„Okkar menn segja að þeir hafi ekki séð þetta áður svona mikið“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. febrúar 2023 15:45 Hér má sjá vatnavexti í Búðardal í dag. Aðsend/Dóróthea Sigríður Varað hefur verið við miklum vatnavöxtum á Vesturlandi og Vegagerðin varar við slæmum akstursskilyrðum víða. Samskiptastjóri segir þetta umfangsmikið og að þeirra menn hafi ekki áður séð jafn mikla vatnavexti. Ræsi ráða ekki við vatnsflauminn og Dölunum sé allt undir. Að því er segir á vef Veðurstofunnar hefur vatnsstaða í mörgum ám hækkað töluvert og rennsli þegar náð tveggja eða fimm ára flóði í nokkrum ám, til að mynda Norðurá og Hvítá í Borgarfirði. Vegagerðin hefur varað við slæmum aðstæðum. Aurskriður hafa fallið í Búðardal. Aðsend/Dóróthea Sigríður „Það má alveg segja að það er ótrúlega mikið af vatnavöxtum, sérstaklega og fyrst og fremst á Vesturlandi og á Vestfjörðum líka. Okkar menn segja margir að þeir hafi ekki áður séð þetta svona mikið,“ segir G. Pétur Matthíasson, samskiptastjóri Vegagerðarinnar. Vatn flæðir yfir vegi á nokkrum stöðum og hefur Vegagerðin meðal annars varað við því að vatn og klaki geti leitað upp á þjóðveg í Norðurárdal. Fleiri vegir eru ófærir. Þá hefur verið varað við brotholum í malbiki víða vegna leysinga. „Þetta er langverst í Dölunum og það er búið að loka veginum, eða hann er ófær, í Skógaströndinni, Fellsströnd, Skarfsströnd, þar flæðir mjög mikið yfir og vegurinn er ófær. Það hefur líka flætt yfir í Djúpinu og í Hólmavík, Dalabyggð og nokkrum vegum fleirum á Vesturlandi. Þannig þetta er ansi umfangsmikið,“ segir G. Pétur. Skemmdir á nánast öllum vegum í Búðardal Sæmundur Kristjánsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni, segir aðstæður fordæmalausar í Búðardal þar sem nánast allir vegir eru skemmdir. Allt er á floti. Aðsend/Dóróthea Sigríður „Við erum að reyna núna alls staðar að laga það sem við mögulega getum. Við erum með öll tæki og tól að reyna að ná utan um þetta en það eru enn að skemmast vegir,“ segir Sæmundur. „Það eru að falla aurskriður líka þannig þær loka ræsunum.“ Mikil vatnshæð er í Haukadalsvatni og allt að fjörutíu til fimmtíu sentímetra vatn ofan á veginum. Vanalegast hafi vatnavextir verið svæðisbundnir en nú sé sagan önnur. „Núna er þetta bókstaflega allt undir,“ segir Sæmundur. Enn er mikil úrkoma en þegar styttir upp ætti að sjatna. Ofboðslegt magn vatns sé þó á ferðinni og í Búðardal sé allt reynt til að lágmarka skaðann. Fylgjast vel með Ekki liggur fyrir hverjar afleiðingarnar verða til lengri tíma. „Við vitum að það er byrjað að renna úr vegum einhvers staðar. Ræsi hafa líklega skemmst, þau anna ekki og ráða ekki við vatnsflauminn, þannig að það rennur út frá þeim en þar sem að það liggur vatn yfir öllu saman þá sjáum við illa á þessari stundu hvað skemmdirnar eru miklar,“ segir G. Pétur. Aðsend/Dóróthea Sigríður Frá því í gærkvöldi hefur verið mikil úrkoma og hlýnandi veður einna helst á vesturhelmingi landsins, að því segir í athugasemdum sérfræðings Veðurstofunnar. Miðað við veðurspá mun rennsli halda áfram að aukast fram eftir degi og ná hámarki í kvöld eða nótt. „Við erum að fylgjast með þessu og merkjum vegina ófæra þegar þeir eru það. Fólk verður bara að skoða kortin okkar og á Umferðin.is hvernig ástandið lítur út. Við vörum mjög víða við vatnsskemmdum og vatni á vegum en svo er annars staðar þar sem það er verst bara ófært,“ segir G. Pétur. „Við fylgjumst bara með. Það er viðbúið að það verði þarna eitthvað aðeins áfram þar sem flæðir svona yfir vegi en vonandi verður það ekki allt of lengi,“ segir hann enn fremur aðspurður um framhaldið. Meðlimir björgunarsveitanna Tálkna og Blakks eru að störfum í Tálknafirði þar sem mikill vatnselgur er, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Dalabyggð Veður Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira
Að því er segir á vef Veðurstofunnar hefur vatnsstaða í mörgum ám hækkað töluvert og rennsli þegar náð tveggja eða fimm ára flóði í nokkrum ám, til að mynda Norðurá og Hvítá í Borgarfirði. Vegagerðin hefur varað við slæmum aðstæðum. Aurskriður hafa fallið í Búðardal. Aðsend/Dóróthea Sigríður „Það má alveg segja að það er ótrúlega mikið af vatnavöxtum, sérstaklega og fyrst og fremst á Vesturlandi og á Vestfjörðum líka. Okkar menn segja margir að þeir hafi ekki áður séð þetta svona mikið,“ segir G. Pétur Matthíasson, samskiptastjóri Vegagerðarinnar. Vatn flæðir yfir vegi á nokkrum stöðum og hefur Vegagerðin meðal annars varað við því að vatn og klaki geti leitað upp á þjóðveg í Norðurárdal. Fleiri vegir eru ófærir. Þá hefur verið varað við brotholum í malbiki víða vegna leysinga. „Þetta er langverst í Dölunum og það er búið að loka veginum, eða hann er ófær, í Skógaströndinni, Fellsströnd, Skarfsströnd, þar flæðir mjög mikið yfir og vegurinn er ófær. Það hefur líka flætt yfir í Djúpinu og í Hólmavík, Dalabyggð og nokkrum vegum fleirum á Vesturlandi. Þannig þetta er ansi umfangsmikið,“ segir G. Pétur. Skemmdir á nánast öllum vegum í Búðardal Sæmundur Kristjánsson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni, segir aðstæður fordæmalausar í Búðardal þar sem nánast allir vegir eru skemmdir. Allt er á floti. Aðsend/Dóróthea Sigríður „Við erum að reyna núna alls staðar að laga það sem við mögulega getum. Við erum með öll tæki og tól að reyna að ná utan um þetta en það eru enn að skemmast vegir,“ segir Sæmundur. „Það eru að falla aurskriður líka þannig þær loka ræsunum.“ Mikil vatnshæð er í Haukadalsvatni og allt að fjörutíu til fimmtíu sentímetra vatn ofan á veginum. Vanalegast hafi vatnavextir verið svæðisbundnir en nú sé sagan önnur. „Núna er þetta bókstaflega allt undir,“ segir Sæmundur. Enn er mikil úrkoma en þegar styttir upp ætti að sjatna. Ofboðslegt magn vatns sé þó á ferðinni og í Búðardal sé allt reynt til að lágmarka skaðann. Fylgjast vel með Ekki liggur fyrir hverjar afleiðingarnar verða til lengri tíma. „Við vitum að það er byrjað að renna úr vegum einhvers staðar. Ræsi hafa líklega skemmst, þau anna ekki og ráða ekki við vatnsflauminn, þannig að það rennur út frá þeim en þar sem að það liggur vatn yfir öllu saman þá sjáum við illa á þessari stundu hvað skemmdirnar eru miklar,“ segir G. Pétur. Aðsend/Dóróthea Sigríður Frá því í gærkvöldi hefur verið mikil úrkoma og hlýnandi veður einna helst á vesturhelmingi landsins, að því segir í athugasemdum sérfræðings Veðurstofunnar. Miðað við veðurspá mun rennsli halda áfram að aukast fram eftir degi og ná hámarki í kvöld eða nótt. „Við erum að fylgjast með þessu og merkjum vegina ófæra þegar þeir eru það. Fólk verður bara að skoða kortin okkar og á Umferðin.is hvernig ástandið lítur út. Við vörum mjög víða við vatnsskemmdum og vatni á vegum en svo er annars staðar þar sem það er verst bara ófært,“ segir G. Pétur. „Við fylgjumst bara með. Það er viðbúið að það verði þarna eitthvað aðeins áfram þar sem flæðir svona yfir vegi en vonandi verður það ekki allt of lengi,“ segir hann enn fremur aðspurður um framhaldið. Meðlimir björgunarsveitanna Tálkna og Blakks eru að störfum í Tálknafirði þar sem mikill vatnselgur er, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.
Dalabyggð Veður Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Sjá meira