Heitustu liðin fyrir áramót mætast í kvöld og Arnar Daði fór yfir málin með Gaupa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2023 15:31 Þorgils Jón Svölu Baldursson skorar fyrir Val á móti FH. Vísir/Hulda Margrét Toppliðin Valur og FH mætast í kvöld í fyrsta stórleiknum í Olís deild karla í handbolta eftir HM-frí. Fyrir leikinn eru Valsmenn með 25 stig á toppnum eða sex stigum meira en FH-ingar sem sitja í öðru sætinu. FH-liðið á leik til góða og eiga því með sigri í kvöld möguleika á að nálgast Valsmenn verulega með sigri. Guðjón Guðmundsson ræddi við Arnar Daða Arnarsson, sérfræðing í Seinni bylgjunni, um leikinn og framhaldið í mótinu. „Mér fannst Valsararnir ekki heillandi í fyrsta leik á móti Gróttu en að sama skapi getur það hjálpað Valsörum að vera búnir að fá einn leik fyrir þennan leik,“ sagði Arnar Daði Arnarsson. Arnar Daði Arnarsson. „Þetta er klárlega stórleikur enda tvö heitustu liðin fyrir áramót. Þetta voru liðin sem náðu hvað flestum stigum í síðustu tíu leikjunum. Það er synd að hafa ekki fengið þennan leik sem lokaleik fyrir jól því núna eru rúmlega fimmtíu dagar frá síðasta leik. Það er margt búið að breytast en það er gaman að keyra deildina í gang með svona leik,“ sagði Arnar Daði. Þetta getur ráðið úrslitum Gaupi vildi fá að vita hver væri sýn Arnars Daða á framhaldið í Olís deild karla. „Það er svolítið erfitt að gera sér almennilega grein fyrir því af því. Vissulega hafa allir talað um það að Valur sé langsterkasta liðið en það eru spurningarmerki hjá þeim. Nú eru þeir að fara í þvílíkt erfitt prógram í febrúar með fjórum Evrópuleikjum á innan við mánuði ofan í bikarleiki líka,“ sagði Arnar Daði. „Þetta getur ráðið úrslitum. Segjum það að FH vinni Val þá eru þetta bara fjögur stig og FH á leik inni. Þá er bara baráttan um deildarmeistaratitilinn í uppnámi. Það er margt spennandi sem getur komið í ljós strax á næstu vikum,“ sagði Arnar. Voru rústir einar fyrir áramót „Lið eins og Haukar, sem voru rústir einar fyrir áramót, sérstaklega fyrir þjálfaraskiptin. Núna er Ásgeir Örn Hallgrímsson búinn að fá góðan tíma með liðinu og nú þarf hann að sýna hvað hann hefur náð að gera um jólin. Haukarnir þurfa að fara að týna inn stig og svo eru fleiri lið sem hafa ollið vonbrigðum eins og Stjarnan og fleiri lið,“ sagði Arnar. Það má sjá allt viðtalið við Arnar Daða hér fyrir neðan. Klippa: Arnar Daði um framhaldið í Olís deild karla Olís-deild karla Valur FH Stjarnan Haukar Hörður Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira
Fyrir leikinn eru Valsmenn með 25 stig á toppnum eða sex stigum meira en FH-ingar sem sitja í öðru sætinu. FH-liðið á leik til góða og eiga því með sigri í kvöld möguleika á að nálgast Valsmenn verulega með sigri. Guðjón Guðmundsson ræddi við Arnar Daða Arnarsson, sérfræðing í Seinni bylgjunni, um leikinn og framhaldið í mótinu. „Mér fannst Valsararnir ekki heillandi í fyrsta leik á móti Gróttu en að sama skapi getur það hjálpað Valsörum að vera búnir að fá einn leik fyrir þennan leik,“ sagði Arnar Daði Arnarsson. Arnar Daði Arnarsson. „Þetta er klárlega stórleikur enda tvö heitustu liðin fyrir áramót. Þetta voru liðin sem náðu hvað flestum stigum í síðustu tíu leikjunum. Það er synd að hafa ekki fengið þennan leik sem lokaleik fyrir jól því núna eru rúmlega fimmtíu dagar frá síðasta leik. Það er margt búið að breytast en það er gaman að keyra deildina í gang með svona leik,“ sagði Arnar Daði. Þetta getur ráðið úrslitum Gaupi vildi fá að vita hver væri sýn Arnars Daða á framhaldið í Olís deild karla. „Það er svolítið erfitt að gera sér almennilega grein fyrir því af því. Vissulega hafa allir talað um það að Valur sé langsterkasta liðið en það eru spurningarmerki hjá þeim. Nú eru þeir að fara í þvílíkt erfitt prógram í febrúar með fjórum Evrópuleikjum á innan við mánuði ofan í bikarleiki líka,“ sagði Arnar Daði. „Þetta getur ráðið úrslitum. Segjum það að FH vinni Val þá eru þetta bara fjögur stig og FH á leik inni. Þá er bara baráttan um deildarmeistaratitilinn í uppnámi. Það er margt spennandi sem getur komið í ljós strax á næstu vikum,“ sagði Arnar. Voru rústir einar fyrir áramót „Lið eins og Haukar, sem voru rústir einar fyrir áramót, sérstaklega fyrir þjálfaraskiptin. Núna er Ásgeir Örn Hallgrímsson búinn að fá góðan tíma með liðinu og nú þarf hann að sýna hvað hann hefur náð að gera um jólin. Haukarnir þurfa að fara að týna inn stig og svo eru fleiri lið sem hafa ollið vonbrigðum eins og Stjarnan og fleiri lið,“ sagði Arnar. Það má sjá allt viðtalið við Arnar Daða hér fyrir neðan. Klippa: Arnar Daði um framhaldið í Olís deild karla
Olís-deild karla Valur FH Stjarnan Haukar Hörður Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira