Enski boltinn

Ætla að um­turna þjálfun stelpna á hæsta stigi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Beth Mead, Georgia Stanway, Alessia Russo, Lucy Bronze og Mille Bright fagna á EM síðasta sumar.
Beth Mead, Georgia Stanway, Alessia Russo, Lucy Bronze og Mille Bright fagna á EM síðasta sumar. EPA-EFE/Peter Powell

Enska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt að það ætli sér að setja á fót áætlun sem ætlað er að bæta þjálfun stelpna á hæsta stigi. Áætlunin á að tryggja hágæða þjálfun sem er í samræmi við gæði leikmanna.

England varð Evrópumeistari á heimavelli síðasta sumar og hefur áhuginn á fótbolta kvenna þar í landi, og í raun og gervalla Evrópu, aldrei verið meiri. Það hafa hins vegar heyrst áhyggjuraddir um að gæði þjálfunar í kvennaboltanum á Englandi séu ekki nægileg. Því ætlar enska knattspyrnusambandið að breyta.

Fjármagn frá liðum í ensku úrvalsdeildinni, karla megin, mun fara í að ráða og borga þjálfurum í kvennaboltanum. Þá hefur sambandið sett sér það markmið að þrefalda stelpum sem æfa á hæsta stigi [e. elite pathway].

Kay Cossington, tæknilegur ráðgjafi sambandsins, segir að markmiðið sé að tryggja það að enskir leikmenn þurfi ekki að fara erlendis til að blómstra. Alessia Russo, framherji Manchester United og enska landsliðsins, var nefnd sem dæmi en hún fór í bandaríska háskólaboltann frá árunum 2017 til 2019.

„Við viljum gefa leikmönnum á borð við Russo, tækifæri til að spila ásamt því að mennta sig. Að bjóða leikmönnum skólastyrki er stór hluti af því. Annars verður möguleikinn á að fara til Bandaríkjanna alltaf til staðar,“ sagði Cossington.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×