Ekki bara skortur á mat heldur færi allt of mikið í ruslið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. febrúar 2023 11:15 Magnús Óli Ólafsson Vísir/Egill Forstjóri Innnes, eins stærsta heildsalans á höfuðborgarsvæðinu, segir að verði úr verkföllum Eflingar hjá Samskipum og Olíudreifingu geti heildsalinn aðeins haldið úti starfsemi í nokkra daga. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hjá Samskipum, Olíudreifingu, Skeljungi, Berjaya hótelum og Edition hótelinu hefst samkvæmt áætlun á hádegi á morgun. Atkvæðagreiðslunni líkur á þriðjudag og verði verkfallsboðun samþykkt hefst vinnustöðvun á hádegi 15. febrúar næstkomandi. Forstjóri heildsölunnar Innness segir að verði úr verkföllum sé staðan svört. „Þá erum við að tala um það að matvörur og nauðsynjar eru ekki lengur á boðstólnum. Það er ekki eitthvað sem við þekkjum hér á landi að sú mynd geti komið upp,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes. Fyrirtækið sé byrjað að undirbúa sig undir verkföll. „Framkvæmdastjórn félagsins hefur rýnt stöðuna eftir mismunandi stigum og erum búin að gera allt sem í okkar valdi stendur til að mæta þessu ef til kemur svo við getum haldið okkur á floti,“ segir Magnús. Bara einn hlekkur þurfi að klikka svo allt stöðvist Innnes geti aðeins haldið úti starfsemi í nokkra daga ef rætist úr svörtustu spám. „Ef við erum að tala um verstu myndina og við höfum ekki umframbirgðir af eldsneyti erum við bara að tala um nokkra daga,“ segir Magnús. „Við reynum auðvitað að koma aðföngum til viðskiptavina. Ef við getum það ekki er töluvert af vöru sem við þurfum að selja sem er ferskvara, eins og grænmeti og ávextir. Það verður töluverð sóun af þessu ef við komum vörunni ekki til viðskiptavina. Það er ekki bara það að yrði skortur heldur líka sóun sem færi í ruslið.“ Það eigi ekki bara við innnes, sem dreifi vörum á höfuðborgarsvæðinu, heldur alla aðfangakeðjuna. „Það er bæði flutningsaðilar sem flytja út á land, það eru flutningsleiðir vöruhúsanna sem dreifa í matvörubúðirnar. Öll áfangakeðjan reiðir sig auðvitað á það að ná í eldsneyti. Þó eitthvað eitt fyrirtæki eða hluti af starfseminni hafi aukabirgðir þá á ég erfitt með að sjá þá mynd að allri aðfangakeðjunni sé borgið. Það þarf ekki nema eitt fyrirtæki sem er ekki með umframbirgðir og þá stoppar það þar,“ segir Magnús. Forsætisráðherra ekki svarað fundarbeiðni Sólveigar Hann hafi ekki trú á því að úr þessari verstu mynd rætist. „Ég vona innilega að samningaðilar setjist niður og finni lausn á málunum. Ég held að það sem þegar er búið að bjóða sé góður samningur og því til vitnis hafa mörg stærstu stéttarfélögin skrifað undir þann samning.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, skrifaði á þriðjudag bréf til forsætisráðherra þar sem hún óskaði efir fundi með honum vegna ummæla hans um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara stæðist að hans mati skoðun. Sólveig segir í samtali við fréttastofu að hún hafi ekki fengið svör frá ráðherra um fundarbeiðnina. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Neytendur Tengdar fréttir Segir líklegra að Félagsdómur telji verkfallsaðgerðir ólögmætar Sérfræðingur í vinnurétti telur líklegt að Félagsdómur muni komast að þeirri niðurstöðu að þær vinnustöðvanir sem boðaðar hafa verið af hálfu Eflingar séu ólögmætar. 1. febrúar 2023 20:03 Sólveig krefst fundar með forsætisráðherra Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra og gerir athugasemd við málflutning hennar um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara standist skoðun. Fyrirtæki sem frekari verkfallsaðgerðir Eflingar gætu haft áhrif á eru að fara yfir stöðuna en vinnustöðvun gæti til dæmis sett innanlandsflug úr skorðum. 1. febrúar 2023 12:10 Víðtækari aðgerðir Eflingar munu hafa lamandi áhrif Víðtækar aðgerðir sem Efling boðaði til í dag munu lama starfsemi flestra stærstu hótela borgarinnar, dreifingu eldsneytis um landið og hafa mikil áhrif á dreifingu Samskipa á vörum. Félagsdómur tók fyrir í dag stefnu Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu vegna boðun verkfalla sem eiga að hefjast á þriðjudag. 31. janúar 2023 19:55 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hjá Samskipum, Olíudreifingu, Skeljungi, Berjaya hótelum og Edition hótelinu hefst samkvæmt áætlun á hádegi á morgun. Atkvæðagreiðslunni líkur á þriðjudag og verði verkfallsboðun samþykkt hefst vinnustöðvun á hádegi 15. febrúar næstkomandi. Forstjóri heildsölunnar Innness segir að verði úr verkföllum sé staðan svört. „Þá erum við að tala um það að matvörur og nauðsynjar eru ekki lengur á boðstólnum. Það er ekki eitthvað sem við þekkjum hér á landi að sú mynd geti komið upp,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes. Fyrirtækið sé byrjað að undirbúa sig undir verkföll. „Framkvæmdastjórn félagsins hefur rýnt stöðuna eftir mismunandi stigum og erum búin að gera allt sem í okkar valdi stendur til að mæta þessu ef til kemur svo við getum haldið okkur á floti,“ segir Magnús. Bara einn hlekkur þurfi að klikka svo allt stöðvist Innnes geti aðeins haldið úti starfsemi í nokkra daga ef rætist úr svörtustu spám. „Ef við erum að tala um verstu myndina og við höfum ekki umframbirgðir af eldsneyti erum við bara að tala um nokkra daga,“ segir Magnús. „Við reynum auðvitað að koma aðföngum til viðskiptavina. Ef við getum það ekki er töluvert af vöru sem við þurfum að selja sem er ferskvara, eins og grænmeti og ávextir. Það verður töluverð sóun af þessu ef við komum vörunni ekki til viðskiptavina. Það er ekki bara það að yrði skortur heldur líka sóun sem færi í ruslið.“ Það eigi ekki bara við innnes, sem dreifi vörum á höfuðborgarsvæðinu, heldur alla aðfangakeðjuna. „Það er bæði flutningsaðilar sem flytja út á land, það eru flutningsleiðir vöruhúsanna sem dreifa í matvörubúðirnar. Öll áfangakeðjan reiðir sig auðvitað á það að ná í eldsneyti. Þó eitthvað eitt fyrirtæki eða hluti af starfseminni hafi aukabirgðir þá á ég erfitt með að sjá þá mynd að allri aðfangakeðjunni sé borgið. Það þarf ekki nema eitt fyrirtæki sem er ekki með umframbirgðir og þá stoppar það þar,“ segir Magnús. Forsætisráðherra ekki svarað fundarbeiðni Sólveigar Hann hafi ekki trú á því að úr þessari verstu mynd rætist. „Ég vona innilega að samningaðilar setjist niður og finni lausn á málunum. Ég held að það sem þegar er búið að bjóða sé góður samningur og því til vitnis hafa mörg stærstu stéttarfélögin skrifað undir þann samning.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, skrifaði á þriðjudag bréf til forsætisráðherra þar sem hún óskaði efir fundi með honum vegna ummæla hans um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara stæðist að hans mati skoðun. Sólveig segir í samtali við fréttastofu að hún hafi ekki fengið svör frá ráðherra um fundarbeiðnina.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Neytendur Tengdar fréttir Segir líklegra að Félagsdómur telji verkfallsaðgerðir ólögmætar Sérfræðingur í vinnurétti telur líklegt að Félagsdómur muni komast að þeirri niðurstöðu að þær vinnustöðvanir sem boðaðar hafa verið af hálfu Eflingar séu ólögmætar. 1. febrúar 2023 20:03 Sólveig krefst fundar með forsætisráðherra Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra og gerir athugasemd við málflutning hennar um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara standist skoðun. Fyrirtæki sem frekari verkfallsaðgerðir Eflingar gætu haft áhrif á eru að fara yfir stöðuna en vinnustöðvun gæti til dæmis sett innanlandsflug úr skorðum. 1. febrúar 2023 12:10 Víðtækari aðgerðir Eflingar munu hafa lamandi áhrif Víðtækar aðgerðir sem Efling boðaði til í dag munu lama starfsemi flestra stærstu hótela borgarinnar, dreifingu eldsneytis um landið og hafa mikil áhrif á dreifingu Samskipa á vörum. Félagsdómur tók fyrir í dag stefnu Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu vegna boðun verkfalla sem eiga að hefjast á þriðjudag. 31. janúar 2023 19:55 Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Segir líklegra að Félagsdómur telji verkfallsaðgerðir ólögmætar Sérfræðingur í vinnurétti telur líklegt að Félagsdómur muni komast að þeirri niðurstöðu að þær vinnustöðvanir sem boðaðar hafa verið af hálfu Eflingar séu ólögmætar. 1. febrúar 2023 20:03
Sólveig krefst fundar með forsætisráðherra Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra og gerir athugasemd við málflutning hennar um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara standist skoðun. Fyrirtæki sem frekari verkfallsaðgerðir Eflingar gætu haft áhrif á eru að fara yfir stöðuna en vinnustöðvun gæti til dæmis sett innanlandsflug úr skorðum. 1. febrúar 2023 12:10
Víðtækari aðgerðir Eflingar munu hafa lamandi áhrif Víðtækar aðgerðir sem Efling boðaði til í dag munu lama starfsemi flestra stærstu hótela borgarinnar, dreifingu eldsneytis um landið og hafa mikil áhrif á dreifingu Samskipa á vörum. Félagsdómur tók fyrir í dag stefnu Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu vegna boðun verkfalla sem eiga að hefjast á þriðjudag. 31. janúar 2023 19:55