Appelsínugulu viðvaranirnar ná yfir allt landið nema Vestfirði þar sem gul viðvörun verður í gildi.
Höfuðborgarsvæðið
- Sunnan stormur eða rok og mikil úrkoma (appelsínugul viðvörun). 7. feb. kl. 06:00 – 08:00. Sunnan 20-28 m/s og mjög snarpar vindhviður. Hvassast í efri byggðum og við ströndina. Mikil úrkoma, slydda eða snjókoma. Nauðsynlegt er að tryggja munina utandyra. Veðrið gengur mjög hratt yfir en færð getur spillst á meðan á því stendur.
Suðurland
- Sunnan stormur eða rok (appelsínugul viðvörun). 7. feb. kl. 06:00 – 09:30. Sunnan 20-28 m/s og vindhviður staðbundið yfir 40 m/s. Mikil úrkoma, slydda eða snjókoma og takmarkað skyggni. Fólki er bent á að tryggja muni utandyra. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur yfir.
Faxaflói
- Sunnan og suðvestan stormur eða rok og talsverð úrkoma (appelsínugul viðvörun). 7. feb. kl. 06:00 – 08:30. Sunnan og suðvestan 20-28 m/s og talsverð eða mikil snjókoma. Mjög snarpar vindhviður við fjöll, staðbundið yfir 40 m/s. Fólki er bent á að tryggja muni utandyra. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur yfir.
Breiðafjörður
- Suðvestan stormur eða rok og talsverð úrkoma (Appelsínugult ástand). 7. feb. kl. 07:30 – 08:30. Sunnan og suðvestan 20-28 m/s og talsverð eða mikil snjókoma. Mjög snarpar vindhviður við fjöll, staðbundið yfir 40 m/s. Fólki er bent á að tryggja muni utandyra. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur yfir.
Vestfirðir
- Sunnan hvassviðri og hríð (gul viðvörun). 7. feb. kl. 07:00 – 09:30. Sunnan 18-23 m/s og snjókoma. Mjög takmarkað skyggni og slæmt ferðaveður.
Strandir og Norðurland vestra
- Suðvestan stormur eða rok og talsverð úrkoma (appelsínugul viðvörun). 7. feb. kl. 07:00 – 10:00. Sunnan og suðvestan 23-28 m/s og talsverð snjókoma. Mjög snarpar vindhviður við fjöll, staðbundið yfir 40 m/s. Fólki er bent á að tryggja muni utandyra. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur yfir.
Norðurland eystra
- Suðvestan stormur eða rok og talsverð úrkoma (appelsínugul viðvörun). 7. feb. kl. 08:00 – 11:00. Sunnan og suðvestan 23-28 m/s og talsverð snjókoma. Mjög snarpar vindhviður við fjöll, staðbundið yfir 40 m/s. Fólki er bent á að tryggja muni utandyra. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur yfir.
Austurland að Glettingi
- Suðvestan stormur eða rok og talsverð úrkoma (appelsínugul viðvörun). 7. feb. kl. 09:00 – 12:30. Sunnan og suðvestan 23-28 m/s og talsverð snjókoma. Mjög snarpar vindhviður við fjöll, staðbundið yfir 40 m/s. Fólki er bent á að tryggja muni utandyra. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur yfir.
Austfirðir
- Suðvestan stormur eða rok og talsverð úrkoma (appelsínugul viðvörun). 7. feb. kl. 09:30 – 13:30. Sunnan og suðvestan 23-28 m/s og talsverð snjókoma. Mjög snarpar vindhviður við fjöll, staðbundið yfir 40 m/s. Fólki er bent á að tryggja muni utandyra. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur yfir.
Suðausturland
- Suðvestan stormur eða rok og talsverð úrkoma (appelsínugul viðvörun). 7. feb. kl. 07:30 – 12:30. Sunnan 23-28 m/s og talsverð snjókoma. Mjög snarpar vindhviður við fjöll, staðbundið yfir 40 m/s. Fólki er bent á að tryggja muni utandyra. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur yfir.
Miðhálendið
- Sunnan rok og hríð (appelsínugul viðvörun). 7. feb. kl. 07:00 – 12:00. Sunnan 23-28 m/s og hríð. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur yfir.