Vilja kanna samstarf vegna uppbyggingar bílastæðahúss við Keflavíkurflugvöll Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2023 08:00 Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, segir mikla uppbyggingu framundan utan flugstöðvar. Isavia Forsvarsmenn Isavia vilja kanna samstarf við einkaaðila – verktaka eða fasteignafélög – í tengslum við uppbyggingu á bílastæðahúsi við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Gert er ráð fyrir að bílastæðahús muni rísa þar sem skammtímabílastæðin er nú að finna. Þetta kom fram í máli Guðmundar Daða Rúnarssonar, framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar hjá Isavia, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni fyrr í vikunni. Þar var hann meðal annars spurður um þau vandræði sem hafa skapast á og við Keflavíkurflugvöll í vetur – snjóþyngsli á langtímabílastæðum og ísingu sem hefur gert flugmönnum erfitt fyrir. Þannig hafa margir kvartað yfir því að hafa þurft að grafa út bílinn af langtímastæðunum eftir heimkomu. Guðmundur Daði segir að starfsmenn flugvallarins hafi þurft að glíma við „algerlega ótrúlegt ástand“ í vetur. „En við erum með góða verktaka og eigið starfsfólk sem eru að aðstoða okkur við að halda uppi þjónustustiginu á bílastæðinu. Við erum að vinna stanslaust í því. Þegar við erum að horfa núna til framtíðar þá erum við að fara að byggja upp bílastæðin. Við erum að fara að bæta við yfirbyggðum gönguleiðum út á bílastæðin.“ Hann segir ennfremur að bílastæðahús séu í forhönnun. Isavia vonist til að hægt verði að fá einhverja samstarfsaðila í það verkefni. Hlusta má á viðtalið við Guðmund Daða í spilaranum að neðan. Ótrúlegur vöxtur Guðmundur Daði segir að vöxturinn á vellinum hafi verið alveg ótrúlegur og að Isavia hafi þurft að forgangsraða fénu til að hámarka afköst og tryggja þjónustu fyrir farþega. „Nú er sá tími kominn að við ætlum að einbeita okkur að því að bæta þjónustuna utan flugstöðvarinnar. Ég held að það séu mjög spennandi tímar framundan þar.“ Guðmundur Daði segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort að einkaaðilar muni koma að því að byggja bílastæðahús við flugstöðina. „Við höfum verið að nefna það að við myndum vilja eiga samstarf við aðila, hvort sem eru verktakar eða fasteignafélög, og skoðað hvort að fleiri geti komið að því sem eru kannski sérfræðingar. Við eigum ekkert bílastæðahús á Keflavíkurflugvelli. Við höfum yfirleitt talað fyrir því að við erum sérfræðingar í að reka flugstöðvar,“ segir Guðmundur Daði. Því sé spurt hvort að aðrir geti mögulega aðstoðað Isavia í öðrum verkefnum eins og byggingu og rekstur bílastæðahúsa. Hann segir að Isavia hafi verið að meta það að eftirspurnin sé á bilinu 800 til 1200 bílar í fyrstu atrennu. Gert er ráð fyrir að mögulega verði hægt að bæta síðar við bílastæðahúsið þar sem skammtímastæðin eru nú eða þá að ráðist verði í gerð annars bílastæðahúss á öðrum stað þegar fram í sækir. Gert sé ráð fyrir tveimur bílastæðahúsum í þróunarplönum Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll. Keflavíkurflugvöllur Bítið Ferðalög Bílastæði Tengdar fréttir Svona verður ný álma Keflavíkurflugvallar Ný álma á Keflavíkurflugvelli verður tekin í notkun í áföngum frá lokum næsta árs. Áætluð verklok eru árið 2024. Isavia spáir því að 2,2 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári. 1. desember 2022 10:57 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Þetta kom fram í máli Guðmundar Daða Rúnarssonar, framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar hjá Isavia, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni fyrr í vikunni. Þar var hann meðal annars spurður um þau vandræði sem hafa skapast á og við Keflavíkurflugvöll í vetur – snjóþyngsli á langtímabílastæðum og ísingu sem hefur gert flugmönnum erfitt fyrir. Þannig hafa margir kvartað yfir því að hafa þurft að grafa út bílinn af langtímastæðunum eftir heimkomu. Guðmundur Daði segir að starfsmenn flugvallarins hafi þurft að glíma við „algerlega ótrúlegt ástand“ í vetur. „En við erum með góða verktaka og eigið starfsfólk sem eru að aðstoða okkur við að halda uppi þjónustustiginu á bílastæðinu. Við erum að vinna stanslaust í því. Þegar við erum að horfa núna til framtíðar þá erum við að fara að byggja upp bílastæðin. Við erum að fara að bæta við yfirbyggðum gönguleiðum út á bílastæðin.“ Hann segir ennfremur að bílastæðahús séu í forhönnun. Isavia vonist til að hægt verði að fá einhverja samstarfsaðila í það verkefni. Hlusta má á viðtalið við Guðmund Daða í spilaranum að neðan. Ótrúlegur vöxtur Guðmundur Daði segir að vöxturinn á vellinum hafi verið alveg ótrúlegur og að Isavia hafi þurft að forgangsraða fénu til að hámarka afköst og tryggja þjónustu fyrir farþega. „Nú er sá tími kominn að við ætlum að einbeita okkur að því að bæta þjónustuna utan flugstöðvarinnar. Ég held að það séu mjög spennandi tímar framundan þar.“ Guðmundur Daði segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort að einkaaðilar muni koma að því að byggja bílastæðahús við flugstöðina. „Við höfum verið að nefna það að við myndum vilja eiga samstarf við aðila, hvort sem eru verktakar eða fasteignafélög, og skoðað hvort að fleiri geti komið að því sem eru kannski sérfræðingar. Við eigum ekkert bílastæðahús á Keflavíkurflugvelli. Við höfum yfirleitt talað fyrir því að við erum sérfræðingar í að reka flugstöðvar,“ segir Guðmundur Daði. Því sé spurt hvort að aðrir geti mögulega aðstoðað Isavia í öðrum verkefnum eins og byggingu og rekstur bílastæðahúsa. Hann segir að Isavia hafi verið að meta það að eftirspurnin sé á bilinu 800 til 1200 bílar í fyrstu atrennu. Gert er ráð fyrir að mögulega verði hægt að bæta síðar við bílastæðahúsið þar sem skammtímastæðin eru nú eða þá að ráðist verði í gerð annars bílastæðahúss á öðrum stað þegar fram í sækir. Gert sé ráð fyrir tveimur bílastæðahúsum í þróunarplönum Isavia fyrir Keflavíkurflugvöll.
Keflavíkurflugvöllur Bítið Ferðalög Bílastæði Tengdar fréttir Svona verður ný álma Keflavíkurflugvallar Ný álma á Keflavíkurflugvelli verður tekin í notkun í áföngum frá lokum næsta árs. Áætluð verklok eru árið 2024. Isavia spáir því að 2,2 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári. 1. desember 2022 10:57 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Svona verður ný álma Keflavíkurflugvallar Ný álma á Keflavíkurflugvelli verður tekin í notkun í áföngum frá lokum næsta árs. Áætluð verklok eru árið 2024. Isavia spáir því að 2,2 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári. 1. desember 2022 10:57