Metnaðarlaust klúður í skipulagsmálum í Kópavogi - Kársnes Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar 10. febrúar 2023 13:31 Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Kópavogi hefur haldið því fram að skipulagstillaga á reit 13 á þróunarsvæði á Kársnesinu hafi verið unnin í samráði við íbúa á svæðinu. Sú fullyrðing er í besta falli sjónhverfingar. Ný skipulagstillaga á reit 13 er slys Rétt er að haldinn var fjölmennur samráðsfundur 2015 þar sem íbúar lögðu ómælda vinnu í að móta með okkur hverfisáætlun á Kársnesinu. Í framhaldinu var gerð deiliskipulagslýsing fyrir þróunarsvæðið á Kársnesi þar sem svæðinu var skipt upp í 13 reiti. Deiliskipulagslýsingin fyrir þróunarsvæðið, sem var samþykkt í bæjarstjórn 2016, byggði á raunverulegu samráði við íbúa árið áður. Markmið hennar var að efla svæðið með aukinni íbúðabyggð í bland við verslun og þjónustu og með áherslu á vistvæna samgöngumáta. Sú lýsing innihélt atvinnustarfsemi á jarðhæðum bygginga, áherslu á opin svæði, torg og gróður, að höfnin yrði s.k. geðprýðishöfn þar sem verslanir, veitingahús og kaffihús fengju notið sín auk ferðatengdrar starfsemi. Íbúar sem tóku þátt í samráðinu lögðu mikla áherslu á að ef þétta ætti byggðina yrði að tryggja hæfilega blöndu af íbúðum, grænum svæðum og að þjónustustigið yrði í samræmi við uppbygginguna. Listinn er lengri en í hugmyndafræðinni endurspeglast flæði og virkni 20 mínútna hverfa þar sem íbúðir, vinnustaðir og þjónusta spila saman sem ein heild þar sem nánasta umhverfi mótast af daglegum þörfum fólks. Á árinu 2022, þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks höfðu stjórnað skipulagsmálum frá 2018 og höfðu varið fjórum árum í deilur við íbúa, var lögð fram skipulagstillaga fyrir reit 13 sem hundsar með öllu niðurstöður samráðsins sem raunverulega fór fram 2015. Tillagan, sem nú hefur verið samþykkt, er ein af fjórum tillögum sem fjárfestar lögðu til. Tillögur þeirra innihéldu allar verulega aukið byggingamagn á kostnað skjólríkra grænna svæða, verslunar og þjónustu. Þessu hef ég mótmælt harðlega. Fermetrum fyrir íbúðarhúsnæði hefur fjölgað úr 14.500, sem samþykkt var í deiliskipulagslýsingunni 2016 og í 18.800. Viðbótin jafngildir tæplega fimmtíu 90fm íbúðum og þéttingin á kostnað grænna svæða er komin langt út fyrir öll sársaukamörk. Menn hafa þó gripið til þess örþrifaráðs að fækka íbúðum en stækka þær, sem aftur er andstætt áformum um að byggja litlar íbúðir á svæðinu. Hvort það er gert til að kasta ryki í augu fólks veit ég ekki en ég ætla að giska á að íbúar sjái vel í gegnum slíkar sjónhverfingar. Sjokkmeðferðir og metnaðarlaust klúður Sjokkmeðferðir Sjálfstæðisflokksins virka ekki vel á mig. Þær ganga út á að fyrstu hugmyndir séu sjokkerandi dónalegar og þannig sé svigrúm til að gefa eitthvað eftir en ná samt sínu fram. Á reit 13 er byggingarmagn enn óhæfilega mikið og búið að gjörbreyta virkni og ásýnd hverfisins. Hún er tæplega í samræmi við nýsamþykkta húsnæðisáætlun, ekki í samræmi við deiliskipulagslýsinguna og mjög langt frá óskum og væntingum íbúa sem lögðu í ómælda vinnu með okkur við gerð hverfisáætlunar. Það er með öllu á huldu hvert skipulag nærþjónustunnar er. Óljósar hugmyndir um ísbúð, veitingahús á nærliggjandi reit 8 og kannski matvöruverslun úti við nýja brú er það eina sem við getum dregið upp úr meirihlutanum. Það er engin heil hugsun í neinu og óásættanlegt að nærst stærsta sveitarfélag landsins skuli ekki sýna meiri fagmennsku við að styðja við þróun samfélagsins og bjóða upp á sjónhverfingar í stað skýrra áætlana. Meirihlutakórinn sem syngur undir einsöng fjárfesta, á kostnað íbúa og tækifæra til að búa til mannvæn hverfi og treysta mannlíf, á hinn vafasama heiður að því metnaðarlausa klúðri. Það hefði verið gullið tækifæri fyrir íbúa Kópavogs að taka reit 13, smábátahöfnina og hafnarsvæðið og skipuleggja mannvænt svæði fyrir blómlegt mannlíf. Það hefði ekki einu sinni þurf að raska ró fjárfesta því Kópavogsbær mun eiga um 40% af reitnum. En meirihlutinn hefur aðrar hugmyndir og þær byggja á vætningum fjárfesta um fleiri fermetra til að selja. Málið er þó í raun stærra og varðar fleiri reiti en þann nr. 13. Leigufélagið sem heldur á reit 8, sem stendur næst reit 13, sendi inn nýja tillögu nýverið án þess að hún raskaði ró meirihlutans sem tók við henni af óútskýrðu áhugaleysi. Þar var búið að gera breytingar á skipulaginu þannig að gistiheimili voru komin í stað verslunar og þjónustu í tæplega 1000 fermetrum á aðkomuhæðum. Enn á ný mótmælti ég og krafðist breytinga til fyrra horfs og þannig var komið í veg fyrir skipulagsslys meirihlutans á þeim reit. Vond vinnubrögð og sjónhverfingar Meirihluti Sjálfstæðisflokk og Framsóknar í Kópavogi mætti kynna sér niðurstöður samráðsins sem raunverulega átti sér stað 2015 og bera saman við skipulagstillöguna á reit 13 sem þau bera nú ábyrgð á, áður en þau teikna upp fleiri sjónhverfingar. Það er líka góð regla að kalla hlutina réttum nöfnum því einhliða upplýsingafundir eru ekki samráðsfundir. Hér er góðri vinnu, traustu samráði og þekkingu fleygt og sóað fyrir ný áform og aðra hagsmuni af hreinu metnaðar- og áhugaleysi, íbúum til mikillar hrellingar því þannig er ekki hægt að treysta að ákvarðanir sem þegar hafa verið teknar, standi. Íbúar eiga ekki að þurfa að hafa bæjarfulltrúana sína í gjörgæslu. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að mynda meirihluta í Kópavogi með Framsókn hef ég setið í minnihluta með það eina verkfæri að mótmæla ítrekað tillögum sem taka ekki mið af neinu nema fjárhagslegum hagsmunum fjárfesta. Mótmæli mín hafa leitt til bréfaskrifta fjárfesta sem ekki er hægt að túlka öðruvísi en atlaga að því að þagga niður i mér. Útúrsnúningur og þvættingur hefur verið sendur út og suður til að sverta mína persónu og mína vinnu. Samkór meirihlutans í Kópvogi syngur svo undir í því verki. Það er alveg ljóst að fullyrðingar meirihlutans um að skipulagið fyrir reit 13 sé byggt á hugmyndavinnu með íbúum og í samráði við þá eru ekki sannleikanum samkvæmar. Tillagan er fjárfesta, þeirra sem hafa fjárhagslega hagsmuni af því að byggja sem mest og eyðileggja þannig möguleika á lífvænlegu hverfi sem gæti iðað af mannlífi ef meirihlutinn stæði í lappirnar. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skipulag Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í Kópavogi hefur haldið því fram að skipulagstillaga á reit 13 á þróunarsvæði á Kársnesinu hafi verið unnin í samráði við íbúa á svæðinu. Sú fullyrðing er í besta falli sjónhverfingar. Ný skipulagstillaga á reit 13 er slys Rétt er að haldinn var fjölmennur samráðsfundur 2015 þar sem íbúar lögðu ómælda vinnu í að móta með okkur hverfisáætlun á Kársnesinu. Í framhaldinu var gerð deiliskipulagslýsing fyrir þróunarsvæðið á Kársnesi þar sem svæðinu var skipt upp í 13 reiti. Deiliskipulagslýsingin fyrir þróunarsvæðið, sem var samþykkt í bæjarstjórn 2016, byggði á raunverulegu samráði við íbúa árið áður. Markmið hennar var að efla svæðið með aukinni íbúðabyggð í bland við verslun og þjónustu og með áherslu á vistvæna samgöngumáta. Sú lýsing innihélt atvinnustarfsemi á jarðhæðum bygginga, áherslu á opin svæði, torg og gróður, að höfnin yrði s.k. geðprýðishöfn þar sem verslanir, veitingahús og kaffihús fengju notið sín auk ferðatengdrar starfsemi. Íbúar sem tóku þátt í samráðinu lögðu mikla áherslu á að ef þétta ætti byggðina yrði að tryggja hæfilega blöndu af íbúðum, grænum svæðum og að þjónustustigið yrði í samræmi við uppbygginguna. Listinn er lengri en í hugmyndafræðinni endurspeglast flæði og virkni 20 mínútna hverfa þar sem íbúðir, vinnustaðir og þjónusta spila saman sem ein heild þar sem nánasta umhverfi mótast af daglegum þörfum fólks. Á árinu 2022, þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks höfðu stjórnað skipulagsmálum frá 2018 og höfðu varið fjórum árum í deilur við íbúa, var lögð fram skipulagstillaga fyrir reit 13 sem hundsar með öllu niðurstöður samráðsins sem raunverulega fór fram 2015. Tillagan, sem nú hefur verið samþykkt, er ein af fjórum tillögum sem fjárfestar lögðu til. Tillögur þeirra innihéldu allar verulega aukið byggingamagn á kostnað skjólríkra grænna svæða, verslunar og þjónustu. Þessu hef ég mótmælt harðlega. Fermetrum fyrir íbúðarhúsnæði hefur fjölgað úr 14.500, sem samþykkt var í deiliskipulagslýsingunni 2016 og í 18.800. Viðbótin jafngildir tæplega fimmtíu 90fm íbúðum og þéttingin á kostnað grænna svæða er komin langt út fyrir öll sársaukamörk. Menn hafa þó gripið til þess örþrifaráðs að fækka íbúðum en stækka þær, sem aftur er andstætt áformum um að byggja litlar íbúðir á svæðinu. Hvort það er gert til að kasta ryki í augu fólks veit ég ekki en ég ætla að giska á að íbúar sjái vel í gegnum slíkar sjónhverfingar. Sjokkmeðferðir og metnaðarlaust klúður Sjokkmeðferðir Sjálfstæðisflokksins virka ekki vel á mig. Þær ganga út á að fyrstu hugmyndir séu sjokkerandi dónalegar og þannig sé svigrúm til að gefa eitthvað eftir en ná samt sínu fram. Á reit 13 er byggingarmagn enn óhæfilega mikið og búið að gjörbreyta virkni og ásýnd hverfisins. Hún er tæplega í samræmi við nýsamþykkta húsnæðisáætlun, ekki í samræmi við deiliskipulagslýsinguna og mjög langt frá óskum og væntingum íbúa sem lögðu í ómælda vinnu með okkur við gerð hverfisáætlunar. Það er með öllu á huldu hvert skipulag nærþjónustunnar er. Óljósar hugmyndir um ísbúð, veitingahús á nærliggjandi reit 8 og kannski matvöruverslun úti við nýja brú er það eina sem við getum dregið upp úr meirihlutanum. Það er engin heil hugsun í neinu og óásættanlegt að nærst stærsta sveitarfélag landsins skuli ekki sýna meiri fagmennsku við að styðja við þróun samfélagsins og bjóða upp á sjónhverfingar í stað skýrra áætlana. Meirihlutakórinn sem syngur undir einsöng fjárfesta, á kostnað íbúa og tækifæra til að búa til mannvæn hverfi og treysta mannlíf, á hinn vafasama heiður að því metnaðarlausa klúðri. Það hefði verið gullið tækifæri fyrir íbúa Kópavogs að taka reit 13, smábátahöfnina og hafnarsvæðið og skipuleggja mannvænt svæði fyrir blómlegt mannlíf. Það hefði ekki einu sinni þurf að raska ró fjárfesta því Kópavogsbær mun eiga um 40% af reitnum. En meirihlutinn hefur aðrar hugmyndir og þær byggja á vætningum fjárfesta um fleiri fermetra til að selja. Málið er þó í raun stærra og varðar fleiri reiti en þann nr. 13. Leigufélagið sem heldur á reit 8, sem stendur næst reit 13, sendi inn nýja tillögu nýverið án þess að hún raskaði ró meirihlutans sem tók við henni af óútskýrðu áhugaleysi. Þar var búið að gera breytingar á skipulaginu þannig að gistiheimili voru komin í stað verslunar og þjónustu í tæplega 1000 fermetrum á aðkomuhæðum. Enn á ný mótmælti ég og krafðist breytinga til fyrra horfs og þannig var komið í veg fyrir skipulagsslys meirihlutans á þeim reit. Vond vinnubrögð og sjónhverfingar Meirihluti Sjálfstæðisflokk og Framsóknar í Kópavogi mætti kynna sér niðurstöður samráðsins sem raunverulega átti sér stað 2015 og bera saman við skipulagstillöguna á reit 13 sem þau bera nú ábyrgð á, áður en þau teikna upp fleiri sjónhverfingar. Það er líka góð regla að kalla hlutina réttum nöfnum því einhliða upplýsingafundir eru ekki samráðsfundir. Hér er góðri vinnu, traustu samráði og þekkingu fleygt og sóað fyrir ný áform og aðra hagsmuni af hreinu metnaðar- og áhugaleysi, íbúum til mikillar hrellingar því þannig er ekki hægt að treysta að ákvarðanir sem þegar hafa verið teknar, standi. Íbúar eiga ekki að þurfa að hafa bæjarfulltrúana sína í gjörgæslu. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að mynda meirihluta í Kópavogi með Framsókn hef ég setið í minnihluta með það eina verkfæri að mótmæla ítrekað tillögum sem taka ekki mið af neinu nema fjárhagslegum hagsmunum fjárfesta. Mótmæli mín hafa leitt til bréfaskrifta fjárfesta sem ekki er hægt að túlka öðruvísi en atlaga að því að þagga niður i mér. Útúrsnúningur og þvættingur hefur verið sendur út og suður til að sverta mína persónu og mína vinnu. Samkór meirihlutans í Kópvogi syngur svo undir í því verki. Það er alveg ljóst að fullyrðingar meirihlutans um að skipulagið fyrir reit 13 sé byggt á hugmyndavinnu með íbúum og í samráði við þá eru ekki sannleikanum samkvæmar. Tillagan er fjárfesta, þeirra sem hafa fjárhagslega hagsmuni af því að byggja sem mest og eyðileggja þannig möguleika á lífvænlegu hverfi sem gæti iðað af mannlífi ef meirihlutinn stæði í lappirnar. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun