5. Þungavigtarbikarinn er nýtt æfingamót sem tók við af fótbolti.net mótinu eftir að dómarar vildu ekki dæma leiki í því móti. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, og Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, bítast því þarna um fyrsta Þungavigtarbikarinn í þessum leik í kvöld. Óskar Hrafn vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil sem þjálfari á síðasta ári en Heimir er nýkominn aftur til FH sem hann gerði fimm sinnum að Íslandsmeisturum frá 2008 til 2016. Blikar hafa verið í miklum ham í mótinu. Þeir unnu fyrst 5-1 sigur á Stjörnunni og fylgdu því eftir með að vinna nágranna sína í HK 4-1. Nýi sóknarmaðurinn Patrik Johanesen skoraði tvö mörk í HK-leiknum en hinn átján ára Tómas Orri Róbertsson skoraði þrjú mörk í þessum tveimur leikjum. Aðrir markaskorarar Blika í leikjunum tveimur voru Ágúst Eðvald Hlynsson, Stefán Ingi Sigurðarson, Ágúst Orri Þorsteinsson og Atli Þór Gunnarsson. FH-ingar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með 3-0 sigri á ÍBV þar sem þeir Vuk Óskar Dimitrijevic, Finnur Orri Margeirsson og Dagur Þór Hafþórsson skoruðu mörkin. Vuk Óskar skoraði einnig í 2-1 sigri á Keflavík í hinum leiknum en þá skoraði Keflvíkingurinn í FH-liðinu, Davíð Snær Jóhannsson, hitt markið. Það er þegar ljóst að Stjarnan verður í þriðja sæti í mótinu en Garðbæingar unnu Keflavík í vítakeppni í leiknum um þriðja sætið. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Þungavigtin Breiðablik FH Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks og FH spila þá til úrslita í Þungavigtarbikarnum og fer leikurinn fram á Kópavogsvelli. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður sýndur á Stöð 2 Sport 5. Þungavigtarbikarinn er nýtt æfingamót sem tók við af fótbolti.net mótinu eftir að dómarar vildu ekki dæma leiki í því móti. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, og Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, bítast því þarna um fyrsta Þungavigtarbikarinn í þessum leik í kvöld. Óskar Hrafn vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil sem þjálfari á síðasta ári en Heimir er nýkominn aftur til FH sem hann gerði fimm sinnum að Íslandsmeisturum frá 2008 til 2016. Blikar hafa verið í miklum ham í mótinu. Þeir unnu fyrst 5-1 sigur á Stjörnunni og fylgdu því eftir með að vinna nágranna sína í HK 4-1. Nýi sóknarmaðurinn Patrik Johanesen skoraði tvö mörk í HK-leiknum en hinn átján ára Tómas Orri Róbertsson skoraði þrjú mörk í þessum tveimur leikjum. Aðrir markaskorarar Blika í leikjunum tveimur voru Ágúst Eðvald Hlynsson, Stefán Ingi Sigurðarson, Ágúst Orri Þorsteinsson og Atli Þór Gunnarsson. FH-ingar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með 3-0 sigri á ÍBV þar sem þeir Vuk Óskar Dimitrijevic, Finnur Orri Margeirsson og Dagur Þór Hafþórsson skoruðu mörkin. Vuk Óskar skoraði einnig í 2-1 sigri á Keflavík í hinum leiknum en þá skoraði Keflvíkingurinn í FH-liðinu, Davíð Snær Jóhannsson, hitt markið. Það er þegar ljóst að Stjarnan verður í þriðja sæti í mótinu en Garðbæingar unnu Keflavík í vítakeppni í leiknum um þriðja sætið. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Þungavigtin Breiðablik FH Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Sjá meira