Beyoncé þótti eiga besta R&B lag ársins, bestu dans/raftónlistarupptökuna, bestu dans/raftónlistarplötuna og bestu hefðbundnu R&B frammistöðuna. Harry Styles hlaut stærstu verðlaun kvöldsins, bestu plötu fyrir Harry's House en Bonnie Raitt hlaut verðlaunin fyrir besta lagið, Just Like That.
Meðal annarra sigurvegara kvöldsins voru Adele, sem hlaut verðlaun fyrir popplagið Easy on Me, Kendrick Lamar, sem hlaut meðal annars verðalaun fyrir besta rapplagið og bestu rappplötuna, og Lizzo, sem hlaut verðlaun fyrir lagið About Damn Time.
Kim Petras varð önnur trans konan til að hljóta Grammy-verðlaun, fyrir dúettinn sinn með Sam Smith, Unholy. Í þakkarræðu sinni minntist hún sérstaklega þeirra trans listamanna sem hefðu rutt veginn fyrir hana.
Meðal annarra sigurvegara var leikkonan Viola Davis, sem var verðlaunuð fyrir hljóðbókarútgáfu æviminninga sinna, Finding Me. Með sigrinum varð Davis átjánda manneskjan til að öðlast EGOT; það er að segja að hafa unnið til Emmy-, Grammy-, Óskars- og Tony-verðlauna.