„Hann mun deyja hér á næstu dögum“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. febrúar 2023 11:12 Sigurður hefur verið búsettur í Ríó de Janeiro síðastliðin fjögur ár. Aðsend Sigurður Bragason er nú í líknandi meðferð á sjúkrahúsi í Brasilíu eftir að hafa greinst með heilaæxli síðasta sumar. Sigurður er einungis 48 ára gamall. Til að bæta gráu ofan á svart misstu Sigurður og eiginkona hans meirihluta af innbúi sínu þegar það flæddi inn í hús fjölskyldunnar aðfaranótt þriðjudags. Sigurður hefur verið búsettur í Ríó de Janeiro síðastliðin fjögur ár. „Siggi var búinn að vera á svolitlu flakki þar á undan en svo kynntist hann ástinni sinni, henni Monu og þau eignuðust lítinn strák, hann Loka sem er í dag tveggja ára,“ segir Elva Hrönn Guðbjartsdóttir, systir Sigurðar, í samtali við Vísi. Með fimm æxli í höfðinu Áður en Sigurður veiktist sinnti hann margvíslegum verkefnum, til að mynda garðyrkju, og Mona konan hans var í námi. Sigurður hafði að sögn Elvu þjáðst af gífurlegum höfuðverkjum í talsverðan tíma. Læknar sem hann leitaði til sögðu höfuðverkina stafa af mígreni. „Síðan kemur það í ljós í ágúst á seinasta ári að hann er með tvö æxli í höfðinu, og í haust kom svo í ljós að það voru þrjú önnur æxli, í lungum og nýrum. Í desember vaknaði hann upp eina nóttina og ætlaði að stíga fram úr en datt strax. Þá kom í ljós að hann var orðinn lamaður. Konan hans fór með hann á spítalann. Þar fór hann í sneiðmyndatöku og þá komu í ljós þrjú ný æxli í höfðinu. Honum var haldið meira og minna sofandi um jólin, og það þurfti að setja slöngu frá höfðinu niður í nýrun vegna þess að hann fékk vatnshöfuð. Ofan á allt þetta greindist hann með lungabólgu. Hann var síðan sendur heim daginn fyrir gamlársdag.“ Að sögn Elvu var alltaf hæpið að Sigurður kæmi heim til Íslands. „Kerfið hérna úti er frekar hægt, honum var mikið kastað á milli lækna þarna í byrjun og í raun vissum ekki við ekki hundrað prósent hver staðan á honum væri, ekki fyrr en hann var orðinn lamaður. Ferðin heim til Íslands er dýr og þar að auki er ekki víst að Siggi hefði þolað svona langt ferðalag, eins og ástandið á honum er.“ Getur lítið talað Eins og staðan er í dag er Sigurður kominn í líknandi meðferð á spítalanum í Brasilíu. Elva og yngsti bróðir hennar komu út seinasta föstudag. „Hann má ekki borða eða drekka og fær ekkert nema verkjalyf. Það er ofboðslega erfitt að horfa upp á þetta. Þetta eru síðustu dagarnir hans. Ég fékk mynd af honum í gær og honum hefur hrakað mikið. Það var eins og hann væri að bíða eftir að við kæmum. Það fyrsta sem hann spurði mig þegar ég kom á spítalann var: „Ertu búin að fá þér Mcdonalds?“ Hann mun deyja hér á næstu dögum. En það er of dýrt að flytja hann heim, svo hann verður brenndur. Mona vill fylgja honum síðasta spölinn, og hún hefur aldrei farið út fyrir Brasilíu.“ Allt ónýtt Aðfaranótt þriðjudags dundi enn eitt áfallið yfir, þegar það flæddi inn í hús fjölskyldunnar í kjölfar gífurlega rigninga. Að sögn Elvu fór húsið algjörlega á flot. „Það er búið að rigna rosalega mikið hérna síðustu daga. Vatnsöldurnar hreinlega brutu bílskúrshurðina. Við sváfum á neðri hæðinni, ég og bróðir minn, og þegar við vöknuðum í gærmorgun vorum við nánast bara siglandi. Umhverfis allt húsið var 20 sentimetra hátt vatn og gatan var algjörlega flæðandi. Við kölluðum til menn til að koma og hjálpa okkur og þeir þurftu vaða upp að mitti, og það voru allskyns pöddur í vatninu. Mona hefur búið þarna úti alla ævi og hefur aldrei séð neitt í líkingu við þetta áður.“ Sigurður dvelur á meðan þessu stendur á sjúkrahúsinu, og að sögn Elvu eru aðstæðurnar þar bærilegar. Mona, kona hans dvaldi hjá honum í gær á meðan Elva reyndi að koma húsinu í stand. „Neðri hæðin er eiginlega bara ónýt, allt innbú og allt , og það þarf bara að henda því.“ Elva vill gera allt sem í hennar valdi stendur til að styðja við bróður sinn og mágkonu. Veikindi Sigurðar, og vatnstjónið hefur sett fjölskylduna í gífurlega erfiða stöðu fjárhagslega. Í gærdag sá Elva sig knúna til að birta stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hún greindi frá aðstæðunum og biðlaði til fólks um að styðja við bakið á fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum. Nánari upplýsingar á Facebook-síðu Elvu. Íslendingar erlendis Brasilía Heilbrigðismál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Sigurður hefur verið búsettur í Ríó de Janeiro síðastliðin fjögur ár. „Siggi var búinn að vera á svolitlu flakki þar á undan en svo kynntist hann ástinni sinni, henni Monu og þau eignuðust lítinn strák, hann Loka sem er í dag tveggja ára,“ segir Elva Hrönn Guðbjartsdóttir, systir Sigurðar, í samtali við Vísi. Með fimm æxli í höfðinu Áður en Sigurður veiktist sinnti hann margvíslegum verkefnum, til að mynda garðyrkju, og Mona konan hans var í námi. Sigurður hafði að sögn Elvu þjáðst af gífurlegum höfuðverkjum í talsverðan tíma. Læknar sem hann leitaði til sögðu höfuðverkina stafa af mígreni. „Síðan kemur það í ljós í ágúst á seinasta ári að hann er með tvö æxli í höfðinu, og í haust kom svo í ljós að það voru þrjú önnur æxli, í lungum og nýrum. Í desember vaknaði hann upp eina nóttina og ætlaði að stíga fram úr en datt strax. Þá kom í ljós að hann var orðinn lamaður. Konan hans fór með hann á spítalann. Þar fór hann í sneiðmyndatöku og þá komu í ljós þrjú ný æxli í höfðinu. Honum var haldið meira og minna sofandi um jólin, og það þurfti að setja slöngu frá höfðinu niður í nýrun vegna þess að hann fékk vatnshöfuð. Ofan á allt þetta greindist hann með lungabólgu. Hann var síðan sendur heim daginn fyrir gamlársdag.“ Að sögn Elvu var alltaf hæpið að Sigurður kæmi heim til Íslands. „Kerfið hérna úti er frekar hægt, honum var mikið kastað á milli lækna þarna í byrjun og í raun vissum ekki við ekki hundrað prósent hver staðan á honum væri, ekki fyrr en hann var orðinn lamaður. Ferðin heim til Íslands er dýr og þar að auki er ekki víst að Siggi hefði þolað svona langt ferðalag, eins og ástandið á honum er.“ Getur lítið talað Eins og staðan er í dag er Sigurður kominn í líknandi meðferð á spítalanum í Brasilíu. Elva og yngsti bróðir hennar komu út seinasta föstudag. „Hann má ekki borða eða drekka og fær ekkert nema verkjalyf. Það er ofboðslega erfitt að horfa upp á þetta. Þetta eru síðustu dagarnir hans. Ég fékk mynd af honum í gær og honum hefur hrakað mikið. Það var eins og hann væri að bíða eftir að við kæmum. Það fyrsta sem hann spurði mig þegar ég kom á spítalann var: „Ertu búin að fá þér Mcdonalds?“ Hann mun deyja hér á næstu dögum. En það er of dýrt að flytja hann heim, svo hann verður brenndur. Mona vill fylgja honum síðasta spölinn, og hún hefur aldrei farið út fyrir Brasilíu.“ Allt ónýtt Aðfaranótt þriðjudags dundi enn eitt áfallið yfir, þegar það flæddi inn í hús fjölskyldunnar í kjölfar gífurlega rigninga. Að sögn Elvu fór húsið algjörlega á flot. „Það er búið að rigna rosalega mikið hérna síðustu daga. Vatnsöldurnar hreinlega brutu bílskúrshurðina. Við sváfum á neðri hæðinni, ég og bróðir minn, og þegar við vöknuðum í gærmorgun vorum við nánast bara siglandi. Umhverfis allt húsið var 20 sentimetra hátt vatn og gatan var algjörlega flæðandi. Við kölluðum til menn til að koma og hjálpa okkur og þeir þurftu vaða upp að mitti, og það voru allskyns pöddur í vatninu. Mona hefur búið þarna úti alla ævi og hefur aldrei séð neitt í líkingu við þetta áður.“ Sigurður dvelur á meðan þessu stendur á sjúkrahúsinu, og að sögn Elvu eru aðstæðurnar þar bærilegar. Mona, kona hans dvaldi hjá honum í gær á meðan Elva reyndi að koma húsinu í stand. „Neðri hæðin er eiginlega bara ónýt, allt innbú og allt , og það þarf bara að henda því.“ Elva vill gera allt sem í hennar valdi stendur til að styðja við bróður sinn og mágkonu. Veikindi Sigurðar, og vatnstjónið hefur sett fjölskylduna í gífurlega erfiða stöðu fjárhagslega. Í gærdag sá Elva sig knúna til að birta stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hún greindi frá aðstæðunum og biðlaði til fólks um að styðja við bakið á fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum. Nánari upplýsingar á Facebook-síðu Elvu.
Íslendingar erlendis Brasilía Heilbrigðismál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira