Vill verða varaformaður Viðreisnar Máni Snær Þorláksson skrifar 10. febrúar 2023 11:03 Erlingur Sigvaldason vill verða varaformaður Viðreisnar. Erlingur Sigvaldason, forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, hefur ákveðið að gefa kost á sér til varaformennsku í Viðreisn á landsþingi flokksins sem hefst í dag. Þetta kemur fram í færslu sem Erlingur birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Ástæðan fyrir framboðinu er sú að Erlingur trúir að fjölbreytt forysta sé það sem þarf til að byggja flokkinn upp fyrir næstu kosningar. „Ég vil leggja áherslu á breiðari málefnaáherslur flokksins,“ segir Erlingur í færslunni. „Viðreisn er og mun alltaf vera Evrópuflokkur en við þurfum að horfast í augu við það að við erum ekki að fara klára aðild að ESB fyrr en í fyrsta lagi eftir 10 ár. Viðreisn þarf að hafa svar við því hvernig við ætlum að bæta líf fólks í dag en ekki bara eftir 10 ár.“ Þá segist hann vilja virkja mannauðinn sem er til staðar innan flokksins og bjóða upp á ferskan valkost í næstu kosningum. Forysta flokksins verði öflug blanda nýs fólks og góðra reynslubolta. „Ríkisstjórnin býður bara upp á skammtímalausnir og ýtir vandamálum ríkissjóðs yfir á næstu ríkisstjórnir og komandi kynslóðir. Núna er rétti tíminn til að hefa baráttuna fyrir frjálslyndara Íslandi og þar spilar Viðreisn lykilhlutverk. Ég gef kost á mér til að vera hluti af teyminu sem sem tryggir frjálslynda framtíð á Íslandi.“ Samkeppni um varaformannssætið Daði Már Kristófersson, núverandi varaformaður flokksins, hefur gegnt embættinu síðan í september árið 2020. Greint var frá framboði Daða fyrr í vikunni og leit þá allt út fyrir að hann yrði sjálfkjörinn. Orðrómur hafði verið um að Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, myndi bjóða sig fram gegn honum. Hann staðfesti þó að svo væri ekki í samtali við Vísi. Nú er þó ljóst að samkeppni verður um varaformannsstólinn milli Erlings og Daða. Viðreisn Tengdar fréttir Lítur út fyrir að Daði verði sjálfkjörinn Allt lítur út fyrir að Daði Már Kristófersson verði sjálfkjörinn varaformaður Viðreisnar á komandi landsþingi flokksins. Daði Már hefur gegnt embættinu síðan í september árið 2020. 8. febrúar 2023 12:01 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu sem Erlingur birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Ástæðan fyrir framboðinu er sú að Erlingur trúir að fjölbreytt forysta sé það sem þarf til að byggja flokkinn upp fyrir næstu kosningar. „Ég vil leggja áherslu á breiðari málefnaáherslur flokksins,“ segir Erlingur í færslunni. „Viðreisn er og mun alltaf vera Evrópuflokkur en við þurfum að horfast í augu við það að við erum ekki að fara klára aðild að ESB fyrr en í fyrsta lagi eftir 10 ár. Viðreisn þarf að hafa svar við því hvernig við ætlum að bæta líf fólks í dag en ekki bara eftir 10 ár.“ Þá segist hann vilja virkja mannauðinn sem er til staðar innan flokksins og bjóða upp á ferskan valkost í næstu kosningum. Forysta flokksins verði öflug blanda nýs fólks og góðra reynslubolta. „Ríkisstjórnin býður bara upp á skammtímalausnir og ýtir vandamálum ríkissjóðs yfir á næstu ríkisstjórnir og komandi kynslóðir. Núna er rétti tíminn til að hefa baráttuna fyrir frjálslyndara Íslandi og þar spilar Viðreisn lykilhlutverk. Ég gef kost á mér til að vera hluti af teyminu sem sem tryggir frjálslynda framtíð á Íslandi.“ Samkeppni um varaformannssætið Daði Már Kristófersson, núverandi varaformaður flokksins, hefur gegnt embættinu síðan í september árið 2020. Greint var frá framboði Daða fyrr í vikunni og leit þá allt út fyrir að hann yrði sjálfkjörinn. Orðrómur hafði verið um að Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, myndi bjóða sig fram gegn honum. Hann staðfesti þó að svo væri ekki í samtali við Vísi. Nú er þó ljóst að samkeppni verður um varaformannsstólinn milli Erlings og Daða.
Viðreisn Tengdar fréttir Lítur út fyrir að Daði verði sjálfkjörinn Allt lítur út fyrir að Daði Már Kristófersson verði sjálfkjörinn varaformaður Viðreisnar á komandi landsþingi flokksins. Daði Már hefur gegnt embættinu síðan í september árið 2020. 8. febrúar 2023 12:01 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Lítur út fyrir að Daði verði sjálfkjörinn Allt lítur út fyrir að Daði Már Kristófersson verði sjálfkjörinn varaformaður Viðreisnar á komandi landsþingi flokksins. Daði Már hefur gegnt embættinu síðan í september árið 2020. 8. febrúar 2023 12:01