„Gat ekki staðið í lappirnar og var mjög hrædd“ Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2023 10:34 Birkir Bjarnason og Sophie Gordon kærasta hans búa saman í Adana þar sem mikil eyðilegging varð af völdum jarðskjálftans í nótt. Tala látinna og slasaðra heldur áfram að hækka. @gordonsophie/Getty „Þetta er skelfilegt,“ segir Birkir Bjarnason, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands í fótbolta, sem býr ásamt kærustu sinni í Tyrklandi þar sem risastór jarðskjálfti reið yfir í nótt og hefur orðið fjölda fólks að bana. Birkir býr ásamt kærustu sinni, Sophie Gordon, í Adana sem er rétt um 200 kílómetrum frá upptökum skjálftans sem var að stærð 7,8. Til samanburðar er talið að stærsti jarðskjálfti á Íslandi hafi verið 7,1 að stærð. Hundruð hafa látist og þúsundir slasast vegna skjálftans en Birkir og liðsfélagar hans í Adana Demirspor voru staðsettir í Istanbúl í nótt vegna leiks sem þeir áttu að spila í dag, sem nú hefur verið frestað líkt og öðrum íþróttaviðburðum í Tyrklandi. Bíða leikmenn þess nú að komast heim til fjölskyldu og vina. Skelkaður þegar hann vaknaði og sá skilaboðin „Við erum í Istanbúl og fundum ekkert hér en Sophie kærastan mín er í Adana og vaknaði við skjálftann. Upptökin eru mjög nálægt og hún gat ekki staðið í lappirnar og var mjög hrædd þegar skjálftinn reið yfir,“ segir Birkir í samtali við Vísi. „Ég vaknaði ekki þegar hún hringdi en vaknaði svo klukkutíma seinna, klukkan fimm, og sá að hún hafði hringt og sent mér SMS. Ég varð því auðvitað frekar stressaður þangað til ég náði í hana. Hún var mjög hrædd enda var skjálftinn upp á 7,8 sem er alveg svakalegt,“ segir Birkir. Birkir lét ættingja og vini vita af því á Facebook að hann væri óhultur eftir jarðskjálftann mikla. Byggingar í Adana hafa hrunið til grunna vegna skjálftans eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan. Compilation of several videos from Adana #Deprem #Turkey pic.twitter.com/VaLInhKeXH— Aleph (@no_itsmyturn) February 6, 2023 Birkir og liðsfélagar hans fljúga í dag heim til Adana til að hitta sitt fólk. „Það voru allir vakandi í nótt,“ segir Birkir sem kveðst ekki vita til þess að neinn í liðinu hafi misst einhvern nákominn en hafði heyrt að skyldmenni einhverra úr starfsliði liðsins hefðu mögulega slasast. „En þetta er svo nýskeð að maður veit ekki mikið um þetta. Hugur manns er að sjálfsögðu hjá þeim sem hafa lent í þessum skjálfta, og eiga fjölskyldu eða vini sem er verið að leita að. Maður vonar bara að þetta sé minna en maður heldur en mér skilst að þetta sé sterkasti skjálfti sem mælst hefur hérna,“ segir Birkir. Tyrkland Eldgos og jarðhræringar Tyrkneski boltinn Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Að minnsta kosti 640 látnir eftir skjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi Að minnsta kosti 640 eru látnir eftir að 7,8 stiga skjálfti reið yfir suðurhluta Tyrklands og norðurhluta Sýrlands snemma í morgun. Gert er ráð fyrir að raunverulegur fjöldi látinna sé mun meiri og hundruð manns sögð föst undir rústum bygginga. 6. febrúar 2023 09:22 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Birkir býr ásamt kærustu sinni, Sophie Gordon, í Adana sem er rétt um 200 kílómetrum frá upptökum skjálftans sem var að stærð 7,8. Til samanburðar er talið að stærsti jarðskjálfti á Íslandi hafi verið 7,1 að stærð. Hundruð hafa látist og þúsundir slasast vegna skjálftans en Birkir og liðsfélagar hans í Adana Demirspor voru staðsettir í Istanbúl í nótt vegna leiks sem þeir áttu að spila í dag, sem nú hefur verið frestað líkt og öðrum íþróttaviðburðum í Tyrklandi. Bíða leikmenn þess nú að komast heim til fjölskyldu og vina. Skelkaður þegar hann vaknaði og sá skilaboðin „Við erum í Istanbúl og fundum ekkert hér en Sophie kærastan mín er í Adana og vaknaði við skjálftann. Upptökin eru mjög nálægt og hún gat ekki staðið í lappirnar og var mjög hrædd þegar skjálftinn reið yfir,“ segir Birkir í samtali við Vísi. „Ég vaknaði ekki þegar hún hringdi en vaknaði svo klukkutíma seinna, klukkan fimm, og sá að hún hafði hringt og sent mér SMS. Ég varð því auðvitað frekar stressaður þangað til ég náði í hana. Hún var mjög hrædd enda var skjálftinn upp á 7,8 sem er alveg svakalegt,“ segir Birkir. Birkir lét ættingja og vini vita af því á Facebook að hann væri óhultur eftir jarðskjálftann mikla. Byggingar í Adana hafa hrunið til grunna vegna skjálftans eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan. Compilation of several videos from Adana #Deprem #Turkey pic.twitter.com/VaLInhKeXH— Aleph (@no_itsmyturn) February 6, 2023 Birkir og liðsfélagar hans fljúga í dag heim til Adana til að hitta sitt fólk. „Það voru allir vakandi í nótt,“ segir Birkir sem kveðst ekki vita til þess að neinn í liðinu hafi misst einhvern nákominn en hafði heyrt að skyldmenni einhverra úr starfsliði liðsins hefðu mögulega slasast. „En þetta er svo nýskeð að maður veit ekki mikið um þetta. Hugur manns er að sjálfsögðu hjá þeim sem hafa lent í þessum skjálfta, og eiga fjölskyldu eða vini sem er verið að leita að. Maður vonar bara að þetta sé minna en maður heldur en mér skilst að þetta sé sterkasti skjálfti sem mælst hefur hérna,“ segir Birkir.
Tyrkland Eldgos og jarðhræringar Tyrkneski boltinn Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Að minnsta kosti 640 látnir eftir skjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi Að minnsta kosti 640 eru látnir eftir að 7,8 stiga skjálfti reið yfir suðurhluta Tyrklands og norðurhluta Sýrlands snemma í morgun. Gert er ráð fyrir að raunverulegur fjöldi látinna sé mun meiri og hundruð manns sögð föst undir rústum bygginga. 6. febrúar 2023 09:22 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Að minnsta kosti 640 látnir eftir skjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi Að minnsta kosti 640 eru látnir eftir að 7,8 stiga skjálfti reið yfir suðurhluta Tyrklands og norðurhluta Sýrlands snemma í morgun. Gert er ráð fyrir að raunverulegur fjöldi látinna sé mun meiri og hundruð manns sögð föst undir rústum bygginga. 6. febrúar 2023 09:22