Fékk þrefalda höfnun í Ísland Got Talent en gafst ekki upp Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 6. febrúar 2023 14:46 Símon Grétar hefur hefur slegið í gegn í Idolinu síðustu vikur. Stöð 2/Gottskálk Daði Bernhöft Reynisson Símon Grétar Björgvinsson hefur heillað áhorfendur upp úr skónum síðustu vikur í Idolinu. Þrátt fyrir að Idol ævintýri Símons sé nú á enda, bendir allt til þess að tónlistarferill hans sé rétt að byrja. Símon Grétar var annar af þeim tveimur keppendum sem luku keppni síðasta föstudag, ásamt Bíu. Það eru því þau Saga Matthildur og Kjalar sem keppast um sigursætið næsta föstudag. Enginn eins og Símon Símon Grétar vakti strax athygli þegar hann mætti með kassagítarinn í fyrstu áheyrnarprufuna. Leiðin lá svo aðeins upp á við og sagði dómarinn Herra Hnetusmjör meðal annars að „það væri enginn eins og hann í þessari keppni“. Þegar komið var að beinum útsendingum varð ljóst að Símon heillaði ekki aðeins dómnefndina heldur einnig áhorfendur sem kusu hann áfram alla leið í undanúrslitin. Símon Grétar heillaði dómnefndina strax í fyrstu áheyrnarprufu.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að þátttöku Símons í Idol sé nú lokið ætlar hann að halda ótrauður áfram í tónlistinni. Hann hyggst jafnvel fara að semja sína eigin tónlist sem hefur reynst honum áskorun hingað til. „Ég er mjög lokaður maður sem þarf að opna,“ sagði Símon í viðtali í Brennslunni í morgun. Hann segir þó að honum hafi tekist að opna sig helling í Idolinu. Reyndi fyrir sér í Ísland Got Talent Það vita sjálfsagt fáir að Idol er ekki fyrsta keppnin sem Símon hefur reynt við. Þegar hann var 21 árs tók hann þátt í Ísland Got Talent. „Ég fékk þrjú X á sviðinu. Það braut mig alveg en þetta [Idolið] byggði mig aftur upp,“ segir hann. Hann segir höfnunina í Ísland Got Talent hafa verið sérstaklega erfiða fyrir þær sakir að þar fóru fyrstu prufurnar strax fram fyrir framan áhorfendur í sal. Þrátt fyrir höfnina gaf hann drauminn ekki upp á bátinn. Hann hefur sungið sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar og allt bendir til þess að við eigum eftir að sjá meira af þessum hæfileikaríka tónlistarmanni. Hér má hlusta á viðtalið við þau Símon og Bíu í heild sinni. Klippa: Brennslan - Símon Grétar og Bía Idol Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Þessir tveir keppendur gætu orðið næsta Idol-stjarna Íslands Fjórir keppendur mættu til leiks í æsispennandi Idol-þætti kvöldsins. Óvænt var tilkynnt um að tveir keppendur yrðu sendir heim eftir símakosningu og því er nú ljóst hvaða tveir keppendur mætast í úrslitum í næstu viku. 3. febrúar 2023 21:16 Aðeins fjórir keppendur eftir: „Maður er svo hræddur“ „Ég held ég sé bara ekki búinn að fatta það að það er fullt af fólki heima í sófa að horfa,“ segir Idol keppandinn Kjalar, sem er einn af þeim fjórum keppendum sem eftir standa í Idol. 3. febrúar 2023 10:47 Bía leitar að lagahöfundi til að semja með Söngkonan Bía er komin með stóran aðdáendahóp á Íslandi eftir að hún heillaði þjóðina upp úr skónum með fallegri rödd í Idol. 5. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Sjá meira
Símon Grétar var annar af þeim tveimur keppendum sem luku keppni síðasta föstudag, ásamt Bíu. Það eru því þau Saga Matthildur og Kjalar sem keppast um sigursætið næsta föstudag. Enginn eins og Símon Símon Grétar vakti strax athygli þegar hann mætti með kassagítarinn í fyrstu áheyrnarprufuna. Leiðin lá svo aðeins upp á við og sagði dómarinn Herra Hnetusmjör meðal annars að „það væri enginn eins og hann í þessari keppni“. Þegar komið var að beinum útsendingum varð ljóst að Símon heillaði ekki aðeins dómnefndina heldur einnig áhorfendur sem kusu hann áfram alla leið í undanúrslitin. Símon Grétar heillaði dómnefndina strax í fyrstu áheyrnarprufu.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að þátttöku Símons í Idol sé nú lokið ætlar hann að halda ótrauður áfram í tónlistinni. Hann hyggst jafnvel fara að semja sína eigin tónlist sem hefur reynst honum áskorun hingað til. „Ég er mjög lokaður maður sem þarf að opna,“ sagði Símon í viðtali í Brennslunni í morgun. Hann segir þó að honum hafi tekist að opna sig helling í Idolinu. Reyndi fyrir sér í Ísland Got Talent Það vita sjálfsagt fáir að Idol er ekki fyrsta keppnin sem Símon hefur reynt við. Þegar hann var 21 árs tók hann þátt í Ísland Got Talent. „Ég fékk þrjú X á sviðinu. Það braut mig alveg en þetta [Idolið] byggði mig aftur upp,“ segir hann. Hann segir höfnunina í Ísland Got Talent hafa verið sérstaklega erfiða fyrir þær sakir að þar fóru fyrstu prufurnar strax fram fyrir framan áhorfendur í sal. Þrátt fyrir höfnina gaf hann drauminn ekki upp á bátinn. Hann hefur sungið sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar og allt bendir til þess að við eigum eftir að sjá meira af þessum hæfileikaríka tónlistarmanni. Hér má hlusta á viðtalið við þau Símon og Bíu í heild sinni. Klippa: Brennslan - Símon Grétar og Bía
Idol Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Þessir tveir keppendur gætu orðið næsta Idol-stjarna Íslands Fjórir keppendur mættu til leiks í æsispennandi Idol-þætti kvöldsins. Óvænt var tilkynnt um að tveir keppendur yrðu sendir heim eftir símakosningu og því er nú ljóst hvaða tveir keppendur mætast í úrslitum í næstu viku. 3. febrúar 2023 21:16 Aðeins fjórir keppendur eftir: „Maður er svo hræddur“ „Ég held ég sé bara ekki búinn að fatta það að það er fullt af fólki heima í sófa að horfa,“ segir Idol keppandinn Kjalar, sem er einn af þeim fjórum keppendum sem eftir standa í Idol. 3. febrúar 2023 10:47 Bía leitar að lagahöfundi til að semja með Söngkonan Bía er komin með stóran aðdáendahóp á Íslandi eftir að hún heillaði þjóðina upp úr skónum með fallegri rödd í Idol. 5. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Sjá meira
Þessir tveir keppendur gætu orðið næsta Idol-stjarna Íslands Fjórir keppendur mættu til leiks í æsispennandi Idol-þætti kvöldsins. Óvænt var tilkynnt um að tveir keppendur yrðu sendir heim eftir símakosningu og því er nú ljóst hvaða tveir keppendur mætast í úrslitum í næstu viku. 3. febrúar 2023 21:16
Aðeins fjórir keppendur eftir: „Maður er svo hræddur“ „Ég held ég sé bara ekki búinn að fatta það að það er fullt af fólki heima í sófa að horfa,“ segir Idol keppandinn Kjalar, sem er einn af þeim fjórum keppendum sem eftir standa í Idol. 3. febrúar 2023 10:47
Bía leitar að lagahöfundi til að semja með Söngkonan Bía er komin með stóran aðdáendahóp á Íslandi eftir að hún heillaði þjóðina upp úr skónum með fallegri rödd í Idol. 5. febrúar 2023 20:00