Félagi Birkis hneykslaður á ákvörðun Tyrkja Sindri Sverrisson skrifar 8. febrúar 2023 08:34 Fredrik Gulbrandsen er leikmaður Adana Demirspor líkt og Birkir Bjarnason. Getty/Mustafa Ciftci Þrátt fyrir að enn sé verið að leita að fólki í rústum bygginga eftir jarðskjálftann mannskæða í Tyrklandi hefur verið ákveðið að næsta umferð í tyrknesku úrvalsdeildinni verði spiluð eftir rúma viku. Norðmaðurinn Fredrik Gulbrandsen, sem spilar með Birki Bjarnasyni hjá Adana Demirspor, gagnrýnir þetta á samfélagsmiðlum og bendir á að hugur fólks hljóti að vera hjá þeim sem nú eigi um sárt að binda. Gulbrandsen var sjálfur í Adana þegar jarðskjálfti upp á 7,8 varð en svæðið varð sérstaklega illa úti vegna skjálftans. Birkir var hins vegar með öðrum liðsfélögum sínum í Istanbúl vegna leiks sem átti að spila þar á mánudag en var frestað, en kærasta hans var í Adana og óttaðist um líf sitt. Þegar þetta er skrifað hafa að minnsta kosti 5.894 fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldir fastir undir húsarústum. Gulbrandsen segir því ekki eiga að koma til greina að spila fótbolta strax í næstu viku. „Ég botna ekki í því hvernig við eigum að spila fótbolta á meðan að fólk berst fyrir lífi sínu á svæðinu þar sem að jarðskjálftinn reið yfir. Ég er enn að endurupplifa þessa nótt og ég er í áfalli svo að vægt sé til orða tekið,“ skrifar Gulbrandsen sem fann vel fyrir skjálftanum. Var viss um að þetta yrði sitt síðasta „Ég get ekki lýst því hversu ofsahræddur ég var þann 6. febrúar þegar jarðskjálftinn reið yfir Adana. Ég var sofandi á fimmtándu hæð í íbúðinni minni. Ég var viss um að þetta yrði mitt síðasta. Þegar ég skreið á gólfinu, að reyna að komast út úr byggingunni, var ég viss um að gólfið myndi hrynja undan mér. Ég skil ekki enn hvernig byggingin gat enn staðið. Hreyfingin var svo mikil að mér leið eins og ég væri á báti í stormi úti á sjó. Þegar ég kom út sá ég fólk hlaupandi um, skelfingu lostið. Ég var mjög, mjög heppinn,“ skrifar Gulbrandsen. View this post on Instagram A post shared by Fredrik Gulbrandsen (@fredgulbrandsen) Tyrkneski boltinn Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Sjá meira
Norðmaðurinn Fredrik Gulbrandsen, sem spilar með Birki Bjarnasyni hjá Adana Demirspor, gagnrýnir þetta á samfélagsmiðlum og bendir á að hugur fólks hljóti að vera hjá þeim sem nú eigi um sárt að binda. Gulbrandsen var sjálfur í Adana þegar jarðskjálfti upp á 7,8 varð en svæðið varð sérstaklega illa úti vegna skjálftans. Birkir var hins vegar með öðrum liðsfélögum sínum í Istanbúl vegna leiks sem átti að spila þar á mánudag en var frestað, en kærasta hans var í Adana og óttaðist um líf sitt. Þegar þetta er skrifað hafa að minnsta kosti 5.894 fundist látnir í Tyrklandi og 2.470 í Sýrlandi en þúsundir eru taldir fastir undir húsarústum. Gulbrandsen segir því ekki eiga að koma til greina að spila fótbolta strax í næstu viku. „Ég botna ekki í því hvernig við eigum að spila fótbolta á meðan að fólk berst fyrir lífi sínu á svæðinu þar sem að jarðskjálftinn reið yfir. Ég er enn að endurupplifa þessa nótt og ég er í áfalli svo að vægt sé til orða tekið,“ skrifar Gulbrandsen sem fann vel fyrir skjálftanum. Var viss um að þetta yrði sitt síðasta „Ég get ekki lýst því hversu ofsahræddur ég var þann 6. febrúar þegar jarðskjálftinn reið yfir Adana. Ég var sofandi á fimmtándu hæð í íbúðinni minni. Ég var viss um að þetta yrði mitt síðasta. Þegar ég skreið á gólfinu, að reyna að komast út úr byggingunni, var ég viss um að gólfið myndi hrynja undan mér. Ég skil ekki enn hvernig byggingin gat enn staðið. Hreyfingin var svo mikil að mér leið eins og ég væri á báti í stormi úti á sjó. Þegar ég kom út sá ég fólk hlaupandi um, skelfingu lostið. Ég var mjög, mjög heppinn,“ skrifar Gulbrandsen. View this post on Instagram A post shared by Fredrik Gulbrandsen (@fredgulbrandsen)
Tyrkneski boltinn Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Sjá meira