Uppvakningahugmyndir um sjóeldi Daníel Jakobsson skrifar 11. febrúar 2023 15:30 Uppvakningahugmynd (e. zombie ideas) er hugmynd eða hugarfóstur sem hefði átt að vera drepin með staðreyndum en nær samt að lifa áfram og vakna aftur til lífsins sama hvað á dynur, og er þannig haldið á lofti í umræðunni eins og sannindum þrátt fyrir að staðreyndir tali öðru máli. Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, hefur verið tíðrætt um slíkar hugmyndir. Hefur hann orðað það sem svo að tilgangurinn með því að draga sífellt fram uppvakningahugmyndir, sama hversu oft er búið að skjóta þær niður með gögnum og staðreyndum, sé einfaldlega sá að rugla umræðuna í pólitískum tilgangi. Áður en lengra er haldið skal tekið fram að Krugman hefur ekki rætt um lax í þessu samhengi – svo ég viti til í það minnsta. Engu að síður rifjaðist þetta hugtak upp fyrir mér við að fylgjast með umræðum um skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluna í kringum sjókvíaeldi á Íslandi. Áður en lengra er haldið skal það einnig tekið fram að í skýrslu Ríkisendurskoðunar eru margar ábendingar sem eru góðar og gildar. Fjöldi aðila í fiskeldi hafa bent á það um árabil að stofnanir eru undirmannaðar og regluverkið óskilvirkt. Úttektin er því af hinu góða og mun vonandi verða til þess að betrumbæta skilyrði atvinnugreinarinnar og gera hana skilvirkari í þágu samfélagsins. Sjókvíaeldin greiða sértæka skatta En aftur að uppvakningahugmyndum. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er fremur stuttlega rætt um skattaumhverfi greinarinnar en ýjað að því að það megi draga í efa að tekjur ríkisins af greininni standi undir kostnaðinum sem ríkið verður fyrir vegna umgjarðarinnar um eldið. Það sem verra er að víða virðist þeirri hugmynd haldið á lofti að það sé yfirhöfuð engin gjaldtaka af fiskeldi. Vandséð er hvernig hægt er að komast að þeirri niðurstöðu. Enn hærri gjöld eru í farvatninu Búið er að lögfesta verulegan skatt og gjöld á sjókvíaeldi á Íslandi og reyndar er stefnt að því að gjöld á fiskeldi verði með því hæsta sem þekkist í heiminum hér á landi. Þessi gjöld verða innleidd á sjö árum og er árið 2023 fjórða árið í innleiðingarferlinu. Í ár verða því greiddar 18 krónur af hverju framleiddu kílói til ríkisins, ef afsláttar nyti ekki enn við væri gjaldið 31,5 krónur. Gert er ráð fyrir að gjaldið nemi um 800 milljóum á þessu ári. Sjóeldisfyrirtækin eru þannig nú þegar farin að greiða sértæka skatta, þótt þau séu flest enn í uppbyggingarfasa. Á næstu árum er fyrirséð að framleiðsla aukist samhliða því að afsláttur minnkar. Þó tekjur ríkissjóðs af fiskeldisgjaldi séu nú þegar verulegar munu þær verða enn meiri að óbreyttu það er víst. Til viðbótar koma svo aflagjöld sem renna til sveitarfélaga og gjald í umhverfissjóð sjókvíaeldis. Allt í allt er búið að búa til tekjustofn fyrir hið opinbera sem mun innan tíðar skila að óbreyttu milljörðum í ríkissjóð í sérstökum sköttum. Til þess þarf engar lagabreytingar. Augljós tekjulind fyrir ríkissjóð Það er því óþarfi að halda þeirri uppvakningahugmynd lifandi með því að tala eins og hér séu engir skattar á fiskeldi þegar að staðreyndin er sú að hið opinbera hefur búið svo um hnútana að nú þegar er til staðar kerfi sem er með hærri álögur á sjókvíaeldi en víða þekkist þrátt fyrir að greinin sé hér mjög ung og í miklum fjárfestingum. Það er augljóst að hún er tekjulind fyrir ríkissjóð. Leyfum því uppvakningum að deyja og vinnum saman að því að bæta regluverk, umgjörð og stjórnsýslu um greinina. Það er hagur okkar allra. Höfundur er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Uppvakningahugmynd (e. zombie ideas) er hugmynd eða hugarfóstur sem hefði átt að vera drepin með staðreyndum en nær samt að lifa áfram og vakna aftur til lífsins sama hvað á dynur, og er þannig haldið á lofti í umræðunni eins og sannindum þrátt fyrir að staðreyndir tali öðru máli. Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, hefur verið tíðrætt um slíkar hugmyndir. Hefur hann orðað það sem svo að tilgangurinn með því að draga sífellt fram uppvakningahugmyndir, sama hversu oft er búið að skjóta þær niður með gögnum og staðreyndum, sé einfaldlega sá að rugla umræðuna í pólitískum tilgangi. Áður en lengra er haldið skal tekið fram að Krugman hefur ekki rætt um lax í þessu samhengi – svo ég viti til í það minnsta. Engu að síður rifjaðist þetta hugtak upp fyrir mér við að fylgjast með umræðum um skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluna í kringum sjókvíaeldi á Íslandi. Áður en lengra er haldið skal það einnig tekið fram að í skýrslu Ríkisendurskoðunar eru margar ábendingar sem eru góðar og gildar. Fjöldi aðila í fiskeldi hafa bent á það um árabil að stofnanir eru undirmannaðar og regluverkið óskilvirkt. Úttektin er því af hinu góða og mun vonandi verða til þess að betrumbæta skilyrði atvinnugreinarinnar og gera hana skilvirkari í þágu samfélagsins. Sjókvíaeldin greiða sértæka skatta En aftur að uppvakningahugmyndum. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er fremur stuttlega rætt um skattaumhverfi greinarinnar en ýjað að því að það megi draga í efa að tekjur ríkisins af greininni standi undir kostnaðinum sem ríkið verður fyrir vegna umgjarðarinnar um eldið. Það sem verra er að víða virðist þeirri hugmynd haldið á lofti að það sé yfirhöfuð engin gjaldtaka af fiskeldi. Vandséð er hvernig hægt er að komast að þeirri niðurstöðu. Enn hærri gjöld eru í farvatninu Búið er að lögfesta verulegan skatt og gjöld á sjókvíaeldi á Íslandi og reyndar er stefnt að því að gjöld á fiskeldi verði með því hæsta sem þekkist í heiminum hér á landi. Þessi gjöld verða innleidd á sjö árum og er árið 2023 fjórða árið í innleiðingarferlinu. Í ár verða því greiddar 18 krónur af hverju framleiddu kílói til ríkisins, ef afsláttar nyti ekki enn við væri gjaldið 31,5 krónur. Gert er ráð fyrir að gjaldið nemi um 800 milljóum á þessu ári. Sjóeldisfyrirtækin eru þannig nú þegar farin að greiða sértæka skatta, þótt þau séu flest enn í uppbyggingarfasa. Á næstu árum er fyrirséð að framleiðsla aukist samhliða því að afsláttur minnkar. Þó tekjur ríkissjóðs af fiskeldisgjaldi séu nú þegar verulegar munu þær verða enn meiri að óbreyttu það er víst. Til viðbótar koma svo aflagjöld sem renna til sveitarfélaga og gjald í umhverfissjóð sjókvíaeldis. Allt í allt er búið að búa til tekjustofn fyrir hið opinbera sem mun innan tíðar skila að óbreyttu milljörðum í ríkissjóð í sérstökum sköttum. Til þess þarf engar lagabreytingar. Augljós tekjulind fyrir ríkissjóð Það er því óþarfi að halda þeirri uppvakningahugmynd lifandi með því að tala eins og hér séu engir skattar á fiskeldi þegar að staðreyndin er sú að hið opinbera hefur búið svo um hnútana að nú þegar er til staðar kerfi sem er með hærri álögur á sjókvíaeldi en víða þekkist þrátt fyrir að greinin sé hér mjög ung og í miklum fjárfestingum. Það er augljóst að hún er tekjulind fyrir ríkissjóð. Leyfum því uppvakningum að deyja og vinnum saman að því að bæta regluverk, umgjörð og stjórnsýslu um greinina. Það er hagur okkar allra. Höfundur er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun