Miðnæturopnunin „krefjandi“ og kostnaðarsamari en gert var ráð fyrir Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2023 06:39 Borgarráð samþykkti síðasta sumar tillögu um miðnæturopnun einu sinni í viku í Laugardalslaug til áramóta. Vísir/Vilhelm Lenging opnunartíma Laugardalslaugar í Reykjavík á fimmtudögum hefur reynst kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir í upphafi. Þá hefur yngra fólk helst nýtt sér miðnæturopnunina og hefur það oft reynst krefjandi fyrir starfsfólk laugarinnar að ráða við aðstæður. Ekki er fjármagn til að halda miðnæturopnuninni áfram. Þetta kemur fram í minnisblaði Steinþórs Einarssonar, skrifstofustjóra rekstrar og þjónustu ÍTR, til menningar-, íþrótta og tómstundaráðs borgarinnar. Hann segir verkefninu sjálfhætt nema með ákvörðun borgarráðs um annað. Borgarráð samþykkti síðasta sumar tillögu um miðnæturopnun einu sinni í viku í Laugardalslaug til áramóta. Var kostnaðaraukinn áætlaður sex milljónir króna, en fram kemur að kostnaðurinn hafi reynst mun meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Áskoranir fylgdu því að breyta opnunartíma þar sem vaktir ýmist lengdust hjá þeim svo voru að vinna fyrir eða kalla þurfti til auka mannskap. Hvað öryggismál varðar er ekki æskilegt að hafa fólk við laugargæslu sem unnið hefur mjög langa vakt og einnig hafa lengri vaktir áhrif á betri vinnutíma,“ segir Steinþór og bendir á að lenging vakta á fimmtudögum rúmist ekki innan styttingu vinnuvikunnar. Einnig hafi áskoranir snúið að tæknimálum þar sem búnaður laugarinnar tekur mið af reglulegum opnunartíma og því hafi tæknifólk þurft að vera á bakvakt til miðnættis. Fram kemur í minnisblaðinu að miðnæturopnunin hafi verið ágætlega sótt af fólki á aldrinum sextán til 25 ára, sér í lagi þegar boðið hafi verið upp á viðburði.Vísir/Vilhelm Helst yngra fólk sem nýtti sér opnunina Fram kemur að miðnæturopnunin hafi verið ágætlega sótt af fólki á aldrinum sextán til 25 ára, sér í lagi þegar boðið hafi verið upp á viðburði. „Þar sem aldurshópurinn var ungur gat það reynst krefjandi fyrir starfsfólk að ráða við aðstæður. Því þurfti að kalla til öryggisverði í einstaka tilfellum.“ Steinþór segir að þrátt fyrir ákveðnar áskoranir telji ÍTR að margt hafi verið lærdómsríkt og að sóknartækifæri geti legið í lengri opnunartíma og eflingu sundlaugarmenningar. „Fjárheimildir vegna verkefnisins voru ekki framlengdar á árinu 2023 og sviðið telur ekki gerlegt að auka þjónustu og halda áfram með lengri opnunartíma á fimmtudögum og er því verkefninu sjálfhætt nema með ákvörðun borgarráðs um annað,“ segir í minnisblaðinu. Ekki fjármagn til að halda opnuninni áfram Fram kemur í bókun borgarfulltrúa meirihlutans í ráðinu að ekki sé fjármagn til að halda verkefninu áfram að sinni. „[En] eins og kemur fram í minnisblaðinu væri áhugavert að gera tilraun með miðnæturopnun í afmarkaðan tíma og tengja þá jafnvel við viðburðahald á sameinuðu sviði menningar og íþrótta, nýta sköpunarkraft starfsfólks Hins hússins o.s.frv.,“ segir í bókuninni. Reykjavík Sundlaugar Borgarstjórn Tengdar fréttir Frítt í sund fyrir börn í Reykjavík og miðnæturopnanir í Laugardalslaug Frítt verður í sundlaugar Reykjavíkur fyrir börn á grunnskólaaldri frá og með 1. ágúst 2022 en borgarráð samþykkti í dag svohljóðandi tillögu menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Einnig var samþykkt tillaga um miðnæturopnun á fimmtudagskvöldum í Laugardalslaug frá og með 4. ágúst til áramóta. 30. júní 2022 13:38 Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18. október 2022 14:28 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði Steinþórs Einarssonar, skrifstofustjóra rekstrar og þjónustu ÍTR, til menningar-, íþrótta og tómstundaráðs borgarinnar. Hann segir verkefninu sjálfhætt nema með ákvörðun borgarráðs um annað. Borgarráð samþykkti síðasta sumar tillögu um miðnæturopnun einu sinni í viku í Laugardalslaug til áramóta. Var kostnaðaraukinn áætlaður sex milljónir króna, en fram kemur að kostnaðurinn hafi reynst mun meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Áskoranir fylgdu því að breyta opnunartíma þar sem vaktir ýmist lengdust hjá þeim svo voru að vinna fyrir eða kalla þurfti til auka mannskap. Hvað öryggismál varðar er ekki æskilegt að hafa fólk við laugargæslu sem unnið hefur mjög langa vakt og einnig hafa lengri vaktir áhrif á betri vinnutíma,“ segir Steinþór og bendir á að lenging vakta á fimmtudögum rúmist ekki innan styttingu vinnuvikunnar. Einnig hafi áskoranir snúið að tæknimálum þar sem búnaður laugarinnar tekur mið af reglulegum opnunartíma og því hafi tæknifólk þurft að vera á bakvakt til miðnættis. Fram kemur í minnisblaðinu að miðnæturopnunin hafi verið ágætlega sótt af fólki á aldrinum sextán til 25 ára, sér í lagi þegar boðið hafi verið upp á viðburði.Vísir/Vilhelm Helst yngra fólk sem nýtti sér opnunina Fram kemur að miðnæturopnunin hafi verið ágætlega sótt af fólki á aldrinum sextán til 25 ára, sér í lagi þegar boðið hafi verið upp á viðburði. „Þar sem aldurshópurinn var ungur gat það reynst krefjandi fyrir starfsfólk að ráða við aðstæður. Því þurfti að kalla til öryggisverði í einstaka tilfellum.“ Steinþór segir að þrátt fyrir ákveðnar áskoranir telji ÍTR að margt hafi verið lærdómsríkt og að sóknartækifæri geti legið í lengri opnunartíma og eflingu sundlaugarmenningar. „Fjárheimildir vegna verkefnisins voru ekki framlengdar á árinu 2023 og sviðið telur ekki gerlegt að auka þjónustu og halda áfram með lengri opnunartíma á fimmtudögum og er því verkefninu sjálfhætt nema með ákvörðun borgarráðs um annað,“ segir í minnisblaðinu. Ekki fjármagn til að halda opnuninni áfram Fram kemur í bókun borgarfulltrúa meirihlutans í ráðinu að ekki sé fjármagn til að halda verkefninu áfram að sinni. „[En] eins og kemur fram í minnisblaðinu væri áhugavert að gera tilraun með miðnæturopnun í afmarkaðan tíma og tengja þá jafnvel við viðburðahald á sameinuðu sviði menningar og íþrótta, nýta sköpunarkraft starfsfólks Hins hússins o.s.frv.,“ segir í bókuninni.
Reykjavík Sundlaugar Borgarstjórn Tengdar fréttir Frítt í sund fyrir börn í Reykjavík og miðnæturopnanir í Laugardalslaug Frítt verður í sundlaugar Reykjavíkur fyrir börn á grunnskólaaldri frá og með 1. ágúst 2022 en borgarráð samþykkti í dag svohljóðandi tillögu menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Einnig var samþykkt tillaga um miðnæturopnun á fimmtudagskvöldum í Laugardalslaug frá og með 4. ágúst til áramóta. 30. júní 2022 13:38 Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18. október 2022 14:28 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Frítt í sund fyrir börn í Reykjavík og miðnæturopnanir í Laugardalslaug Frítt verður í sundlaugar Reykjavíkur fyrir börn á grunnskólaaldri frá og með 1. ágúst 2022 en borgarráð samþykkti í dag svohljóðandi tillögu menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. Einnig var samþykkt tillaga um miðnæturopnun á fimmtudagskvöldum í Laugardalslaug frá og með 4. ágúst til áramóta. 30. júní 2022 13:38
Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. 18. október 2022 14:28