„Auðvitað horfum við fyrst í eigin barm“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. febrúar 2023 07:01 Ingunn Agnes Kro er stjórnarformaður Votlendissjóðs. Vísir/Sigurjón Stjórnarformaður Votlendissjóðs segir afköst sjóðsins á síðasta ári óásættanleg. Stjórnendur líti í eigin barm nú þegar verulega hefur verið dregið úr rekstri sjóðsins og framtíð hans í uppnámi. Hún hefur þó enn tröllatrú á vísindunum að baki verkefninu. Það var hátíðleg stund á Bessastöðum í apríl 2018 þegar Votlendissjóður tók formlega til starfa. Kynntar voru stórhuga fyrirætlanir um endurheimt votlendis. En nú, nær fimm árum eftir stofnun, er útlitið svart. Of fáir bjóða fram jarðir, að sögn sjóðsins. „Auðvitað horfum við fyrst í eigin barm,“ segir Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður Votlendissjóðs. „En svo eru líka ytri aðstæður sem eru ekki að hjálpa til.“ Skrúfað hefur verið fyrir aðalfjármögnunarleiðina, sölu á svokölluðum kolefniseiningum sem fyrirtæki áttu að geta kolefnisjafnað sig með. Einingarnar fást nefnilega ekki vottaðar - sem þyði þó ekki að þær séu einskis nýtar. „Þetta eru ný viðmið sem eru bara nýbúin að taka gildi. Þannig að allt sem hefur verið sagt í fortíðinni það þarf ekki endilega að vera rangt,“ segir Ingunn. Eini starfsmaður sjóðsins, framkvæmdastjórinn Einar Bárðarson, hættir vegna stöðunnar. Helmingur resktrargjalda sjóðsins árið 2021 fór enda í laun og launatengd gjöld - en aðeins þriðjungur í endurheimt. Miðað er við að hægt sé að endurheimta um 100.000 hektara af framræstu votlendi á Íslandi. Votlendissjóður endurheimti aðeins 79 hektara í fyrra, langt undir 0,1 prósenti af endurheimtanlegu votlendi semsagt. Óásættanlegt að mati stjórnarformannsins - sem hefur þó fulla trú að vísindunum að baki verkefninu. „Við höfum allan tímann frá upphafi fengið landgræðsluna í að mæla losun gróðurhúsalofttegunda fyrir og eftir framkvæmdir þannig að við erum nákvæmlega viss um hver er árangur hverrar og einnar framkvæmdar hjá okkur,“ segir Ingunn. Umhverfismál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Það var hátíðleg stund á Bessastöðum í apríl 2018 þegar Votlendissjóður tók formlega til starfa. Kynntar voru stórhuga fyrirætlanir um endurheimt votlendis. En nú, nær fimm árum eftir stofnun, er útlitið svart. Of fáir bjóða fram jarðir, að sögn sjóðsins. „Auðvitað horfum við fyrst í eigin barm,“ segir Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður Votlendissjóðs. „En svo eru líka ytri aðstæður sem eru ekki að hjálpa til.“ Skrúfað hefur verið fyrir aðalfjármögnunarleiðina, sölu á svokölluðum kolefniseiningum sem fyrirtæki áttu að geta kolefnisjafnað sig með. Einingarnar fást nefnilega ekki vottaðar - sem þyði þó ekki að þær séu einskis nýtar. „Þetta eru ný viðmið sem eru bara nýbúin að taka gildi. Þannig að allt sem hefur verið sagt í fortíðinni það þarf ekki endilega að vera rangt,“ segir Ingunn. Eini starfsmaður sjóðsins, framkvæmdastjórinn Einar Bárðarson, hættir vegna stöðunnar. Helmingur resktrargjalda sjóðsins árið 2021 fór enda í laun og launatengd gjöld - en aðeins þriðjungur í endurheimt. Miðað er við að hægt sé að endurheimta um 100.000 hektara af framræstu votlendi á Íslandi. Votlendissjóður endurheimti aðeins 79 hektara í fyrra, langt undir 0,1 prósenti af endurheimtanlegu votlendi semsagt. Óásættanlegt að mati stjórnarformannsins - sem hefur þó fulla trú að vísindunum að baki verkefninu. „Við höfum allan tímann frá upphafi fengið landgræðsluna í að mæla losun gróðurhúsalofttegunda fyrir og eftir framkvæmdir þannig að við erum nákvæmlega viss um hver er árangur hverrar og einnar framkvæmdar hjá okkur,“ segir Ingunn.
Umhverfismál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira