Gat ekki snúið til baka: „Ég var löngu búin með kvótann á sálinni“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 12. febrúar 2023 10:12 Aníta Briem ræddi árin í Los Angeles við Gústa B í Veislunni. Vísir/Vilhelm Aníta Briem var aðeins 16 ára gömul þegar hún lagði út í hinn stóra heim til þess að gerast leikkona. Hún bjó lengst af í Los Angeles þar sem gylliboð voru á hverju strái. Þegar hún kom hingað til lands til þess að taka upp sjónvarpsþætti fyrir nokkrum árum síðan, fann hún hvernig Íslendingurinn innra með henni öskraði á hana. „Ég er búinn að eyða meira en hálfri ævinni erlendis. Ég fór sextán ára til London til að læra og var þar í átta ár. Síðan fór ég beint þaðan til Los Angeles. Þannig ég er búinn að vera meira í burtu heldur en ég er búin að vera á Íslandi,“ segir Aníta Briem sem var gestur Gústa B í Veislunni. Upplifði sorg og missi eftir tökur á Ráðherranum Aníta var búsett í L.A. þegar hún var beðin um að senda inn prufu fyrir íslensku sjónvarpsþættina Ráðherrann. Í kjölfarið var hún beðin um að lesa á móti Ólafi Darra sem hafði verið ráðinn í aðalhlutverk þáttanna. „Við lásum saman og það var bara einhver svona instant kemistría. Þetta var bara æðislegt og ég dýrkaði að vinna í þessu verkefni. Þetta var náttúrlega mikill áhrifavaldur í mínu lífi. Af því að ég kom hingað í sex mánuði í tökur á þessu. Það bara algjörlega breytti minni sýn á lífið.“ Aníta segist hafa farið djúpt inn í hlutverkið. Eftir að tökunum lauk fór hún aftur heim til L.A. þar sem hún upplifði þungar tilfinningar. Hún ákvað því að fara til sálfræðings sem taldi að Aníta væri að upplifa sorg og missi yfir fólkinu sem hún hafði myndað tengsl við í tökunum á Ráðherranum. View this post on Instagram A post shared by Ani ta Briem (@anitabriem) „Það var bara eitthvað skakkt við það að vera í þessum kúltúr“ „Þetta er svo skrítið. Þú ferð svona djúpt inn í einhvern heim. Þú átt eiginmann og þú átt föður og þú átt bróður og þú átt tengdó og eitthvað svoleiðis. Svo allt í einu einn daginn þá er það bara búið. Ég veit í hausnum á mér að þetta er ekki alvöru en frumurnar upplifa þetta og frumurnar ganga í gegnum þessar tilfinningar og þær vita ekki muninn.“ Það spilaði einnig inn í að Aníta var búin að fá sig fullsadda af Los Angeles. Sú tilfinning hafði blundað í henni í nokkurn tíma en eftir að hafa eytt tíma á Íslandi fann hún að L.A. átti alls ekki við hana lengur. Hún saknaði fjölskyldu sinnar og íslenskrar menningar. „Það var bara eitthvað skakkt við það að vera í þessum kúltúr. Ég fann bara að þó ég hefði verið þarna mjög lengi og kannski bara látið mig hafa alls konar hluti sem sátu ekki endilega vel í mér, að allt í einu varð þetta bara svona óbærilegt. Ég var bara: „Ég á ekki að vera hérna og ég á ekki heima hérna. Ég á að vera heima. Ég á að vera í kringum fólkið mitt“.“ „Ég er svo rosalega mikill Íslendingur í kjarnanum mínum, að það bara svona öskraði á mig á þessum tímapunkti.“ Fann að hún gat ekki snúið aftur til L.A. Það var því mikil blessun þegar Aníta landaði aðalhlutverki í íslensku kvikmyndinni Skjálfta nokkrum mánuðum síðar. Eftir að tökum á þeirri mynd lauk skall heimsfaraldur á, sem gaf Anítu rými til þess að vera lengur á Íslandi. „Þá fann ég bara að ég gæti ekki farið til baka. Ég er ekki að fara til baka, ekki einu sinni í heimsókn. Án þess að átta mig á því, þá var ég löngu búin með kvótann á sálinni.“ Hún segir Hollywood-heiminn aldrei hafa verið henni eðlislægur. Fram að þessu hafði hún þó geta látið sig hafa það, en allt í einu var það orðið óbærilegt. „Ef þú ert á einhverjum stað of lengi sem er þér ekki eðlislægur þá fer það svona að skemma sálina aðeins. Ég fattaði hvað ég var kannski löngu kominn þangað, en ég er náttúrlega þrjóskuhaus.“ Aníta Briem var aðeins 16 ára þegar lagði út í hinn stóra heim til þess að gerast leikkona.Vísir/Vilhelm Stundum komið fram við fólk eins og vörur Aníta var 22 ára þegar hún kom fyrst til Los Angeles. Borgin er þekkt fyrir það að vera suðupottur tónlistar- og kvikmyndaiðnaðarins og þar býr því margt af ríkasta og frægasta fólki heims. Aníta segist hafa upplifað mörg súrrealísk augnablik og nefnir hún sem dæmi snekkjuferðir með frægu fólki þar sem allt var flæðandi í dýrasta kampavíninu. Hún segir slíkar aðstæður þó aldrei hafa höfðað sérstaklega til sín. „Ég hef verið á snekkju með fólki sem ég dýrka og það var gaman. Ég ætla ekki að segja hvað, þú bókstaflega myndir missa vitið. Þetta var sennilega svalasta móment lífs míns. En svo hef ég líka verið á snekkju með fólki sem er bara svona svart í sálinni og það er ekki gaman. Þetta er svo ótrúlega mikill bransi og það eru rosalega miklir peningar í boði og í húfi. Þetta getur verið mjög brútal. Oft er þetta ekkert mjög manneskjulegt. Það kemur alltaf maður manns stað og það er stundum komið fram við fólk eins og það séu vörur.“ „Fólk var hætt að finna fyrir því hvað væri rétt og hvað væri rangt“ Aníta bjó í Los Angeles löngu fyrir byltingar á borð við MeToo. Hún segist hafa verið ung og berskjölduð og borið mikið traust til þeirra sem voru reyndari í bransanum en hún. Fljótlega áttaði hún sig þó á því hvað Hollywood væri í raun dökkur heimur. „Kúltúrinn á meðal sumra svona valdamikilla karlmanna og hvernig þeir voru að koma fram við ungar konur, sérstaklega leikkonur, var bara oft ógeðslegur.“ „Maður fann að af því að þetta fólk var búið að lifa og hrærast og sósast í þessum heimi svo lengi, þar sem allir kringum þá samþykktu þessa hegðun og litu undan og sögðu aldrei neitt, þá var þetta bara orðið normið. Fólk var hætt að finna fyrir því hvað væri rétt og hvað væri rangt.“ Þrátt fyrir að Aníta hafi vel gert sér grein fyrir því hve rangt þetta var, upplifði hún sig valdalausa. Hún sem einstaklingur hefði lítið vægi gegn þessari menningu sem hafði fengið að grassera í fleiri áratugi. „Þegar innsæið var að öskra á mig að hér væri eitthvað ekki í lagi, það var verið að boða mann á fundi á hótelherbergjum og svoleiðis, þá var manni kannski sagt að svona væri þetta bara. Þetta var bara kúltúrinn.“ View this post on Instagram A post shared by Ani ta Briem (@anitabriem) Þakklát fyrir reynsluna í dag Í dag er Aníta flutt heim. Í kjölfar Skjálfta fór hún með hlutverk í kvikmyndunum Berdreymi og Villibráð. Villibráð hefur verið ein vinsælasta myndin hér á landi síðan hún var frumsýnd í byrjun árs. Þessa dagana er hún að leggja lokahönd á sína eigin þáttaröð „Svo lengi sem við lifum“ sem sýnd verður á Stöð 2 í haust. Þrátt fyrir erfiða reynslu segist Aníta finna fyrir miklu þakklæti þegar hún lítur í baksýnisspegilinn. Árin í Los Angeles hafi reynst henni mikill skóli og þessi dýrmæta reynsla nýtist henni í öllum hennar verkefnum. Hér fyrir neðan má hlusta á Veisluna en viðtalið við Anítu Briem hefst á mínútu 1:25:29. FM957 Íslendingar erlendis Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Villibráð vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð Villibráð er vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð og heldur Avatar: Way of Water örugglega fyrir aftan sig samkvæmt tilkynningu frá Sambíóunum. 16. janúar 2023 18:31 Aníta Briem tilnefnd fyrir handritið á Svo lengi sem við lifum Aníta Briem hefur verið tilnefnd til Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunanna fyrir handritaskrif á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum/As Long As We Live. Verðlaunin verða veitt í sjöunda sinn á Gautaborgarhátíðinni í febrúar. 17. desember 2022 00:01 Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Fleiri fréttir Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Sjá meira
„Ég er búinn að eyða meira en hálfri ævinni erlendis. Ég fór sextán ára til London til að læra og var þar í átta ár. Síðan fór ég beint þaðan til Los Angeles. Þannig ég er búinn að vera meira í burtu heldur en ég er búin að vera á Íslandi,“ segir Aníta Briem sem var gestur Gústa B í Veislunni. Upplifði sorg og missi eftir tökur á Ráðherranum Aníta var búsett í L.A. þegar hún var beðin um að senda inn prufu fyrir íslensku sjónvarpsþættina Ráðherrann. Í kjölfarið var hún beðin um að lesa á móti Ólafi Darra sem hafði verið ráðinn í aðalhlutverk þáttanna. „Við lásum saman og það var bara einhver svona instant kemistría. Þetta var bara æðislegt og ég dýrkaði að vinna í þessu verkefni. Þetta var náttúrlega mikill áhrifavaldur í mínu lífi. Af því að ég kom hingað í sex mánuði í tökur á þessu. Það bara algjörlega breytti minni sýn á lífið.“ Aníta segist hafa farið djúpt inn í hlutverkið. Eftir að tökunum lauk fór hún aftur heim til L.A. þar sem hún upplifði þungar tilfinningar. Hún ákvað því að fara til sálfræðings sem taldi að Aníta væri að upplifa sorg og missi yfir fólkinu sem hún hafði myndað tengsl við í tökunum á Ráðherranum. View this post on Instagram A post shared by Ani ta Briem (@anitabriem) „Það var bara eitthvað skakkt við það að vera í þessum kúltúr“ „Þetta er svo skrítið. Þú ferð svona djúpt inn í einhvern heim. Þú átt eiginmann og þú átt föður og þú átt bróður og þú átt tengdó og eitthvað svoleiðis. Svo allt í einu einn daginn þá er það bara búið. Ég veit í hausnum á mér að þetta er ekki alvöru en frumurnar upplifa þetta og frumurnar ganga í gegnum þessar tilfinningar og þær vita ekki muninn.“ Það spilaði einnig inn í að Aníta var búin að fá sig fullsadda af Los Angeles. Sú tilfinning hafði blundað í henni í nokkurn tíma en eftir að hafa eytt tíma á Íslandi fann hún að L.A. átti alls ekki við hana lengur. Hún saknaði fjölskyldu sinnar og íslenskrar menningar. „Það var bara eitthvað skakkt við það að vera í þessum kúltúr. Ég fann bara að þó ég hefði verið þarna mjög lengi og kannski bara látið mig hafa alls konar hluti sem sátu ekki endilega vel í mér, að allt í einu varð þetta bara svona óbærilegt. Ég var bara: „Ég á ekki að vera hérna og ég á ekki heima hérna. Ég á að vera heima. Ég á að vera í kringum fólkið mitt“.“ „Ég er svo rosalega mikill Íslendingur í kjarnanum mínum, að það bara svona öskraði á mig á þessum tímapunkti.“ Fann að hún gat ekki snúið aftur til L.A. Það var því mikil blessun þegar Aníta landaði aðalhlutverki í íslensku kvikmyndinni Skjálfta nokkrum mánuðum síðar. Eftir að tökum á þeirri mynd lauk skall heimsfaraldur á, sem gaf Anítu rými til þess að vera lengur á Íslandi. „Þá fann ég bara að ég gæti ekki farið til baka. Ég er ekki að fara til baka, ekki einu sinni í heimsókn. Án þess að átta mig á því, þá var ég löngu búin með kvótann á sálinni.“ Hún segir Hollywood-heiminn aldrei hafa verið henni eðlislægur. Fram að þessu hafði hún þó geta látið sig hafa það, en allt í einu var það orðið óbærilegt. „Ef þú ert á einhverjum stað of lengi sem er þér ekki eðlislægur þá fer það svona að skemma sálina aðeins. Ég fattaði hvað ég var kannski löngu kominn þangað, en ég er náttúrlega þrjóskuhaus.“ Aníta Briem var aðeins 16 ára þegar lagði út í hinn stóra heim til þess að gerast leikkona.Vísir/Vilhelm Stundum komið fram við fólk eins og vörur Aníta var 22 ára þegar hún kom fyrst til Los Angeles. Borgin er þekkt fyrir það að vera suðupottur tónlistar- og kvikmyndaiðnaðarins og þar býr því margt af ríkasta og frægasta fólki heims. Aníta segist hafa upplifað mörg súrrealísk augnablik og nefnir hún sem dæmi snekkjuferðir með frægu fólki þar sem allt var flæðandi í dýrasta kampavíninu. Hún segir slíkar aðstæður þó aldrei hafa höfðað sérstaklega til sín. „Ég hef verið á snekkju með fólki sem ég dýrka og það var gaman. Ég ætla ekki að segja hvað, þú bókstaflega myndir missa vitið. Þetta var sennilega svalasta móment lífs míns. En svo hef ég líka verið á snekkju með fólki sem er bara svona svart í sálinni og það er ekki gaman. Þetta er svo ótrúlega mikill bransi og það eru rosalega miklir peningar í boði og í húfi. Þetta getur verið mjög brútal. Oft er þetta ekkert mjög manneskjulegt. Það kemur alltaf maður manns stað og það er stundum komið fram við fólk eins og það séu vörur.“ „Fólk var hætt að finna fyrir því hvað væri rétt og hvað væri rangt“ Aníta bjó í Los Angeles löngu fyrir byltingar á borð við MeToo. Hún segist hafa verið ung og berskjölduð og borið mikið traust til þeirra sem voru reyndari í bransanum en hún. Fljótlega áttaði hún sig þó á því hvað Hollywood væri í raun dökkur heimur. „Kúltúrinn á meðal sumra svona valdamikilla karlmanna og hvernig þeir voru að koma fram við ungar konur, sérstaklega leikkonur, var bara oft ógeðslegur.“ „Maður fann að af því að þetta fólk var búið að lifa og hrærast og sósast í þessum heimi svo lengi, þar sem allir kringum þá samþykktu þessa hegðun og litu undan og sögðu aldrei neitt, þá var þetta bara orðið normið. Fólk var hætt að finna fyrir því hvað væri rétt og hvað væri rangt.“ Þrátt fyrir að Aníta hafi vel gert sér grein fyrir því hve rangt þetta var, upplifði hún sig valdalausa. Hún sem einstaklingur hefði lítið vægi gegn þessari menningu sem hafði fengið að grassera í fleiri áratugi. „Þegar innsæið var að öskra á mig að hér væri eitthvað ekki í lagi, það var verið að boða mann á fundi á hótelherbergjum og svoleiðis, þá var manni kannski sagt að svona væri þetta bara. Þetta var bara kúltúrinn.“ View this post on Instagram A post shared by Ani ta Briem (@anitabriem) Þakklát fyrir reynsluna í dag Í dag er Aníta flutt heim. Í kjölfar Skjálfta fór hún með hlutverk í kvikmyndunum Berdreymi og Villibráð. Villibráð hefur verið ein vinsælasta myndin hér á landi síðan hún var frumsýnd í byrjun árs. Þessa dagana er hún að leggja lokahönd á sína eigin þáttaröð „Svo lengi sem við lifum“ sem sýnd verður á Stöð 2 í haust. Þrátt fyrir erfiða reynslu segist Aníta finna fyrir miklu þakklæti þegar hún lítur í baksýnisspegilinn. Árin í Los Angeles hafi reynst henni mikill skóli og þessi dýrmæta reynsla nýtist henni í öllum hennar verkefnum. Hér fyrir neðan má hlusta á Veisluna en viðtalið við Anítu Briem hefst á mínútu 1:25:29.
FM957 Íslendingar erlendis Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Villibráð vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð Villibráð er vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð og heldur Avatar: Way of Water örugglega fyrir aftan sig samkvæmt tilkynningu frá Sambíóunum. 16. janúar 2023 18:31 Aníta Briem tilnefnd fyrir handritið á Svo lengi sem við lifum Aníta Briem hefur verið tilnefnd til Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunanna fyrir handritaskrif á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum/As Long As We Live. Verðlaunin verða veitt í sjöunda sinn á Gautaborgarhátíðinni í febrúar. 17. desember 2022 00:01 Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Fleiri fréttir Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Sjá meira
Villibráð vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð Villibráð er vinsælasta mynd landsins aðra helgina í röð og heldur Avatar: Way of Water örugglega fyrir aftan sig samkvæmt tilkynningu frá Sambíóunum. 16. janúar 2023 18:31
Aníta Briem tilnefnd fyrir handritið á Svo lengi sem við lifum Aníta Briem hefur verið tilnefnd til Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunanna fyrir handritaskrif á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum/As Long As We Live. Verðlaunin verða veitt í sjöunda sinn á Gautaborgarhátíðinni í febrúar. 17. desember 2022 00:01