Yrði stærsti samruni sögunnar en óvissan er um Samkeppniseftirlitið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2023 20:37 Hörður er ritstjóri Innherja. Vísir Ritstjóri Innherja áætlar að samruni Íslandsbanka og Kviku yrði sá stærsti í Íslandssögunni, ef af honum yrði. Hann segir ljóst að Samkeppniseftirlitið muni taka langan tíma í meðferð málsins. Það muni gera athugasemdir við ákveðna samrunans. „Þetta eru stór tíðindi. Ef af yrði þá væri líklega um að ræða stærsta samruna í Íslandssögunni. Íslandsbanki er með 230 milljarða markaðsvirði, Kvika 90 og ríkissjóður er stærsti hluthafinn í Íslandsbanka með 42 prósenta hlut. Það gerir þetta áhugaverðara en ella,“ sagði Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, þegar rætt var við hann um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fyrr í dag var greint frá því að stjórn Kviku hefði óskað eftir því við stjórn Íslandsbanka að hefja samrunaviðræður. Hörður telur líklegt að þessir hlutir hafi verið ræddir á bak við tjöldin að undanförnu. „Ég myndi halda að Kvika sé búin að vera að skoða þetta síðustu vikur og það er augljóst að þeir vænta svars frá stjórn Íslandsbanka í næstu viku. Það er alveg gefið að stjórn Íslandsbanka muni samþykkja það. Það hafa líklega verið samtöl við stjórnarmenn Íslandsbanka um málið.“ Hann segir ávinning bankanna af samruna aðallega felast í hagræðingu, þar sem íslenska bankakerfið sé dýrt. „Rekstrarkostnaður á alla hefðbundna mælikvarða í íslenska bankakerfinu er mikill í samanburði við önnur lönd. Þannig að ég myndi halda að fyrst og fremst sé Kvika að horfa til þess að hægt sé að ná fram einhverju rekstrarhagræði í stórum banka,“ sagði Hörður. Muni taka langan tíma hjá Samkeppniseftirlitinu Mesta óvissan snúist um hvernig Samkeppniseftirlitið komi til með að snúa sér í málinu. „Það er ljóst að þetta mun taka langan tíma í meðferð Samkeppniseftirlitsins. Tvö atriði sem menn horfa kannski einkum til að séu þyrnir í augum Samkeppniseftirlitsins er að Kvika er með Lykil, bíla og tækjafjármögnun, Íslandsbanki er með Ergo [fjármögnunarþjónustu]. Það er líklegt að Samkeppniseftirlitið sé ekki hlynnt því að þetta verði undir einu félagi. Í öðru lagi eru Kvika og Íslandsbanki með mjög stór eignastýringafélög og það gæti líklega verið líklegt að það geti valdið vandræðum í meðferð Samkeppniseftirlitsins.“ sagði Hörður. Innherji er viðskiptamiðill á vegum Vísis. Íslenskir bankar Kvika banki Íslandsbanki Samkeppnismál Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
„Þetta eru stór tíðindi. Ef af yrði þá væri líklega um að ræða stærsta samruna í Íslandssögunni. Íslandsbanki er með 230 milljarða markaðsvirði, Kvika 90 og ríkissjóður er stærsti hluthafinn í Íslandsbanka með 42 prósenta hlut. Það gerir þetta áhugaverðara en ella,“ sagði Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, þegar rætt var við hann um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fyrr í dag var greint frá því að stjórn Kviku hefði óskað eftir því við stjórn Íslandsbanka að hefja samrunaviðræður. Hörður telur líklegt að þessir hlutir hafi verið ræddir á bak við tjöldin að undanförnu. „Ég myndi halda að Kvika sé búin að vera að skoða þetta síðustu vikur og það er augljóst að þeir vænta svars frá stjórn Íslandsbanka í næstu viku. Það er alveg gefið að stjórn Íslandsbanka muni samþykkja það. Það hafa líklega verið samtöl við stjórnarmenn Íslandsbanka um málið.“ Hann segir ávinning bankanna af samruna aðallega felast í hagræðingu, þar sem íslenska bankakerfið sé dýrt. „Rekstrarkostnaður á alla hefðbundna mælikvarða í íslenska bankakerfinu er mikill í samanburði við önnur lönd. Þannig að ég myndi halda að fyrst og fremst sé Kvika að horfa til þess að hægt sé að ná fram einhverju rekstrarhagræði í stórum banka,“ sagði Hörður. Muni taka langan tíma hjá Samkeppniseftirlitinu Mesta óvissan snúist um hvernig Samkeppniseftirlitið komi til með að snúa sér í málinu. „Það er ljóst að þetta mun taka langan tíma í meðferð Samkeppniseftirlitsins. Tvö atriði sem menn horfa kannski einkum til að séu þyrnir í augum Samkeppniseftirlitsins er að Kvika er með Lykil, bíla og tækjafjármögnun, Íslandsbanki er með Ergo [fjármögnunarþjónustu]. Það er líklegt að Samkeppniseftirlitið sé ekki hlynnt því að þetta verði undir einu félagi. Í öðru lagi eru Kvika og Íslandsbanki með mjög stór eignastýringafélög og það gæti líklega verið líklegt að það geti valdið vandræðum í meðferð Samkeppniseftirlitsins.“ sagði Hörður. Innherji er viðskiptamiðill á vegum Vísis.
Íslenskir bankar Kvika banki Íslandsbanki Samkeppnismál Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira