„Ég var svo ánægður með þessa hugmynd að ég ákvað að prófa þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. febrúar 2023 22:21 Snorri Steinn fer yfir málin með sínum mönnum í kvöld. Vísir/Diego Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, gat leyft sér að brosa eftir mjög svo sannfærandi sigur gegn FH í Olís-deildinni í dag. Valur með forystuna allan leikinn og vann að lokum átta marka sigur í miklum markaleik, 44-36. „Ég er mjög ánægður. Það er erfitt að vera annað,“ sagði Snorri Steinn í viðtali eftir leikinn. „Við byrjum mjög vel og mættum strax frá fyrstu mínútu. Við vorum flottir á flestum sviðum. Það var mikið skorað en þannig vil ég hafa það. Ég er líka ánægður með varnarleikinn þrátt fyrir að við fáum á okkur mikið af mörkum.“ Hann segir að Valsmenn hafi klárlega lagt með það að byrja af krafti og áræðni. Það gekk svo sannarlega upp. „Við lögðum klárlega upp með það. Við vorum að fara í gríðarlega mikilvægan leik í toppbaráttunni – við vissum hvað var undir – og við lögðum það þannig upp. Þetta var einn af þessum úrslitaleikjum. Mér fannst takturinn í liðinu vera eftir því. Við vorum ekki ánægðir með okkur í síðasta leik og við fórum yfir það. Það er mjög jákvætt að sýna aðra hlið á okkur í dag.“ Benedikt Gunnar Óskarsson átti stórleik og skoraði tíu mörk á fyrstu 15 mínútum leiksins. Hefur Snorri séð eitthvað þessu líkt áður? „Nei, örugglega ekki. Hann er frábær,“ sagði fyrrum landsliðsmaðurinn. Ný útfærsla hjá Val í yfirtölu gaf Benedikt auðveld mörk. Útfærslan var þannig að hann beið á miðjum vellinum þegar FH-ingar voru einum færri og svo kastaði Björgvin Páll Gústafsson, markvörður Vals, boltanum upp á hann. Þetta skilaði undantekningarlaust auðveldu marki fyrir heimamenn. Það var fyrrum landsliðsþjálfarinn Þorbjörn Jensson sem átti hugmyndina að þessu. „Lykilmaðurinn í þessu er Þorbjörn Jensson. Ég hitti hann um daginn og hann gaukaði þessu að mér. Ég var svo ánægður með þessa hugmynd að ég ákvað að prófa þetta. Tobbi Jens á þetta.“ Valur er með þægilegt forskot á toppnum. Er hætta á því núna að menn verði værukærir? „Ég held ekki. En þegar þér fer að líða vel í íþróttum þá er það viðvörunarbjalla. Ef okkur fer að líða þannig, þá endar það illa. Við ætlum okkur að verða betri. Ef við gefum færi á okkur þá er það séns fyrir hin liðin að saxa á okkur. Við erum í þéttu prógrammi og verðum að stýra þessu vel. Við tökum einn leik í einu og við förum í hvern leik til að vinna hann,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Olís-deild karla Valur FH Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - FH 44-36 | Valssigur aldrei í hættu í áttatíu marka leik Íslandsmeiastarar Vals unnu öruggan átta marka sigur er liðið tók á móti FH í stórleik fjórtándu umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 44-36. 3. febrúar 2023 22:17 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
„Ég er mjög ánægður. Það er erfitt að vera annað,“ sagði Snorri Steinn í viðtali eftir leikinn. „Við byrjum mjög vel og mættum strax frá fyrstu mínútu. Við vorum flottir á flestum sviðum. Það var mikið skorað en þannig vil ég hafa það. Ég er líka ánægður með varnarleikinn þrátt fyrir að við fáum á okkur mikið af mörkum.“ Hann segir að Valsmenn hafi klárlega lagt með það að byrja af krafti og áræðni. Það gekk svo sannarlega upp. „Við lögðum klárlega upp með það. Við vorum að fara í gríðarlega mikilvægan leik í toppbaráttunni – við vissum hvað var undir – og við lögðum það þannig upp. Þetta var einn af þessum úrslitaleikjum. Mér fannst takturinn í liðinu vera eftir því. Við vorum ekki ánægðir með okkur í síðasta leik og við fórum yfir það. Það er mjög jákvætt að sýna aðra hlið á okkur í dag.“ Benedikt Gunnar Óskarsson átti stórleik og skoraði tíu mörk á fyrstu 15 mínútum leiksins. Hefur Snorri séð eitthvað þessu líkt áður? „Nei, örugglega ekki. Hann er frábær,“ sagði fyrrum landsliðsmaðurinn. Ný útfærsla hjá Val í yfirtölu gaf Benedikt auðveld mörk. Útfærslan var þannig að hann beið á miðjum vellinum þegar FH-ingar voru einum færri og svo kastaði Björgvin Páll Gústafsson, markvörður Vals, boltanum upp á hann. Þetta skilaði undantekningarlaust auðveldu marki fyrir heimamenn. Það var fyrrum landsliðsþjálfarinn Þorbjörn Jensson sem átti hugmyndina að þessu. „Lykilmaðurinn í þessu er Þorbjörn Jensson. Ég hitti hann um daginn og hann gaukaði þessu að mér. Ég var svo ánægður með þessa hugmynd að ég ákvað að prófa þetta. Tobbi Jens á þetta.“ Valur er með þægilegt forskot á toppnum. Er hætta á því núna að menn verði værukærir? „Ég held ekki. En þegar þér fer að líða vel í íþróttum þá er það viðvörunarbjalla. Ef okkur fer að líða þannig, þá endar það illa. Við ætlum okkur að verða betri. Ef við gefum færi á okkur þá er það séns fyrir hin liðin að saxa á okkur. Við erum í þéttu prógrammi og verðum að stýra þessu vel. Við tökum einn leik í einu og við förum í hvern leik til að vinna hann,“ sagði Snorri Steinn að lokum.
Olís-deild karla Valur FH Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - FH 44-36 | Valssigur aldrei í hættu í áttatíu marka leik Íslandsmeiastarar Vals unnu öruggan átta marka sigur er liðið tók á móti FH í stórleik fjórtándu umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 44-36. 3. febrúar 2023 22:17 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - FH 44-36 | Valssigur aldrei í hættu í áttatíu marka leik Íslandsmeiastarar Vals unnu öruggan átta marka sigur er liðið tók á móti FH í stórleik fjórtándu umferðar Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 44-36. 3. febrúar 2023 22:17