Fækka beygjuakreinum og takmarka hraða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2023 18:31 Sæbrautin skilur að hina nýju Vogabyggð og restina af Langholtshverfinu en mikill umferðarþungi er þar daglega. Hér má sjá teikningu af gatnamótunum. Reykjavíkurborg Til stendur að bæta umferðaröryggi á gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar/Skeiðarvogs. Það verður meðal annars gert með því að fækka vinstribeygjuakreinum af Kleppsmýrarvegi, breikka gönguleið sunnan vegarins og bæta götulýsingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að tillagan hafi verið samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar í morgun. Undirbúningur vinnunnar hafi þegar farið fram í samráði við Vegagerðina. Framkvæmdir muni fara á fullt um leið og veður leyfi, en þegar í stað verði ráðist í að bæta götulýsingu. Fréttastofa fjallaði um áhyggjur íbúa af gatnamótunum í september á síðasta ári: Í tilkynningu Reykjavíkurborgar eru fyrirhugaðar breytingar tíundaðar: Ein vinstribeygjuakrein verður af Kleppsmýrarvegi, við Sæbraut, í stað tveggja. Miðeyjur á Sæbraut verða lagfærðar. Gönguleið sunnan Kleppsmýrarvegar verður breikkuð. Gangbrautir verða á öllum framhjáhlaupum með hraðalækkandi aðgerðum. Götulýsing verður bætt. „Unnið hefur verið að tillögum að breytingum á gatnamótunum í samvinnu með Vegagerðinni með það að markmiði að bæta umferðaröryggi gatnamótanna um nokkurt skeið. Með uppbyggingu Vogabyggðar hefur umferð gangandi og hjólandi vegfarenda sem fara um þessi gatnamót aukist til muna og eru margir þeirra börn á leið til og frá skóla og frístundum. Nú þegar hefur Vegagerðin lækkað hámarkshraða á Sæbraut staðbundið við gatnamótin og gangandi vegfarendum á leið yfir Sæbraut hefur verið gefinn lengri grænn tími á ljósum en áður var,“ segir í tilkynningunni. Koma upp bráðabirgðabrú Þar kemur einnig fram að núverandi fyrirkomulag, þar sem tekin er vinstribeygja á tveimur akreinum frá Kleppsmýrarvegi á sama tíma og gangandi vegfarendur fara yfir Sæbraut, sé afar óæskilegt með tilliti til umferðaröryggis. Ljóst sé að breytingarnar muni hafa áhrif á flæði ökutækja á Kleppsmýrarvegi á annatíma en ávinningur hvað varðar umferðaröryggi sé ótvíræður. Þá stendur einnig til að koma fyrir bráðabirgðagöngubrú yfir Sæbraut, til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda þar til stokkur verður gerður. Gert er ráð fyrir að hún muni standa til móts við Snekkjuvog og muni rísa síðar á þessu ári. Reykjavík Borgarstjórn Umferðaröryggi Sæbrautarstokkur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að tillagan hafi verið samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar í morgun. Undirbúningur vinnunnar hafi þegar farið fram í samráði við Vegagerðina. Framkvæmdir muni fara á fullt um leið og veður leyfi, en þegar í stað verði ráðist í að bæta götulýsingu. Fréttastofa fjallaði um áhyggjur íbúa af gatnamótunum í september á síðasta ári: Í tilkynningu Reykjavíkurborgar eru fyrirhugaðar breytingar tíundaðar: Ein vinstribeygjuakrein verður af Kleppsmýrarvegi, við Sæbraut, í stað tveggja. Miðeyjur á Sæbraut verða lagfærðar. Gönguleið sunnan Kleppsmýrarvegar verður breikkuð. Gangbrautir verða á öllum framhjáhlaupum með hraðalækkandi aðgerðum. Götulýsing verður bætt. „Unnið hefur verið að tillögum að breytingum á gatnamótunum í samvinnu með Vegagerðinni með það að markmiði að bæta umferðaröryggi gatnamótanna um nokkurt skeið. Með uppbyggingu Vogabyggðar hefur umferð gangandi og hjólandi vegfarenda sem fara um þessi gatnamót aukist til muna og eru margir þeirra börn á leið til og frá skóla og frístundum. Nú þegar hefur Vegagerðin lækkað hámarkshraða á Sæbraut staðbundið við gatnamótin og gangandi vegfarendum á leið yfir Sæbraut hefur verið gefinn lengri grænn tími á ljósum en áður var,“ segir í tilkynningunni. Koma upp bráðabirgðabrú Þar kemur einnig fram að núverandi fyrirkomulag, þar sem tekin er vinstribeygja á tveimur akreinum frá Kleppsmýrarvegi á sama tíma og gangandi vegfarendur fara yfir Sæbraut, sé afar óæskilegt með tilliti til umferðaröryggis. Ljóst sé að breytingarnar muni hafa áhrif á flæði ökutækja á Kleppsmýrarvegi á annatíma en ávinningur hvað varðar umferðaröryggi sé ótvíræður. Þá stendur einnig til að koma fyrir bráðabirgðagöngubrú yfir Sæbraut, til að tryggja öryggi gangandi vegfarenda þar til stokkur verður gerður. Gert er ráð fyrir að hún muni standa til móts við Snekkjuvog og muni rísa síðar á þessu ári.
Reykjavík Borgarstjórn Umferðaröryggi Sæbrautarstokkur Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira