Karen Green er núverandi eigandi símans en hún fékk hann að gjöf þegar hún byrjaði í nýju starfi. Green opnaði ekki símann á sínum tíma þar sem hún átti nú þegar nýjan síma.
Þessi iPhone sími endaði því uppi á hillu á heimili Green, ennþá í plastinu. Hún segir símann hafa legið á hillunni, vafinn inn í náttföt, árum saman. Í október síðastliðnum komst hún svo að því að eins sími hefði selst á uppboði fyrir rúmlega 39 þúsund dollara, um 5,5 milljónir í íslenskum krónum.
Green hafði í kjölfarið samband við uppboðshúsið sem seldi símann og sagðist eiga eins síma. Mark Montero, stofnandi LCG Auctions, segir í samtali við Business Insider að Green hafi alls ekki verið sú eina sem hafði samband eftir að síminn var seldur.
„Við fengum símtöl frá öllum en 99% þeirra voru ekki með eins síma,“ segir Montero. Green var þó með rétta símann og því var hann settur á uppboð. Uppboðið hófst í dag og því líkur þann 19. febrúar næstkomandi.