Selur helmingshlut í Íslenska vetnisfélaginu til fransks fyrirtækis Atli Ísleifsson skrifar 13. febrúar 2023 10:32 Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar, Guðmundur Ingi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Íslenska vetnisfélagsins, Tryggvi Þór Herbertsson, framkvæmdastjóri vetnisþróunarviðskipta hjá Qair Group og Guðlaugur Þór Þórðarsson, ráðherra umhverfis- orku- og loftslagsmála. Aðsend Orkan hefur selt helmingshlut í Íslenska vetnisfélaginu til franska fyrirtækisins Qair. Í tilkynningu segir að saman ætli fyrirtækin að taka þátt í uppbyggingu á vetnisstöðvum hringinn í kringum landið en Íslenska vetnisfélagið er dótturfyrirtæki Orkunnar og rekur í dag tvær vetnisstöðvar, á Vesturlandsvegi og í Fitjum, Reykjanesbæ. Ennfremur segir að samhliða viðskiptunum sé búið að tryggja landssvæði á Grundartanga þar sem Íslenska vetnisfélagið muni byggja vetnisframleiðslu í þeim tilgangi að þjónusta vetnisinnviðum með sem bestum hætti. „Orkan er eina eldsneytisfyrirtækið sem býður viðskiptavinum vetni. Á næstu árum verða fjórar nýjar vetnisstöðvar teknar í notkun, þær fyrstu í Reykjavík og á Akureyri, næsta stöð þar á eftir er fyrirhuguð á Egilsstöðum og að lokum á Freysnesi. Óhætt er því að segja að orkuskiptin snúi ekki einungis að rafmagni en árið 2026 verður hægt að keyra kolefnishlutlaust hringveginn á vetnisbíl. Fyrsta vetnisstöðin á Íslandi, sem var jafnframt sú fyrsta í heiminum til að selja vetni á neytendamarkaði, var tekin í notkun árið 2003 og eru um 30 vetnisbílar á suðvestur horninu í dag. Drægni vetnisbíla er umtalsvert meiri en rafmagnsbíla ásamt því sem engin rafhlaða er sem þyngir bílana. Vetnisbílar skila frá sér vatni og eru því kolefnishlutlausir og mikilvægur hlekkur í að draga úr kolefnisfótspori samganga í landinu. Mikill áhugi er fyrir þessum græna valmöguleika, sérstaklega þegar kemur að þungaflutningum þar sem ökutækin munu draga verulega úr kolefnisspori, og er því áætlað að vetnisbílum fjölgi hratt þegar innviðir styrkjast, bæði fólksbílar og flutningabílar,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Guðmundi Inga Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Íslenska vetnisfélagsins, að uppbyggingin muni geta valdið straumhvörfum í orkuskiptum í innanlandssamgöngum. Vetnisinnviðir séu forsenda þess að neytendur og fyrirtæki telji raunhæft að fjárfesta í vetnisbílum. „Fyrirtæki eru stöðugt að leita leiða til að draga úr kolefnisspori og með mest 380 kílómetra milli vetnisstöðva verður hægt að búa til forsendur fyrir því að loka hringveginum og færa vöruflutninga yfir á kolefnishlutlausa orkugjafa. ÍV er gríðarlega spennt fyrir orkuskiptunum sem framundan eru og að taka þátt í uppbyggingunni á grænum valkostum fyrir neytendur,” segir Guðmundur Ingi. Orkumál Kaup og sala fyrirtækja Skel fjárfestingafélag Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Í tilkynningu segir að saman ætli fyrirtækin að taka þátt í uppbyggingu á vetnisstöðvum hringinn í kringum landið en Íslenska vetnisfélagið er dótturfyrirtæki Orkunnar og rekur í dag tvær vetnisstöðvar, á Vesturlandsvegi og í Fitjum, Reykjanesbæ. Ennfremur segir að samhliða viðskiptunum sé búið að tryggja landssvæði á Grundartanga þar sem Íslenska vetnisfélagið muni byggja vetnisframleiðslu í þeim tilgangi að þjónusta vetnisinnviðum með sem bestum hætti. „Orkan er eina eldsneytisfyrirtækið sem býður viðskiptavinum vetni. Á næstu árum verða fjórar nýjar vetnisstöðvar teknar í notkun, þær fyrstu í Reykjavík og á Akureyri, næsta stöð þar á eftir er fyrirhuguð á Egilsstöðum og að lokum á Freysnesi. Óhætt er því að segja að orkuskiptin snúi ekki einungis að rafmagni en árið 2026 verður hægt að keyra kolefnishlutlaust hringveginn á vetnisbíl. Fyrsta vetnisstöðin á Íslandi, sem var jafnframt sú fyrsta í heiminum til að selja vetni á neytendamarkaði, var tekin í notkun árið 2003 og eru um 30 vetnisbílar á suðvestur horninu í dag. Drægni vetnisbíla er umtalsvert meiri en rafmagnsbíla ásamt því sem engin rafhlaða er sem þyngir bílana. Vetnisbílar skila frá sér vatni og eru því kolefnishlutlausir og mikilvægur hlekkur í að draga úr kolefnisfótspori samganga í landinu. Mikill áhugi er fyrir þessum græna valmöguleika, sérstaklega þegar kemur að þungaflutningum þar sem ökutækin munu draga verulega úr kolefnisspori, og er því áætlað að vetnisbílum fjölgi hratt þegar innviðir styrkjast, bæði fólksbílar og flutningabílar,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Guðmundi Inga Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Íslenska vetnisfélagsins, að uppbyggingin muni geta valdið straumhvörfum í orkuskiptum í innanlandssamgöngum. Vetnisinnviðir séu forsenda þess að neytendur og fyrirtæki telji raunhæft að fjárfesta í vetnisbílum. „Fyrirtæki eru stöðugt að leita leiða til að draga úr kolefnisspori og með mest 380 kílómetra milli vetnisstöðva verður hægt að búa til forsendur fyrir því að loka hringveginum og færa vöruflutninga yfir á kolefnishlutlausa orkugjafa. ÍV er gríðarlega spennt fyrir orkuskiptunum sem framundan eru og að taka þátt í uppbyggingunni á grænum valkostum fyrir neytendur,” segir Guðmundur Ingi.
Orkumál Kaup og sala fyrirtækja Skel fjárfestingafélag Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira