Nánast enginn launamunur á opinbera og almenna vinnumarkaðnum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. febrúar 2023 09:57 Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda. Vísir/Vilhelm Launamunur á milli opinbera- og almenna vinnumarkaðarins er nánast horfinn og opinberi markaðurinn því orðinn samkeppnisfær við þann almenna. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu sem að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda kallar á viðbrögð. Velta þurfi því upp hvort verndarákvæði starfsmannalaganna eigi enn rétt á sér? Ráðgjafafyrirtækið Intellecon vann nýverið skýrslu um launa- og fjöldaþróun opinberra starfsmanna undanfarin ár og var skýrslan kynnt fyrir helgi. Þar kemur fram að opinberum starfsmönnum hafi fjölgað um tæp tuttugu prósent á sama tíma og starfsmönnum almenna markaðarins hafi einungis fjölgað um þrjú prósent. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir niðurstöðurnar slá sig illa. „Verðmætin í íslensku samfélagi verða til í einkageiranum, þau verða til á almenna markaðnum, þannig við megum aldrei gleyma því að hlúa að fyrirtækjunum í landinu. Við verðum að búa til þannig starfsumhverfi að það sé ákjósanlegt og auðvelt að stofna hér fyrirtæki og starfa í íslensku starfsumhverfi,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Kallar á viðbrögð Sögulega séð hafa laun hjá hinu opinbera jafnan verið lægri en á hinum almenna markaði en á síðustu árum hefur þessi launamunur nánast horfið. Af þessu má ráða að hið opinbera sé orðið samkeppnisfært við almenna markaðinn. Þá er vinnutími á opinbera markaðnum oft mun betri auk þess sem opinberir starfsmenn njóta mun ríkari lagaverndar en þeir sem eru á hinum almenna markaði. „Þá er orðin ástæða til að skoða hluti eins og starfsmannalögin um opinbera starfsmenn. Á að vera áfram ríkari uppsagnarvernd? Og þetta kerfi sem gerir öll starfsmannamál hjá ríkinu miklu þyngri í vöfum og stífari enn á einkamarkaðnum. Ég held að það sé orðin full ástæða til að endurskoða það,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Eðlilegt að opinberir starfsmenn njóti ríkari verndar? Guðrún tekur í sama streng og spyr hvort út frá þessum niðurstöðum sé eðlilegt að opinberir starfsmenn njóti ríkari verndar á vinnumarkaði en Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram frumvarp um breytingar á starfsmannalögum, þar sem meðal annars er lagt til að heimild til uppsagnar starfsmanna verði rýmkuð. Ólafur vill sjá eina vinnulöggjöf og segir að áfram þurfi að vera reglur um faglegar ráðningar í opinbera geiranum svo að frændhygli eða spilling þrífist ekki. „En þetta þunga ferli að ráðning og starfslok séu stjórnsýsluákvarðanir er allt of þungt í vöfum og gerir opinbera geirann svo óskilvirkan og óhagkvæman og of dýran,“ segir Ólafur. Engin lækkun hér á landi Þessi mikla fjölgun starfsmanna á opinberum markaði sést líka í öðrum OECD löndum. „En það má kannski segja að það sem er sérstakt hér er að ef maður notar þær mælingar sem notaðar í alþjóðlegum samanburði þá hefur að minnsta kosti ekki orðið lækkun eins og í mörgum öðrum OECD löndum í umfangi hins opinbera af heildarvinnumarkaði,“ segir Gunnar Haraldsson, framkvæmdastjóri Intellecon. Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Kjaramál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Ráðgjafafyrirtækið Intellecon vann nýverið skýrslu um launa- og fjöldaþróun opinberra starfsmanna undanfarin ár og var skýrslan kynnt fyrir helgi. Þar kemur fram að opinberum starfsmönnum hafi fjölgað um tæp tuttugu prósent á sama tíma og starfsmönnum almenna markaðarins hafi einungis fjölgað um þrjú prósent. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir niðurstöðurnar slá sig illa. „Verðmætin í íslensku samfélagi verða til í einkageiranum, þau verða til á almenna markaðnum, þannig við megum aldrei gleyma því að hlúa að fyrirtækjunum í landinu. Við verðum að búa til þannig starfsumhverfi að það sé ákjósanlegt og auðvelt að stofna hér fyrirtæki og starfa í íslensku starfsumhverfi,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Kallar á viðbrögð Sögulega séð hafa laun hjá hinu opinbera jafnan verið lægri en á hinum almenna markaði en á síðustu árum hefur þessi launamunur nánast horfið. Af þessu má ráða að hið opinbera sé orðið samkeppnisfært við almenna markaðinn. Þá er vinnutími á opinbera markaðnum oft mun betri auk þess sem opinberir starfsmenn njóta mun ríkari lagaverndar en þeir sem eru á hinum almenna markaði. „Þá er orðin ástæða til að skoða hluti eins og starfsmannalögin um opinbera starfsmenn. Á að vera áfram ríkari uppsagnarvernd? Og þetta kerfi sem gerir öll starfsmannamál hjá ríkinu miklu þyngri í vöfum og stífari enn á einkamarkaðnum. Ég held að það sé orðin full ástæða til að endurskoða það,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Eðlilegt að opinberir starfsmenn njóti ríkari verndar? Guðrún tekur í sama streng og spyr hvort út frá þessum niðurstöðum sé eðlilegt að opinberir starfsmenn njóti ríkari verndar á vinnumarkaði en Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram frumvarp um breytingar á starfsmannalögum, þar sem meðal annars er lagt til að heimild til uppsagnar starfsmanna verði rýmkuð. Ólafur vill sjá eina vinnulöggjöf og segir að áfram þurfi að vera reglur um faglegar ráðningar í opinbera geiranum svo að frændhygli eða spilling þrífist ekki. „En þetta þunga ferli að ráðning og starfslok séu stjórnsýsluákvarðanir er allt of þungt í vöfum og gerir opinbera geirann svo óskilvirkan og óhagkvæman og of dýran,“ segir Ólafur. Engin lækkun hér á landi Þessi mikla fjölgun starfsmanna á opinberum markaði sést líka í öðrum OECD löndum. „En það má kannski segja að það sem er sérstakt hér er að ef maður notar þær mælingar sem notaðar í alþjóðlegum samanburði þá hefur að minnsta kosti ekki orðið lækkun eins og í mörgum öðrum OECD löndum í umfangi hins opinbera af heildarvinnumarkaði,“ segir Gunnar Haraldsson, framkvæmdastjóri Intellecon.
Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Kjaramál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira