Íslensku systurnar lutu í lægra haldi fyrir umdeildum Færeyingi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. febrúar 2023 18:51 Færeyingurinn Reiley fagnaði sigri í dönsku undankeppninni í gær. Ida Marie Odgaard/Ritzau Scanpix, DR Framlag Dana í Eurovision í ár verður í höndum Færeyingsins Reiley sem verður þar með fyrsti Færeyingurinn til að taka þátt í keppninni. Íslensku systurnar Brynja Mary og Sara Victoria Sverrisdætur, sem koma saman fram undir nafninu Eyjaa, kepptu í gær í úrslitum undankeppni danska ríkisútvarpsins en tókst ekki að komast á pall. Hinn tvítugi Reiley bar sigur úr bítum í keppninni með laginu Breaking My Heart en hann var fyrir keppni talinn sigurstranglegastur af veðbönkum. Reiley ætti að vera notendum samfélagsmiðilsins TikTok kunnur en þar er hann með rúmlega 10 milljónir fylgjenda. Reiley þykir þó nokkuð umdeildur vegna notkunar sinnar á Auto-Tune tækni sem tónlistarmenn nota meðal annars til að leiðrétta falskar nótur. Í Eurovision má hins vegar ekki nota auto-tune tækni en það kom ekki að sök hjá Reiley sem notaði samt sem áður annars konar tækni á rödd sína í viðlaginu við Breaking My Heart. Horfa má á flutning hans á úrslitakvöldi Dananna, Melodi grand prix, hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=tsMZ-PGRnuw">watch on YouTube</a> Með sigrinum verður Reiley, sem heitir réttu nafni Rani Petersen, fyrsti Færeyingurinn til að keppa í Eurovision sem verður í ár haldið í Liverpool á Englandi. Íslensku systurnar Brynja Mary og Sara Victoria fluttu lagið I Was Gonna Marry Him á úrslitakvöldinu en lentu ekki í einu af efstu þremur sætunum. Flutning þeirra má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rlbDynyZL3Y">watch on YouTube</a> Systurnar hafi lengi sungið saman en árið 2021 hafi þær fyrst komið fram undir nafninu Eyjaa sem sé vísun í íslensku – eyja. Fyrsta lag Eyjaa var lagið Don't Forget About Me sem var mikið spilað í dönsku útvarpi. Fjöldi laga hafa svo fylgt í kjölfarið. Eurovision Danmörk Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Hinn tvítugi Reiley bar sigur úr bítum í keppninni með laginu Breaking My Heart en hann var fyrir keppni talinn sigurstranglegastur af veðbönkum. Reiley ætti að vera notendum samfélagsmiðilsins TikTok kunnur en þar er hann með rúmlega 10 milljónir fylgjenda. Reiley þykir þó nokkuð umdeildur vegna notkunar sinnar á Auto-Tune tækni sem tónlistarmenn nota meðal annars til að leiðrétta falskar nótur. Í Eurovision má hins vegar ekki nota auto-tune tækni en það kom ekki að sök hjá Reiley sem notaði samt sem áður annars konar tækni á rödd sína í viðlaginu við Breaking My Heart. Horfa má á flutning hans á úrslitakvöldi Dananna, Melodi grand prix, hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=tsMZ-PGRnuw">watch on YouTube</a> Með sigrinum verður Reiley, sem heitir réttu nafni Rani Petersen, fyrsti Færeyingurinn til að keppa í Eurovision sem verður í ár haldið í Liverpool á Englandi. Íslensku systurnar Brynja Mary og Sara Victoria fluttu lagið I Was Gonna Marry Him á úrslitakvöldinu en lentu ekki í einu af efstu þremur sætunum. Flutning þeirra má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rlbDynyZL3Y">watch on YouTube</a> Systurnar hafi lengi sungið saman en árið 2021 hafi þær fyrst komið fram undir nafninu Eyjaa sem sé vísun í íslensku – eyja. Fyrsta lag Eyjaa var lagið Don't Forget About Me sem var mikið spilað í dönsku útvarpi. Fjöldi laga hafa svo fylgt í kjölfarið.
Eurovision Danmörk Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira